Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 76
76
varla verður á móti mælt. ÍÞar fer saman ágæt þekking, nákvæm rannsókn og ó-
venjuleg skarpskygni. J7 q^
KNUD BERLIN: DET NORSKE OG DANSKE RIGSRAADS STILLING
TIL ISLAND. Khöfn. 1911.
Bók þessi er einskonar svar upp á ritgerð þeirra dr. Jóns Þorkelssonar og
prófessors Einars Arnórssonar í »Andvara«: »ísland gagnvart öðrum ríkjum fram að
siðaskiptum«, og er efni hennar, að sanna, að ríkisráðið, sem þá samsvaraði bæði
ríkisráði, æðsta dómsvaldi og löggjafarþingi á vorum dögum, haíi tekið þátt í stjórn
Islands með konungi, og stjórnað því eitt, þegar konungslaust varð um stundar sakir,
Enn fremur að Islendingar haíi viðurkent þessa stjórn og afskifti ríkisráðsins, og
beztu menn Islands, bæði biskupar þess og aðrir, haíi átt sæti í hinu norska ríkis-
ráði. Ver prófessor Berlín málstað sinn með svo góðum rökum og miklum lærdómi,
að mann hlýtur að furða, hve kunnugur hann er orðinn öllum þeim fornskjölum, er
hér að lúta. Mun og erfitt fyrir rétssýna menn að neita réttmæti kenninga hans. En,
eins og hann sjálfur tekur íram, þá hefir þetta aðeins vísindalega, réttarsögulega
þýðingu, en kemur því í rauniuni alls ekki við, hvernig sambandi íslands og Dan-
merkur er nú varið eða hvernig því skuli haga framvegis. y q
UM MELRAKKASLÉTTU hafa þeir feðgarnir Heinrick og Eduard Erkes
í Köln ritað alllanga ritgerð í »Mitteilungen des Vereins fur Erdkunde« II, 3
(Dresden 1911), og er þar saman safnað öllu því, sem um Melrakkasléttu finst í
fornritum vorum og gömlum skjölum og ritum öðrum, og því næs't nákvæm lýsing
á landslagi, staðháttum, búskaparlagi og menningu þessarar nyrztu sveitar landsins.
Er þar vel frá öllu gengið, og flest nöfn hárrétt. ÍÞó stendur þar »Svalbarður« f. Sval-
barð (bls. 241), »frættuvatn« f. ÍVætuvatn (245, 246) og »Urræðatjörn f. Urriða-
tjörn (246), og er slíkt sjaldséð í ritum Erkes. Sé nafnið »Rifsæðavatn« réttara en
Rifshæðavatn, stendur það varla í sambandi við »æður« (æðarkolla), heldur við
»æð« (vatnsæð), og Rifsæðar þá líklega nafn á neðanjarðarlindum eða vatnsæðum,
sem renna í vatnið.—Herra H. Erkes hefir og ritað um hálendið milli Hofsjökuls og
Vatnajökuls í »Petermanns geogr. Mitteilungen« 1911 (II, 3), og fylgja þeirri rit-
gerð 8 myndir eftir ljósmyndum, er höf. hefir tekið á þessum stöðum. y% Qt
STURLUNGA SAGA, hin mikla og vandaða útgáfa dr. Kr. Kálunds af
henni er nú öll út komin, í tveimur bindum. Er aðaltextinn þar prentaður eftir elzta
handritinu, sem til er, Króksfjarðarbók (AM. 122 a. fol.), en eyður í því handriti
útfyltar eftir Reykjarfjarðarbók (AM. 122 b. fol.), og eins orðamunur jafnan tilfærður
eftir henni. Frá þessum tveimur skinnhandritum stafa öll pappírshandrit, sem til eru,
og hafa þau og verið notuð til samanburðar og úr þeim tekið, þar sem eyður vóru
f bæði skinnhandritin. Aftan við útgáfuna er sýnishorn af skinnhandritunum, ágætt
registur og alllöng og merkileg skrá yfir athugasemdir á spássíunum í pappírshand-
ritunum, en framan við ýtarlegur og fróðlegur formáli. Er hér þá loks fengin full-
komin vísindaleg útgáfa af þessu stórmerka sögusafni, og megum vér Islendingar
vera dr. Kálund þakklátir fyrir hana og hve snildarlega er frá henni gengið.
V G.