Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 66
66
II. VIÐ FUGLABJARGIÐ.
Mundi litli mundar stein
miðjan gjábarm viður;
fleygja steini fýsir svein
í fuglahreiður niður.
Aldinn hal þar að þá ber,
innir hann við Munda:
»Heyrðu, piltur! hvað er þérf
Hvað ert þú að grundaf*
»Skörpum stein ég skal með þor
í skegluhreiður kasta,
barmfylt ungum, bergs í skor,
beint með hæfing fasta.«
»Sérðu ei hreiður þysja um það«,
þulur mælti ítur,
»hjón í angist ótt með hraðf —
undir særinn þýtur.
Pú munt hafa á skilning skort,
skýrt þau væla og hrína:
»Hentu ekki í hreiðrið vort,
hart er að missa sína.«
Lítið hugsar bernskan bráð,
breysk í eðli sínu,
það ef telja drengir dáð,
að drepa að gamni sínu.
Illa stillast láttu lyst,
líking til má finna;
hugsa um hreiður fullríkt fyrst
foreldranna þinna!
Innrætt skyldi oss í geð,
að aumkva hreiðrin smærri;
getur heimsótt gráti með
grjóthríð eins þau stærri.
Iðrast muntu, er þú sér,
oltna úr bergi háu,
velkjast, drepna af vondum þér,
veslingana smáu.
Lífi að ræna er leikur sízt;
láttu’ ei steininn skjalla!
Pá mun annar þyngri víst
þér af-hjarta falla.« —
Hermdi þulur, hlýddi sveinn,
hug til betra vendi;
féll úr hendi að fótum steinn,
fyr en máls var endi.
Ritsj á.
KRISTJÁN JÓNSSON: LJÓÐMŒLI. Rvík. 1911.
Þetta er 4. útgáfan af ljóðmælum Kr. J., og virðast vinsældir
þeirra fara því meir vaxandi sem lengra líður, ef dæma má eftir því,
hve skamt verður nú á milli nýrra prentana. 1. útg. kom út i872, 2.
útg. 1890, 3. útg. (í Washington D. C.) 1907 og 4. útg. 1911. Á