Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 23
2 3
móti, að hún segir frá Hrúti Herjúlfssyni, vitrum manni og frækn-
um. Pó var hann ekki einvaldur sjálfs sín; því að tvær konur
vóru honum sín til hvorrar handar og festu hann í vondum netj-
um. Gunnhildur kóngamóöir var önnur, en hin var Unnur Marðar-
dóttir. — Eftir þá atburði, setn þessar konur ollu, hefst Njála
sjálf, eða saga Njáls og sona hans og saga Gunnars að Hlíðar-
enda. Sú saga er jafnframt saga Bergþóru og Hallgerðar. Berg-
þóra fylgir Njáli eins og drotning fram í rauðan og logandi dauð-
ann, þar sem hún legst niður undir uxafeldinn við hlið hans og
brennur þar inni. Og Hallgerður fylgir Gunnari eins og skugga-
norn, þangað til hún neitar honum um lokkinn, til að bæta með
bogastrenginn. Og þá sagði Rannveig móðir Gunnars, að »þín
skömm mun uppi verða meðan landið er bygt«. Himinn og jörð
mun farast, en þau orð munu varla undir lok líða. — Loksins
kemur Hildigunnur til sögunnar með blóðugu skikkjuna, sem hún
steypir yfir Flosa með þeim storkunarorðum við frænda sinn um
blóðhefndir, að hárin rísa enn þá á höfðum vorum við lesturinn.
Og er þó iooo ára djúp nálega milli hennar og vor.
Grímur Thomsen segir um Hildigunni:
»NjáIs hún kveikti brennu bálið,
Bergþóru sneið hún rauðan serk.« —
Bjarnar saga Hítdælakappa orsakaðist öll af Oddnýju heit-
mey hans, sem Pórður Kolbeinsson vélaði frá honum. Björn
hlaut bana af þeim sökum.
Kormákssaga er og saga Steingerðar ástmeyjar hans. Hún
gengur aldrei úr huga hans. Hann yrkir um hana innan lands og
utan, og seinast í andarslitrunum.
Ástmeyjar Pormóðar Kolbrúnarskálds koma mikið við Fóst-
bræðrasögu og nafn sitt fékk Pormóður af Kolbrún.
Gunnlaugur ormstunga og Skáld-Hrafn deildu um Helgu fögru.
Hún er rauða röndin í þeirri sögu og seinast börðust þeir um
hana utanlands og féll þar hvor fyrir öðrum.
Gunnlaugssaga ormstungu og Kormákssaga eru eldþrungnar
ástasögur, svo að fáar eru þar fremri í ástamálum bókmentanna,
fyr og síðar. Pessar sögur eru sannar. En þær eiga sammerkt
við skáldsögur raunveruskáldanna að því leyti, að þær fara illa
og skilja eftir opna und og sviðasár í hug og hjarta lesandans.