Tölvumál - 01.10.1994, Qupperneq 6
Október 1994
Skólastarf í Ijósi tæknibreytinga
Það kemur í hlut minn að hefja
umfjöllun um viðfangsefni þess-
arar ráðstefnu, bregða ljósi á þá
ánægjulegu þróun og áhuga sem
víða má merkja meðal skóla-
manna og benda á hvert horfir og
hvernig við getum sameinað
krafta okkar til þess að vinna á
markvissan og vandaðan hátt.
A þessari ráðstefnu er brotið
blað því að hér eru í fyrsta sinn
fjölmargir skólamenn að sýnaþað
sem þeir hafa verið að vinna. Eink-
um er um að ræða hugbúnað,
fullbúinn eða á hönnunarstigi en
fyrir kemur einnig að gefin eru
dæmi um kennsluframvindu og
þá hvernig tæknin fléttast eðlilega
inn í nám barna, unglinga og full-
orðinna.
Það má e.t.v. segja að nafn
ráðstefnunnar, Tölvur og nám 94,
mætti vísa betur fram á veginn,
beina minni athygli að tækinu en
meiri athygli að því samhengi
sem það er notað í, áhrifum þess
til breytinga og mikilvægi þess
að menn vandi þau skref sem þeir
stíga. Einn af þekktari forystu-
mönnum á þessu sviði, Seymour
Papert, sagði á síðustu alþjóða-
ráðstefnu um tölvunotkun í námi,
til að undirstrika slíkt sjónarhorn,
að við gætum allt eins kallað til
ráðstefnu um hlutverk blýantsins
eins og tölvunnar í náminu. Hann
hefur minnt á að það eru þeir
möguleikar sem tæknin færir með
sér sem eiga að fá megin athygli.
Við erum í raun að tala um nýja
gerð námsmenningar þar sem
hlutverk nemenda og kennara er
mjög breytt.
En lítum nú stuttlega yfir farinn
veg og drögum af því lærdóm.
Tæknin hefur sett svip sinn á
íslenska skóla í vaxandi mæli og
vissulega kallað fram margar
spurningar, til að mynda:
* Hvaða tæknilega kunnáttu þarf
ég til þess að geta fært mér
tæknina í nyt?
* Hvað er hægt að gera með
hjálp tækninnar?
* Hvaða hlutar námsefnis skipta
um hlutverk eða færast til í
skólakerfinu vegna tækninnar
(yngri nemendur geta glímt
við viðfangsefni, hægt er að
vinna í hópvinnu, hægt er að
dýpka svið o.s.frv.)?
* Hvaðahlutarnámsefnismissa
gildi sitt?
* Hvaða möguleikar gefast á
nýjunr viðfangsefnum?
* Getur tæknin gefið betri
tækifæri fyrir skapandi starf
en áður hefur verið?
* Hvernig má nota tæknina til
að skilja betur nám barna en
fyrr?
* Mun tæknin geta veitt nem-
endum betri tækifæri til eigin
ákvarðana um leiðir til úr-
lausna viðfangsefna og einnig
hvaða spurninga er spurt.
* Hvað verðurumkennslu ífast-
negldum aðferðum í ýmsum
greinum, t.d. í reiknings-
kennslu og víðar?
* Hvaða möguleika opnar
tæknin nemendum á að spyrja
spurninga, setja fram tilgátur
og prófa þær, sannreyna og
rökstyðja?
* Hvaða áhrif hefur það á nám
Eftir Önnu Kristjánsdóttur
barna og unglinga að hafa í
höndunum miðil sem getur
framkvæmt með hraða hugans
en tefur ekki hugsunina?
* Hveming er unnt að skipu-
leggja starfið í bekknum þann-
ig að möguleikar tækninnar
séu nýttir?
Og þessi þróun hefur þegar
staðið um nokkurt skeið. I um-
fjöllun um þessi mál með kennara-
nemum haustið 1990 kom í ljós
aðþeirhöfðu þá séð í heimsóknum
sínum í skóla á Reykjavíkur-
svæðinu eftirfarandi:
* Tölvu í fróðleikshorni.
* Tölvu notaða í stafsetningar-
æfingum.
* Tölvu notaða til ritvinnslu
kennara.
* 3 tölvur sem stóðu í skólastofu
11 ára nemenda.
* Forritasafnið Tölvubros í
gangi hjá 11 ára nemendum
einu sinni í viku en ótengt
annarri vinnu.
* Gólftátuígangihjá8áranem-
endum.
* Ritvinnslu í sérkennslu.
En þeir sáu hins vegar fyrir sér
möguleika á að nota tölvur á víð-
tækari hátt og hefðu m.a. gjarnan
viljað sjá eftirtalið í framkvæmd:
* Hermilíkön í líffræði.
* Æfingar í beygingum og ritun
í móðurmálsnámi.
* Fjölbreyttarivinnumeðtátuna
í stærðfræði.
* Unnið með uppskriftir í hús-
stjórn.
6 - Tölvumál