Tölvumál - 01.10.1994, Side 10
Október 1994
í tengslum við tungumálanám en
tengist einnig öðrum greinum s.s.
samfélagsfræði. Mörg þessara
verkefna hafa tengst KIDLINK
samskiptaverkefningu. Það er
fyrir krakka á aldrinum 10 til 15
ára og til þess að geta gerst þátt-
takendur í því þurfa nemendur að
svara eftirtöldum spurningum:
1. Whoaml?
2. What do I want to be when I
grow up?
3. How do I wantthe world to be
better when I grow up?
4. What can I do now to make
this happen?
Þrír umsjónarmenn eru með
þessu verkefni og er einn þeirra
Islendingur, Lára Stefánsdóttir,
kennslustjóri Islenska mennta-
netsins.
Innlend
samskiptaverkefni
Nokkur innlend samskipta-
verkefni hafa litið dagsins ljós á
Menntanetinu og það sem einna
best hefur tekist er verkefni sem
skipulagt var af tveimur skólum,
öðrum í þéttbýli og hinum í dreif-
býli. 1 því verkefni áttu nemendur
að bjóða hvorir öðrum í sýndar-
heimsókn og skipuleggja dagskrá
fyrir heimsóknina. Hér gefur að
líta brot af því sem nemendum
við þessa skóla fór á milli og er
við hæfi að þessu greinarkorni
ljúki á tilskrifum þessara nem-
enda:
Þéttbýlisskóli
"Borðum morgunverð og ljúf-
fengan mat á Hótel Höfða í há-
deginu. Förum í sund í Laugar-
dalslauginni. Sullum lengi í heitu
pottunum, gufunni og skemmtum
okkur í rennibrautinni. Borðum
Pizzur á Pizzahúsinu við Grens-
ásveg í kvöldmatinn. Förum í bíó
í Regnboganum um kvöldið og
skoðum lífið í miðbænum í
Reykjavík. Tökum strætó á
hótelið.'
Dreifbýlisskóli
"V öknum kl. 9 og fáum morg-
unmat. Spilum bob og borðtennis
fram að hádegi. Förum á skíði í
brekkunni hér fyrir ofan. Síðan er
kaffitími og eftir það förum við í
fjárhúsin. Þá er kominn kvöld-
matur og þá fáum við slátur. Eftir
kvöldmat förum við á músaveiðar
til kl. 11. A síðustu músaveiðum
káluðum við 6 stykkjum en fjár-
húsin eru full af músum."
Jón Eyfjörð er fram-
kvœmdastjóri Islenska
menntanetsins.
Skýrslutæknifélag íslands veitir
fyrstu viðurkenningu sína til
kennara
Á ráðstefnunni Tölvur og nám '94 veitti
Skýrslutæknifélag íslands í fyrsta sinn viðurkenningu
til skólamanna á sviði upplýsingatækni. Dómnefnd
skoðaði hugbúnað sem einstaklingar og hópar hafa
unnið að, fullbúinn eða á vinnslustigi og var margt
áhugavert þar á meðal. Færri tækifæri voru hins vegar
til að skoða dæmi um kennsluferli þar sem tæknin er
eðlilega felld inn í námið en vonandi fer slíkum
dæmum fjölgandi með hverju ári. Varðandi þann
hugbúnað sem skoðaður var mátti greinilega merkja
hve miklu máli styrkveitingar og annar stuðningur við
einstaka kennara eða samstarfshópa hefur skipt og
þyrftu að vera fleiri tækifæri fyrir þá að sækja um styrki
til þess að geta tímabundið unnið í slíkum verkum.
Við fyrstu veitingu viðurkenningar SÍ þótti dómnefnd
skipta máli að vekja athygli á vinnubrögðum sem
gætu orðið öðrum fordæmi, laðað fleiri að þessu sviði
og hvatt kennara og aðra sérfræðinga til að vinna
saman að uppbyggingunni. Eftir vandlega skoðun var
ákveðið að veita að þessu sinni viðurkenninguna hópi
sem kallarsig Tölvuvinafélagið. íviðurkenningarskjali
segir:
Með viðurkenningu sinni vekur Skýrslutæknifélag
íslands athygli á því hvernig nota má upplýsingatækni
til að bæta kennslu á öllum skólastigum. Árið 1994 er
þessi viðurkenning veitt Tölvuvinafélaginu fyrir að
koma á og efla víðtækt og langvarandi samstarf
kennara víða að um skoðun, þýðingar, gerð, prófun
og notkun hugbúnaðar. Flér er um að ræða
brautryðjendastarf á þessum vettvangi.
10 - Tölvumál