Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Page 15

Tölvumál - 01.10.1994, Page 15
Október 1994 Yfirskrift þess kafla er Imba kemur víða við. "Eins og sjá má afþessufrétta- bréfi bárust greinar í það víða að. Þrjár þeirra voru sendar í gegn um samskiptastöðina Imbu. Fréttabréfið varallt unnið á tölvur Frœðsluskrifstofunnar. Til gam- ans má geta þess að ein greinin barst 5 mínútum fyrir útprentun. Undirstrikar það hve tölvusam- skipti geta stytt vegalengdir." Vorið 1991 stóðFræðsluskrif- stofan fyrir útgáfu kynningamts um skóla umdæmisins. Til þæg- inda og einnig til að koma í veg fyrirtvíverknaðvoru skólarhvattir til að senda þessar upplýsingar með tölvupósti sem og hluti þeirra nýtti sér. Þetta sama vor sá Fræðslu- skrifstofan um útgáfu á sameigin- legu skólablaði fyrir umdæmið "Neistar úr norðri". Hverjum skóla í umdæminu var úthlutað ákveðnu rými í blaðinu og bar skólinn alfarið ábyrgð á innslætti og próf- arkalestri á sínu efni. Þó nokkrir skólar notfærðu sér að senda sitt efni til skrifstofunnar um netið. Skömmu eftir að skrifstofan hóf að nota tölvusamskipti fóru nokkrir skólar í umdæminu að senda forfallaskýrslur sínar um netið og hafa haldið því áfram síðan. Allt frá því Fræðsluskrifstofan tengdist netinu hefur starfsfólk notað ýmis gagna- og greinasöfn, sem finna má á netinu vítt og breitt um heiminn, til að efla sig í starfi og við undirbúning nám- skeiða og annarrar vinnu í skólum umdæmisins. Miðlun upplýsinga Skömmu eftir tengingu skrif- stofunnar var byrjað að senda fundaboð og auglýsingar út á póst- lista skólanna í umdæminu, jafn- framt því sem landpósturinn var notaður. Var því haldið áfram þar til farið var að nota gopher til upplýsingagjafar 1992. Það fyrsta sem sett var undir gopher var myndbandaskrá skrifstofunnar. Stuttu áður hafði skrifstofan fengið myndbandaskrána frá Námsgagnastofnun á tölvutæku formi og hafði hún verið sett inn í gagnagrunn skrifstofunnar. Hún var færð yfir á Menntanetið og sett upp á þann hátt að auðvelt er að leita, bæði að ákveðnum titlum, og eins eftir efnisorðum. Þróun þessa gagnasafns heldur stöðugt áfram. Skrá yfir starfsfólk skrifstof- unnar, netföng þess og símatíma hefur verið sett undir gopher tvö síðastliðin skólaár. Sama gildir um upplýsingar um skólahald í umdæminu. Jafnframt því að sendafræðslufundabækling skrif- stofunnar í alla skóla umdæmisins í pósti hefur hann einnig verið settur undir gopher tvö síðastl iðin skólaár. Einnig hafa ýmsar upp- lýsingar varðandi tvö námskeið sem skrifstofan hefur staðið fyrir verið settarundirgopher. íslenska menntanetið var notað meðal annarra leiða á þessum námskeið- um, en nánar verður vikið að þessum námskeiðum hér á eftir. Nef ndastörf og samvinna Starfsfólk skrifstofunnar hefur notað tölvusamskipti til að auð- velda sér vinnu í nefndum og hafa upplýsingar og skýrslur verið sendar landshorna á milli til yfir- lestrar og breytinga og í sumum tilfellum hafa starfsmenn haldið áfram nefndarstörfum þótt þeir hafi verið í tímabundnu námsleyfi erlendis. Á liðnum árum hefur samstarf verið talsvert milli Fræðsluskrif- stofanna tveggja á Norðurlandi og nokkuð hefur verið um það að send hafi verið eyðublaðaform o.þ.h. á milli á tölvutæku formi. Starfsfólk skrifstofunnar hefur haft frumkvæði að því að nota tölvusamskipti sem vettvang til umræðna og skoðanaskipta í fag- hópunum sem starfa á fræðslu- skrifstofunum en ekki orðið nógu vel ágengt vegna þess hve fátt starfsfólk á hinum skrifstofunum er tengt. Fræðslufundir- endurmenntun kennara Eitt af hlutverkum fræðslu- skrifstofanna er að standa fyrir fræðslufundum og stuttum nám- skeiðum fyrir kennara í umdæm- unum. Síðastliðin fjögur ár hefur Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra boðið upp á rnilli 10 og 20 fundi á ári og hafa allt að 450 þátttakendur sótt þá hvert ár. Þessir fundir hafa ýmist verið haldnir í húsakynnum skrifstof- unnar eða úti í skólurn umdæmis- ins. Vegna víðáttu fræðsluum- dæmisins hefur sú stefna ríkt að bjóða upp á sem flesta fundi á tveimur stöðum, þá gjarnan á Ak- ureyri eða í næsta nágrenni og einnig á Húsavík eða þar um kring. Umdæmið spannar allt frá Olafs- firði í vestri til Þórshafnar í austri en milli þessara tveggja staða eru rétt innan við 400 km ef farið er til Þórshafnar með ströndinni, en Öxarfjarðarheiði er yfirleitt lokuð meðan skólar starfa. Til enn betri glöggvunar má geta þess að það er álíka langt frá Akureyri til Þórshafnar og frá Akureyri til Borgarness. Vegna stærðar um- dæmisins er stöðugt verið að leita leiða til að "stytta" þessar ljar- lægðir. Með tilkomu Imbu og síðan Islenska menntanetsins hófst lagning nýrrar og annars konar þjóðbrautar um landið vítt og breitt. Strax með tilkomu Imbu, var á Fræðsluskrifstofunni, farið 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.