Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Síða 23

Tölvumál - 01.10.1994, Síða 23
Október 1994 sögn um bókina í tölvunni og flokka hana eftir fyrirfram ákveðnum reglum sem þeirhöfðu komið sér sanran um. A þessurn 4 vikum söfnuðust í gagnabanka bekkjarins margar umsagnir. Þá gátu nemendur flett upp í gagna- bankanum til að leita að bókum t.d. urn eitthvað ákveðið efni, eftir ákveðinn höfund eða bara til að vita hvað aðrir höfðu skrifað um bækurnar. Þarna sameinaðist í tölvuvinnunni ritvinnsla og gagnasöfnun, en aðalmarkmiðið var samt að nenrendur læsu meira. Tölvan var þarna verkfæri - og e.t.v. agn. Fleiri dæmi væri hægt að nefna en ég læt þetta nægja. Okkur kennurum finnst við e.t.v. vera undirpressu að innleiða nýja tækni í skólana og það erum við vissulega. En við verðum sarnt að gæta þess að notkun tækninnar verði ekki aðalatriðið og skyggi á sjálft markmið skólastarfsins. Eg ætla hér á eftir að segja frá námsefni þar sem mér finnst hafa tekist að styrkja vandað námsefni með tölvunotkun. Eg byrja á því að lýsa inntaki námsefnisins en ræði síðan kennslufræðilegaþátt- inn í því. "Kids Network" Námsefnið er samvinnuverk- efni tveggja stofnana í Banda- ríkjunum: þróunarstofnunarinnar Technical Education Research Centers annars vegar og hins vegar National Geographic Society, sem gefur efnið út. Þetta er námsefni í náttúrufræði sem nýtir tölvur og tölvusamskipti og er ætlað nem- endum í 5.-7. bekk. (Sjá Julyan & Wiske,1994; og Ragnheiður Benediktsson,1993) I þessu tölvusamskiptaverk- efni er það þó ekki tölvan sem er í aðalhlutverki. Þetta er fyrst og fremst umhverfisverkefni en námsefnið hefur frá upphafi verið hannað með það í huga hvernig tölvan geti þjónað því eðlilega. Gefnar hafa verið út 7 námsein- ingar, allar tengdar umhverfis- fræðslu. Auk inngangseiningar- innar Halló, sem er í raun kynning á þeim vinnubrögðum sem notuð eru í námsefninu, eru einingarnar Súrt regn, Veður, Vatn, Sorp, Sólarorka og Mataræði, en fleiri námseiningar eru væntanlegar. Aðalsérkenni námsefnisins er að í því sameinast margir ólfkir þættir senr okkur er ætlað að huga að í skólanum og þeir eru notaðir til að ná ákveðnu markmiði. Hér má t.d. nefna rannsóknarvinnu, tölvunotkun, alþjóðlega sam- vinnu, hópvinnu, skilgreiningu á hugtökum, umræður og samþætt- ingu námsgreina (s.s. landafræði, líffræði, eðlis- og efnafræði, stærðfræði o.fl.). Námsefnið stuðlar einnig að gagnrýninni hugsun. Þarna læra nemendur um umhverfi sitt um leið og þeir læra um raunvísindin sjálf. I öllum námseiningum er ætlast til að nemendur vinni eftir ákveðnum reglum. Þeir eiga - að vinna við rannsóknir með aðferðum raunvísindamanna - að vinna sanran við að leysa vandamál - að nota lölvur og fjarskipti til að skiptast á upplýsingum - að safna gögnum afnákvæmni og í samræmi við viðfangs- efnið - að skipuleggjaog merkja gögn inn á kort - að finna mynstur í vísinda- legum gögnum - að átta sig á hvernig umhverfið hefur áhrif á menningu okkar og h vernig menning hefur áhrif á umhverfi okkar. Tölvuforritið sem fylgirefninu er aðgengilegt og þægilegt í notk- un og tölvunotkunin er margvís- leg. Nemendur - merkja inn á kort - nota ritvinnsluna til að skrifa bréf - nota gagnadeild forritsins - setja gögnin franr á mismun- andi tölfræðilegan hátt í töflum, korturn og gröfum og - nota fjarskipti til að hafa sam- skipti við samstarfsfólk sitt út um víða veröld á fljótvirkan og öruggan hátt. Ég tek það franr að sams konar umhverfisverkefni væri auðvitað hægt að vinna í skólanum án töl vu, en hér eru kostir tölvunotkun- arinnar augljósir. Kennslufræðin Námsefni skólannaerafýmsu tagi. I sumu námsefni virðist vera litið framhjá hlutverki kennarans í námsferlinu. Annað námsefni stjómar algjörlega kennaranum og öllu bekkjarstarfinu. Stundum eru leiðbeiningar til kennarans þannig að ekki virðist vera gert ráð fyrir því að honum sé treystandi til að hugsa sjálfstætt. Nákvæmar kennsluleiðbein- ingar með skýrum markmiðum og ströngum tímasetningum, vinnublöð, handbækur, veggkorl, mælitæki og hugbúnaður með fjarskiptatækjum fylgja "Kids Network" námsefninu. Strangar tímasetningaráfjarskiptunumeru forsenda fyrir því að þessi alþjóð- lega samvinna geti gengið upp. Allir þátttakendur eru háðir því að fá gögn send frá hinum á réttum tíma til að geta unnið áfram með þau. Þrátt fyrir þetta er námsefnið langt frá því að vera "kennarahelt"; það sem á ensku kal last "Teacher- Proof”. Námsefnið og leiðbein- ingarnar sem fylgja því styðja kennarann í viðleitni sinni til að bæta kennsluna með því að nýta tæknina á skynsamlegan hátt og lil að nola kennsluaðferðir sem 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.