Tölvumál - 01.10.1994, Page 25
Október 1994
Tölvuvinafélagið
Eftir Þóru Björk Jónsdóttur
Upphafið
Það var í nóvember 1989 að
nokkrir áhugamenn af Norður-
landi eystra hittust á Olafsfirði og
fóru að þýða forrit til þess að nota
í yngri bekkjum grunnskóla.
H vatamenn að þessum fundi voru
þeir Þórir Jónsson, Pétur
Þorsteinsson og Jón Jónasson.
Skömmu áður hafði verið ákveðið
að kaupa tölvur af BBC gerð frá
Acorn til skólanna á Norðurlandi
eystra vegna þess að það voru til
mörg og góð kennsluforri t á ensku
fyrir BBC tölvur, sem tiltölulega
auðvelt var að þýða og gera nýtileg
íslenskum börnum. Þessiráhuga-
menn kölluðu sig Tölvuvini og
ákváðu að hittast árlega til þess að
vinna að þessu hugðarefni sínu.
Þetta hefur verið gert og voru
fundirnir 1990 og 1991 haldnir á
Fræðsluskrifstofu N.e., 1992 á
Blönduósi, 1993 í Varmahlíð og
1994 á Varmalandi. Hópurinn
hefur sífellt stækkað og eru nú í
honum um 40- 50 manns, kenn-
arar af Norðurlandi, Vesturlandi
og Suðurlandi, ungir og áhuga-
samir forritarar m.a. frá Horna-
firði og Dalvík og Japismenn,
sem hafa eins og aðrir lagt hönd á
plóginn.
Vinnufundir
Þegar Tölvuvinir hittast er
nrikið unnið. Skipuleggjendur
mæta á fimmtudögum til undir-
búnings, en hópurinn kemur yfir-
leitt í hús á föstudegi og sest við
tölvurnar og svo er unnið látlaust
fram á sunnudag. Þaðervarlaað
menn taki sér matarhlé eða sofi
svo gagn sé að. Allir leggja fram
vinnu án endurgjalds, greiða sjálfir
sinn ferðakostnað, en einhvern
veginn hefur stjórn TVF tekist að
koma því þannig fyrir að við
höfum ekki þurft að greiða fyrir
mat og húsaskjól.
frh. á næstu síðu
frh. affyrri síðu
Lokaorð
Vel hannað námsefni er eins
og leiðabók sem aðstoðar kennara
við að rata inn á ný svið og styður
þá í að leiðbeina nemendum þang-
að. Þannig er "Kids Network".
Það leggur áherslu á viðfangsefni
og aðferðir sem eru þjóðfélagslega
mikilvæg þ.á.m. tölvunotkun og
tölvusamskipti og nám með rann-
sóknum. Þeir sem þróuðu "Kids
Network" hönnuðu námsefni sem
notarnýja tækni en þarsem megin
tilgangurinn er að aðstoða nem-
endur við að læra um umhverfið
með því að nota vísindalegar að-
ferðir og túlka sín eigin gögn.
Tölvumar eru notaðar sem verk-
færi í þessum tilgangi.
Skólinn virðist stundum vera
lokað kerfi, einangraður frá sam-
félaginu og aðaltilgangur hans sá
að viðhalda sjálfum sér. Nemend-
um finnst oft að eini tilgangurinn
með því að læra námsgreinarnar
sé sá að þeir geti leyst skólaverk-
efnin. Ef við trúurn því að skólinn
eigi að undirbúa nemendur fyrir
lífið í samfélaginu verður hann að
vera í tengslum við það. Við vitum
að í framtíðinni verður tölvunotk-
un algengari og fjölbreyttari. Við
vitum líka að tölvan getur breytt
kennslunni til hins betra, bæði
hvað varðar aðferðir og inntak.
I framtíðinni verða námsein-
ingar trúlega hannaðar með inn-
byggðum tölvuþætti sem verður
þá eðlilegur hluti af námsefninu.
Notkun tölvunnar í námi verður
þá vonandi fjölbreytilegri og
meira í líkingu við það sem gerist
í raunveruleikanum. Spurningin
er fyrst og fremst sú: Hvernig
getur tölvan best þjónað kenn-
urum og nemendum til að nálgast
þau markmið sem við setjum?
Heimildir:
Apple, M. (1993): Official
Knowledge; útg. Routledge, New
York.
Julyan, C. & Wiske, S. (1994);
Learning AlongElectronic Paths:
Journeys with the NGS Kids
Network; útg. TERC, Cambridge,
MALarsen, S. (1984); Bprnernes
Nye Verden; útg. Gyldendal,
Kaupmannah.
Muffoletto, R. ofl. (ritstj.) (1993):
Computers in Educalion; útg.
Hampton Press, New Jersey.
Ragnheiður Benediktsson (1993);
A alþjóðavettvangi í kennslu-
stofunni; Uppeldi og menntun, 2.
árg, bls. 131-142.
María Sophusdóttir er
kennari við Melaskólann í
Reykjavík
25 - Tölvumál