Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Side 37

Tölvumál - 01.10.1994, Side 37
Október 1994 Könnum saman lóð og mó! Forrit um umhverfið Eftir Sólrúnu Hardardóttur og Torfa Hjartarson Þróunarstarf í gagnasmiðju Eitt af hlutverkum gagna- smiðju Kennaraháskóla íslands er að aðstoða og leiðbeina kenn- aranemum, kennurum og öðru starfsliði skólans við gerð náms- efnis og kennslugagna. Starfs- mönnum hennar er meðal annars ætlað að fylgjast með þróun og nýjungum á sviði námsefnis- gerðar, kennslutækni og hvernig hagnýta megi tæknimiðla í skóla- starfi. Við Kennaraháskólann er mikill áhugi á hvers konar þróun- arstarfi og þar eru bundnar tals- verðar vonir við þá margbrotnu möguleika sem tölvur veita til náms og kennslu. A síðasta ári hófst í gagnasmiðju vinna við umfangsmikið þróunarverkefni á sviði gagnagerðar fyrir tölvur. Um forritið Um er að ræða efni ætlað 10- 12 ára nemendum í grunnskóla. Notandinn slæst í för með nem- endum í Skuggaskóla og fer í vettvangsferðir um nokkur svæði af því tagi sem víða má finna í nágrenni íslenskraskóla. Notand- inn fikrar sig áfram með músar- smellum,hanngeturráðiðnokkru um það hvaða leið hann fer og með hverjum. Ýmis óvænt atvik koma upp á, en flest tengjast þau á einhvern hátt því sem á vegi nemendanna verður, lífríki og náttúru. Beitt er Ijósmyndum, teikningum, texta og hljóðum til að fjalla um einstakar plöntur, fugla og dýr, gróðurlendi, fersk- vatn og fjöru. Því verður einnig lýst hvernig best er að bera sig að við náttúruskoðun og úrvinnslu þegar heim í skólann er kornið. Efnið ætti því, öðrum þræði, að verða kennurunt lil leiðbeiningar um vinnubrögð við umhverfis- fræðslu. Meginmarkmiðið er þó að opna augu nemenda fyrir nátt- úrunni í umhverfinu, veita fræðslu um útbreiddar íslenskar lífverur, vekja þá til umhugsunar um nátt- úruspjöll ogdragafram mikilvægi náttúruverndar. Styrkir og höfundar Pokasjóður Landverndar og Rannsóknarsjóður Kennara- háskóla íslands hafa veitt styrki til verksins. Ennfremur hefur Apple-untboðið á íslandi lánað Kennaraháskólanum búnað til vinnu að verkefnum sem þessum. Af hálfu gagnasmiðju vinna þau Sólrún Harðardóttirverkefnastjóri og Torfi Hjartarson forstöðu- maður að efninu og hafa samvinnu viðHrefnuSigurjónsdótturdósent í líffræði. Jón Agúst Pálmason teiknari teiknar flestar myndir. Gagnasmiðja sér þó um liti, frágang og útlit og ýmsir l'leiri leggja til teikningarog ljósmyndir. Fyrsti hluti efnisins nefnist Könnum santan lóð og ntó. Ef vel gengur kunna að sigla í kjölfarið hlutarnir Könnum saman fjöru og sjó og Könnurn saman vatn og skóg en þess ber að geta að vegna anna í sntiðjunni verður tími til þróunarstarfa oft alltof lítill. Sólrún Harðardóttir og Torfi Hjartarson eru starfs- menn Gagnasmiðju KHl Punktar... Öruggari greiðslukort Nýlega var í fréttum hér á landi að töluvert væri unt að búin væru til fölsuð greiðslu- kort. En núna stendur til að bæta úrþessu. Næstakynslóð greiðsl ukorta verður einfaldari í nolkun og verður að auki mun öruggari. Nýlega náðist samkomulag á milli VISA og Mastercard um sameiginlegan staðal sem byggir á notkun tölvukubbs í kortunum. Þá verður í stað núverandi segul- rákar settur í kortið tölvu- kubbur. Ef einhverjum tekst að brjóta öryggiskerfi nýju kortanna þá er hægt að brey ta hugbúnaðinum í kortinu á einfaldan hátt og taka þannig í notkun nýtt öryggiskerfi eftir þörfum. 37 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.