Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Qupperneq 40

Tölvumál - 01.10.1994, Qupperneq 40
Október 1994 InnSýn Forrit til stærðfræðikennslu Eftir Frey Þórarinsson, Albert Guðmundsson, Boga Pálsson og Jón Víði Birgisson Eitt helsta viðfangsefni stærð- fræðikennslu í framhaldsskólum er að þroska með nemendum til- finningu fyrir sambandi falla og ferla, þ.e. kenna þeim að tengja saman stærðfræðilegar formúlur annars vegar og línurit hins vegar. Vegna þess hve línurit eru algeng allt í kringum okkur finnst mönn- um kannski að hér sé ekki mikill vandi á höndurn, en það er öðru nær eins og allir stærðfræðikenn- arar vita. I því sambandi má reyndar minna á, að þegar franski heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) fann upp rétthyrnda hnitakerfið sem við hann erkennt, runnu algebra og rúmfræði saman í eina heild og sú sameining varð grundvöllurinn að mestallri nú- tíma stærðfræði. Þau kennsluforrit sem fjalla um samband falls og ferils eru flest þannig gerð, að nemandanum er ætlað að slá inn stærðfræðilega formúlu falls og forritið teiknar það. Síðan getur nemandinn kannað einhverja eiginleika falls- ins, fundið núllstöðvar, útgildi og fleira þess háttar. Það sem helst vantar í þessi forrit er gagn virkni falls og ferils; ekki einasta ættu breytingar á fallinu að hafa áhrif á ferilinn heldur þarf líka að vera hægt að breyta ferlinum með tilhlýðilegum afleiðingum fyrir fallið. Með því móti gefst nem- andanum tækifæri til að kanna sambandið þarna á milli bæði algebraískt og grafískt og öðlast þannig betri tilfinningu fyrir tengslunum þarna á milli. Vorið 1994völduþrírnemend- ur við Tölvuháskóla Verzlunar- skólaíslands sérþað lokaverkefni að hanna og skrifa forrit til stærð- fræðikennslu byggt á gagnvirkni falls og ferils. Hugmyndin að frh. á nœstu síðu frh. affyrri síðu Hvaða tækjabúnaðar er krafist? Heimilin get nýtt flest forrit Námsgagnastofnunar. Þau gefa tilvalið tækifæri fyrir foreldra eða annað heimilisfólk til að setjast með börnunum við heimilistölv- una og leysa í sameiningu ýmis verkefni sem tengjast námsefni grunnskólans. Þannig geta for- eldrar slegið tvær flugur í einu höggi: kynnst námsefni barna sinna og unnið með börnunum að lausn verkefna sem oftast eru sett fram í formi leiks og þrauta. Foreldrar eiga yfirleitt auðvelt með að keyra forritin því í hand- bókunum, sem fylgja öllum for- ritunum, eru hentugar notenda- leiðbeiningar. Flest forritin eiga erindi í heimilistölvuna Flest forrit Námsgagna- stofnunar eru gerð fyrir PC-vélar en nokkur fyrir Macintosh. Archimedes- og BBC-forrit hafa einnig komið út. Akvörðun um, fyrir hvaða tölvutegund hugbún- aður skyldi gerður, var tekin af menntamálaráðuneytinu á sínum tíma. Almenn þróun tölvubúnaðar hefur verið hröð eins og allir vita og að sjálfsögðu hefur þróunin við gerð kennsluforrita fylgt þessari almennu þróun. Forritin stækka stöðugt og þurfa því langflest harðan disk og stærra vinnsluminni en áður. Jafnframt verða þau skrautlegri, skemmti- legri og bjóða upp á fleiri mögu- lcika. Því er það að flest nýjustu kennsluforritin þurfa Windows og nokkurkrefjasteinnighljóðkorts. Notendum skal bent á að athuga vel þegar forrit eru valin hvaða vélbúnaðar er krafist og eru greinargóðar upplýsingar um það íhandbókum meðforritunum. Hanna Kristín Stefáns- dóttir er upplýsingafulltrúi Námsgagnastofnunar. 40 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.