Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1994, Page 49

Tölvumál - 01.10.1994, Page 49
Október 1994 fræði. Þess í stað eru nemendur æfðir í að nota tölvur við ýmis sundurleit viðfangsefni sem ætti með réttu að kenna í vélritun, stærðfræðiogöðrumfögum. Það er því mál til komið að leggja þennan áfanga niður. Hvað á að gera við tölvustofurnarog tölvukennarana? Nú spyrjið þið auðvitað hvað eigi að gera við töl vurnar og tölvu- kennarana og hvar nemendur eigi aðfátækifæri til aðkynnasttölvu- tækni þegarbúið er að leggja TÖL 103 niður. Byrjum áþessu með tölvumar. Þær verða auðvitað notaðar í vél- ritun, stærðfræði, bókfærslu, teikningu, forritun og fleiri grein- um auk þess sem nemendur rnunu fá aukinn aðgang að þeim til að vinna heimaverkefnin sín. Það er engin hætta á að tölvustofur fram- haldsskólanna standi auðar. Raunar er tölvufræði 103 farinað þvælast fyrir því kennarar í öðrum fögum kornast ekki með nem- endur inn í tölvustofur í þeirn mæli sem þeir þurfa. Snúum okkur þá að tölvukenn- urunum. Þeir munu auðvitað halda áfram að kenna forritun og kannski einhverja valáfanga um tölvutækni. En vonandi verður þeirra aðalhlutverk að sjá um að tölvukostur skólanna sé í lagi, aðstoða nemendur og kennara sem vilja nota töl vur, veita ráð og koma í tíma með öðrum kennurum þegar á þarf að halda. Væri ekki ágætt fyrir kennara í bókfærslu og vélritun og öðrum greinum að geta kippt tölvukennara með sér inn í kennslustund við og við þegar fjallað er um einhver tæknileg atriði varðandi notkun vélanna. Tillaga mín er í stuttu máli sú að tölvukennarar eigi að vera í skólanum, helst á kaffi- stofunni, allan daginn en þeir eigi ekki að hafa margar fastar kennslustundir í töflunni. Þáerunemendurnireftir. Eiga þeir ekki að fá tækifæri til að kynnast tölvutækni í skólanum? Getur ekki verið að það sé mikil- vægt að þeir venjist á að nota tölvur í skólanum svo ótti eða feimni við þessa tækni komi ekki í veg fyrir að þeir noti hana síðar á ævinni? Jú, að sjálfsögðu eiga nemendur að kynnast tölvum í skólanum. Ifélagsfræðiættuþeir að læra um tölvuvætt samfélag, í eðlisfræði ættu þeir ef til vill að læra eitthvað um rökrásir og ef til vill er korninn tími til að endur- skoða námsefnið í stærðfræði og Punktar... Heili á prentplötu Bandarískir vísindamenn vinna nú að þróun prentplatna sem nota lifandi heilafrumur. Heilafrumur úr rottum eru settar á mismunandi staði á plötunum. Frumurnar vaxa síðan og mynda taugaþræði í ákveðnu mynstri. Vísinda- mennirnir vonast til að frum- urnar nái að vaxa saman á um hálfu ári og myndi þanníg rökrásir svipðaðar þeim sem myndast í heilanum. Tilgangurinn með rann- sóknunum er að auka skilning á virkni frumanna. Auk þess er vonast til að rafeinda- iðnaðurinn geti bætt nútíma tækni með því að herma eftir samskiptakerfi heilafruma. Þróun hraðvirkra þreifara fyrir efni sem hafa áhrif á taugafrumur gætu einnig orðið niðurstöður þessara rannsókna. tengja það tölvum og upplýsinga- tækni í meiri mæli en gert hefur verið. I bókfærslu, vélritun, raun- greinum og fleiri fögum ættu nem- endur svo að venjast á að nota tölvur sem verkfæri og þeir sem vilja læra tölvufræði ættu að taka áfanga í forritun. En sérstakur áfangi í tölvunotkun svona al- mennt og yfirleitt er tímaskekkja. Atli Harðarson er heim- spekingur og kennari við Fjölbrautaskóla Vestur- lands Punktar... Tölvuvírusar Mennimir hafa smitast af kynsjúkdómum öldum saman. En kynlífsfíklum stendur líka ógn af tölvuvírusum. Það er ekki alveg ljóst hve margir það era en líklega eru þúsundir "notenda" smitaðir eftir að hafa náð í sýkt erótísk forrit á ákveðnum stað á Internetinu. Kaos4 vírusinn hefur að öllurn likindum breiðsthraðar út en nokkur annar vírus vegna þess að alt.binaries.pcitur- es.erotica gagnagrunnurinn er einn vinsælasti staðurinn á Intemetinu. Þar er bæði hægt að nálgast svæsnasta klám og ljósbláarmyndir. Þessi vírus er reyndar til- tölulega meinlaus, en getur valdið því að erfitt verður að ræsa tölvuna á ný. Því erlíkast til best að setja öryggið á oddinn á Internetinu eins og annars staðar. 49 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.