Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 34

Bókasafnið - 01.02.1988, Qupperneq 34
BÓKASAFNIÐ háskóla er hart barist um þetta fé og tel ég að mjög erfitt hefði orðið að fá viðunandi húsnæðislausn eftir þcim leiðum, sennilega orðið um ófull- nægjandi áfangaúrlausnir að ræða og mikla og varanlega dreifingu á safnrekstrinum mcð vanburða miðsafni. Ótvíræðir kostir sameiningar Ég orðlengi ekki um hina almennu kosti sameiningar, svo sem þann styrk sem felst í miklum ritakosti á einum stað, öíluga upplýsingaþjón- ustu á grunni víðtæks handbóka- kosts o.s.frv. Hér verður hins vegar litið á nokkur atriði sem kcnna má við hagkvæmni og hagræðingu. 1. Svo sem liggur í augum uppi má að vissu marki komast hjá tvíkaup- um rita með rekstri cins safns í stað tveggja. 2. Samrekstur stuðlar að hlífð á hinum prentuðu ritum þjóðdeildar þar eð beina má þeim notcndum frá þjóðdeild sem að mestu eða öllu lcyli geta látið sér nægja íslcnskan ritakost í hinum almenna, opna hluta safnsins. Notendur geta þá jafnvel fengið í heimlán efni sem þeir ella sætu við notkun á í þjóðdeild. Eigi að síður er þjóðdeildin, ásamt ýms- um sérsöfnum, í seilingarfjarlægð eftir því sem á þarf að halda. 3. í þjóðbókasöfnum liggur aðal- áherslan á söfnun innlends efnis og rita sem varða viðkomandi þjóð sér- staklega. Reyndin hefur víðast orð- ið sú að aðdræltir erlendra rita til þjóðbókasafna takmarkast að mestu við hugvísindi. Samrekstur þjóð- bókasafns og háskólabókasafns U'yggir mun meiri breidd í erlendum ritakosti. Notendur þjóðdeildar- efnis fá þannig á staðnum aðgang að miklu meira af erlcndu stuðnings- efni en kostur væri á í þjóðbókasafni lítils lands sem rekið væri eitt sér. 4. Unnt verður að samnýta tækni- lcga þjónustu, svo sem ljósmynda- stofu, fjölföldunarstofu, viðgerðar- stofu og bókbandsstofu. Ólíklegt er að allar þessar deildir hcfðu orðið til í tveimur aðskildum söfnum, og þá mun veikari en í samcinuðu safni. 5. Lausleg athugun hefur leitt í ljós að mikill hluti þeirra tímarila scm koma bæði í Landsbókasafn og Há- skólabókasafn eru fengin íritaskipt- um eða að gjöf. í langflestum tilvik- um væri nóg að hafa þessi rit í einu eintaki. Móttaka þeirra og geymsla í báðum söfnum eykur bæði rekstrar- og húsnæðiskostnað. í sameinuðu safni verður ein rilaskiptadeild sem einnig annaðist geymslu og miðlun tvítaka. 6. Mikilvægasta hlutverk þjóðbóka- safna er söfnun og varðveisla þjóð- arverðmæta um aldur og ævi. Slíkt kostar miklar hömlur og varúð. Þctta setur vitanlega mark sitt á þjónustuhæltina. Safn með tvíþætt hlutverk er bctur sett. Það getur á grundvclli fjölþættra gagna veitt alhliða þjónustu en gæfi jafnframt þjóðdeildinni færi á að setja sér strangar kröfur um aðgang og notkun efnis. 7. Eftir að ákvörðun um sameiningu safnanna var tekin hcfur allri hugsun um söfnun handrita í Háskóla- bókasafni verið vikið til hliðar og slíku efni verið bcint til handrita- dcildar Landsbókasafns. Ósenni- legt er að svo langt hefði verið geng- ið, cða yrði gengið í framu'ðinni, ef söfnin störfuðu áfram sjálfstæð og aðskilin. Fleira mætti nefna sameiningu til gildis en einnig sitthvað sem orkar tvímælis við svo mikla skipu- lagsbrcytingu. Og víst hljóta þcir sem standa fyrir jafnumfangsmikilli nýsköpun og hér um ræðir að velta því fyrir sér hvernig hún muni reynast. Fyrir um tuttugu árum hlutaðist Alþjóðasamband bókavarðasam- taka (IFLA) til um að könnun var gerð á söfnum í heiminum sem gegndu tvíþættu hlutverki háskóla- bókasafns/þjóðbókasafns. Flest safnannatöldubáðaþættijafnmikil- væga enda þótt skyldurnar við að rækja háskólabókasafnsþáttinn væru gjarnan mun meira áberandi í starfsemi safnsins. Slíkt er skiljan- legt þar sem háskólastarfsemi kallar á krefjandi bókasafnsþjónustu. Verkefni þjóðbókasafns snúa hins vegar meira inn á við, ef svo má segja, að varðveislu og bókfræði, ásamt hinu símikilvæga menningar- hlutverki sem veit að samfélaginu öllu. - Þessi nokkuð svo ólíku hlut- verk háskólabókasafns og þjóð- bókasafns (eða þjóðdeildar) eiga því að gela vegist á án þess að annar aðilinn yfirskyggi hinn. FLOKKUNARKERFI Þýdd og staðfærð útgáfa á Dewey-flokkunarkerfinu. Ritið er um 600 bls., útg. 1987, og hefur m.a. að geyma rækilegan efnislykil. Nauðsynlegt rit öllum bókasöfnum. Nýtist auk þess ýmiss konar stofnunum og fyrir- tækjum mjög vel. SKRÁ UM ÍSLENSK BÓKASÖFN Heiti og aösetur 167 rannsóknar- og sérfræðibókasafna, almenningsbókasafna og skóla- safna. Einnig ensk heiti safnanna. Greint frá safngögnum, þjónustu o.fl. Efnisoröaskrá. Ritið kom út 1987. Þörf handbók fyrir bókasöfn, bókaforlög, bókaverslanir og ýmsa aöra. Ritin fást hjá Þjónustumiöstöö bókasafna og Bóksölu stúdenta. Samstarfsnefnd um upplýsingamál 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.