Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 5

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 5
Þórdís T. Þórarinsdóttir Kerfisbundnar efnisorðaskrár Uppbyggmg og notagildi við lyklun heimilda YFIRLIT Lyklun heimilda er skilgreind. Upphaf og þróun kerfisbundinna efn- isorðaskráa rakin stuttlega. Fjallað um uppbyggingu og gerð slíkra skráa og sagt frá helstu stöðlum um gerð þeirra. Borinn saman stýrður og frjáls orðaforði sem lyklunarmál. Sagt er frá nýútkominni íslenskri kerfisbund- inni efnisorðaskrá. Notagildi kerfisbundinna efnisorðaskráa íyrir efnis- orðagjöf og heimildaleitir rakið. Rætt um verklag við lyklun heimilda, stefnumörkun við efnisorðagjöf, gæðastjórnun við heimilda, samkvæmni í lyklun og nákvæmni leitarheimta. Lagt til að stofnuð verði Efnisorða- nefnd bókasafna sem móti stefnu um lyklun heimilda hér á Iandi. Inngangur í bókasafns- og upplýsingafræðum hefur skapast sú hefð að tala um bókfræðilega stjórn heimilda. Er þá átt við að hafa yfirlit yfir hvað gefið hefur verið út á hverjum tíma og að gera slíkar upplýsingar aðgengilegar. Einnig mætti á sama hátt tala um nokkurs konar efnislega stjórn heimilda í þeirri merkingu að hafa yfirlit um hvert efnisinntak rita er. í því sambandi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvaða aðferðum skuli beita við efnisgreiningu, þ.e. við val efnisorða og gerð efnisorðaskráa. Er hér einkum átt við kerfisbundnar efnisorðaskrár (e. thesaurus) sem byggðar eru upp til að nota við lyklun heimilda og ennfremur til að styðjast við á leitarstiginu, þ.e. við almennar upplýsinga- leitir. Lyklun heimilda: Skilgreiningar í alþjóðlega staðlinum, ÍSTISO 5963:1985, er lyklun (e. indexing) skilgreind sem: „Sú athöfn að lýsa heimild eða greina hana samkvæmt efnisinntaki hennar" (grein 3.8, s. 8). í ISO staðlinum ÍST90 hljóðar skilgreiningin svo: „Val heita til að lýsa efni heimildar“ (grein 3.2.1, s. 8). Lyklun heimilda er yfirleitt skilgreind nánar sem með- höndlun og greining þeirrar þekkingar, sem í heimildum er fólgin, ennfremur kerfisbundin framsetning þekkingarinn- ar á lyklunarmáli oft með hjálp kerfisbundinnar efnisorða- skrár í því skyni að tryggja markvisst aðgengi að upplýsing- um þeirra heimilda sem Iyklaðar eru. Heimildir eða gögn (e. document) í skilningi lyklunar eru skilgreind samhljóða í ofangreindum stöðlum sem: „Öll gögn sem skráð verða og lykluð, prentuð eða á öðru formi" (grein 3.1 í báðum). Auk þess er ítrekað í stöðlun- um að skilgreiningin tekur til upplýsinga á hvaða formi sem þær birtast, ennfremur til hvers konar hluta í þ'rívídd að meðtöldum sýnum úr ríki náttúrunnar. Efnisgreining heimilda: Samspil flokkunar og lyklunar Meginmarkmiðið með efnisgreiningu bókakosts safna almennt, hvort sem um er að ræða flokkun eða lyklun (efn-' isorðagjöf), er að skipuleggja safnkostinn og gera efni hans aðgengilegt notendum. Hér á landi fólst efnisgreining safn- kosts til skamms tíma nær eingöngu í efnisflokkun sam- kvæmt flokkunarkerfi viðkomandi safns, í flestum tilfellum samkvæmt Dewey-kerfmu. Sú hefð skapaðist á íslenskum bókasöfnum þar sem Dewey-kerfi var beitt að jafnframt því sem hverri heimild var gefin flokkstala í samræmi við aðal- efni heimildar, sem sagði til um röðun í hillu, var víkjandi efnisþáttum, einum eða tveim eftir atvikum, oft gefnar svo- kallaðar aukamarktölur eða plúsmarktölur. Aukamarktöl- urnar komu þannig að nokkru leyti í stað efnisorða og spjöldum fyrir þær var raðað inn í flokkaðar spjaldskrár safna. Með þessu móti var reynt að auka nákvæmni efnis- greiningarinnar. Til að stuðla að frekari nákvæmni gerðu söfn sér oft á tíðum far um að flokka mjög nákvæmt sem aftur hafði þann galla í för með sér að flokkunartölur urðu gjarnan mjög langar. Hvaða brögðum sem beitt er við efn- isgreiningu heimilda samkvæmt flokkunarkerfi getur að- eins verið um gróft niðurbrot efnisþátta að ræða miðað við þá möguleika til nákvæmni sem efnisgreining heimilda með efnisorðagjöf í tölvukerfum nútímans býður upp á. Fyrir tilkomu tölvuvæddra spjaldskráa tíðkuðust aftur á móti víða erlendis svokallaðar orðasafnsskrár (e. dictionary catalog). I slíkum skrám er spjöldum fyrir efnisorð raðað inn í hefðbundnar stafrófsraðaðar spjaldskrár eins og þær hafa tíðkast hér á landi. Minni áhersla er þá lögð á efnis- flokkuðu skrána, ekki notaðar aukaflokkstölur og yfirleitt ekki flokkað eins nákvæmlega og annars er gert. Flokkaða skráin gegnir í slíkum tilvikum oftast aðeins hlutverki hillulista (nokkurs konar eignaskrá) sem almennir notend- ur hafa jafnvel ekki aðgang að. Slíkar skrár náðu ekki fót- festu hér á landi nema helst á læknisfræðibókasöfnum og voru þá einkum notuð ensk efnisorð. Með tilkomu tölvutækninnar á bókasöfnum hérlendis hefur skapast möguleiki á að beita bæði grófri og nákvæmri efnisgreiningu heimilda. Með því er átt við að með tilkomu tölvuvæddrar efnisorðagjafar er ekki lengur nauðsynlegt að flokka eins nákvæmlega og áður þótti æskilegt, sérstaklega á stærri söfnum. Notendur geta þannig notið kosta beggja aðferða, þ.e. fengið í gegnum flokkunina heildaryfirlit yfir einstaka efnisflokka og með hjálp efnisorða dregið út þrengri svið safnkostsins. f stuttu máli sagt býður tölvuvædd efnisgreining heim- ilda með efnisorðum upp á miklu fjölbreyttari leitarmögu- leika en áður tíðkuðust og stuðlar að betri nýtingu safn- kosts. Sérstaklega á þetta við um efnisgreiningu fjölefnisrita sem hafa t.d að geyma greinasöfn um mismunandi efnis- þætti (sbr. Þórdís, 1992, s. 14). Kerfisbundnar efnisorðaskrár í Ijósi sögunnar Kerfisbundnar efnisorðaskrár eru sem slíkar tiltölulega ný fyrirbæri í heimi upplýsingaskipulagsins. Fyrsta kerfis- bundna skráin sem gerð var sem hjálpartæki fyrir efnisorða- gjöf og upplýsingaleitir var tekin saman árið 1959 (Lancaster, 1985, s. 13). A sjöunda áratugnum komu síð- an margar slíkar skrár út, einkum í Bandaríkjunum. Fyrstu leiðbeiningarnar um gerð kerfisbundinna efnisorðaskráa voru gefnar út af Unesco árið 1970. Þær leiddu hins vegar til útgáfu alþjóðlegs staðals um gerð kerfisbundinna efnis- orðaskráa, ISO 2788, sem fyrst var gefinn út árið 1974, en Bókasafnið 20. árg. 1996 5

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.