Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 13

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 13
Kveðja frá Bókavarðafélagi Islands Anna Sigurðardóttir f. 5. desember 1908, d. 3. janúar 1996 Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Þórólfsson skólastjóri og seinni kona hans Ásdís Mar- grét Þorgrímsdóttir. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1926 og starfaði eftir það í nokkur ár við Bæjarsímann í Reykjavík og við verslunar- og skrifstofustörf. Á þessum árum sótti hún ennfremur námskeið og einkatíma í ýms- um greinum. Anna giftist árið 1938 Skúla Þorsteinssyni, síðast námsstjóra, og flutti árið eftir til Eskifjarðar þar sem hún bjó í 19 ár. Þar fæddust börn þeirra hjóna, Þorsteinn, Ás- dís og Anna. Á Eskifirði starfaði Anna auk bústarfa við kennslu og skrifstofustörf. Árið 1947 gekk hún í Kven- réttindafélag íslands og stofnaði Kvenréttindafélag Eski- fjarðar 1950. Um þetta leyti fóru að birtast greinar eftir Onnu í ýmsum blöðum og tímaritum sem höfðu áhrif á jafnréttisbaráttuna á íslandi. Á meðan hún bjó á Eskifirði fór hún að halda til haga „dótinu“ sínu sem hún kallaði svo. Hún taldi að elstu úrklippurnar væru frá 1946. Þegar Anna fluttist til Reykjavíkur 1957 fór hún m.a. í hlutastarf hjá Kvenréttindafélagi íslands og sótti tíma í Háskóla íslands, s.s. í uppeldisfræði, tungumálum og erfðafræði. Anna sat í stjórn Kvenréttindafélagsins 1959- 1969 og var fulltrúi félagsins á fjölda þinga og funda, bæði hér á landi og erlendis. Hún var heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi íslands frá 1977 og heiðursfélagi í Kvenfélagasambandinu frá 1990. Á sjöunda áratugnum hóf Anna beina fræðimennsku í Héraðsbókasafh Rangteinga og bókasafn Hvolsskóla. Safnið okkar er samsteypusafn og er í húnæði er sambyggt grunnskólanum. Húsnæðið var tekið í notkun um 1981 er tæpir 300 m3., bjart og rúmgott. Á safninu vinna tveir bókaverðir þær Steinunn Ósk Kolbeins- dóttir sem er kennari að mennt og Brynja Dadda Sverrisdóttir en hún vinnur aðallega hjá skólasafninu, samanlagt starfshlutfall er 130 % Skólasafnið er opið alla daga fyrir hádegi og eftir hádegi á mánu- og þriðjudaga. Héraðsbókasafnið er opið sem hér segir: Mánudaga: 15-20, þriðju-, miðviku- og fimmtudaga 15-18 og á föstudögum frá 10-13. Þessir opnunar tímar hafa reynst vel en við höfum oft þurft að rokka til með þetta út af samvinnunni við Hvolsskóla. Það er mjög slæmt og nú höfum við þvertekið fyrir að gera slíkt afrur. Mikil útlána aukning hefur verið undanfarin ar og virðist árið 1995 slá öll met í því sambandi. Ónákvæm tala um aukningu er u.þ.b. 30% á síðasta ári. Hvað þessu veldur geta verið ýmsir þætt- ir en við höfum reynt að kappkosta að bjóða uppá góða þjónustu og leggjum mikla áherslu á að safnið bjóði til útláns glænýjar bæk- ur og af öllunr gerðum (engir fordómar í bókakaupum). Þá höf- um við eins og fleiri söfn lánað út myndbönd og geisladiska og kvennasögu, en henni lét vel að skoða stöðu kvenna í sögulegu ljósi, skrifaði margar greinar, flutti erindi, auk bókanna sem eftir hana liggja um þetta efni. Meðal rit- verka Önnu eru: Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár (1985) og Allt hajði annan róm áður í páfadóm : nunnuklaustriti tvö á íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögti (1988). Kvennasögusafnið stofnaði Anna svo árið 1975 ásamt þeim Elsu Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur. Þetta einstaka safn hýsti Anna heima hjá sér á 4. hæð á Hjarðarhaga 26. Þarna vann hún brautryðjendastarf sem mun halda minningu hennar lengi á lofti. Anna Sigurðar- dóttir var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1978, var heiðursfélagi í Bókavarðafélagi íslands frá 1985 og heið- ursfélagi í Sagnfræðingafélaginu frá 1991. Hún var kjörin heiðursdoktor við heimspekideild Háskóla íslands 1986 og heiðruð af Konunglega norska vísindafélaginu ári síð- ar. Draumur Önnu var að Kvennasögusafnið fengi inni í Þjóðarbókhlöðunni. Hefur verið unnið að því í hartnær 10 ár og verður safnið vonandi flutt þangað á þessu ári. Erfitt er að minnast þessarar merku konu í fáum orð- um. Þessi brautryðjandi á sviði íslenskra kvennafræða var sístarfandi, fylgdist vel með og miðlaði mörgum af visku sinni og þekkingu. Hún ávann sér virðingu og aðdáun fyrir störf sín og leiftrandi persónuleika. Þar var okkur heiður að kynnast dr. Önnu og fá að vinna með henni. Kristín Björgvinsdóttir Marta Hildur Richter hefúr orðið uppsveifla í því. En það sem hefiir einnig slegið í gegn eru útlán á tímaritum, hafa þau gengið vel og er fólk hrifið af því að mega kippa þeim með heim þó í stuttan tíma sé. Lánþegar frá Hellu og úr öðrum hreppum láta æ oftar sjá sig og er það vel. Markmið okkar hefúr verið að þjóna almenningi sem best en við höfum einnig lagt mikla áherslu á að framhaldsskólanemar noti safnið og höfum við undanfarin ár þegið sérstakan styrk frá Héraðsnefndinni til að kaupa fræðirit. Framundan er að kaupa fleiri tölvur og tenging við “Alheiminn” og að almenningur geti haft aðgang að geisladrifi. Þá verðum við komnar með 3 tölvur á safninu og líklegt er að skólinn útvegi fleiri tölvur þannig að þá ættum við einnig að geta boðið nemendum uppá að vinna hér heimildavinnu beint á tölvu. Safnið er tölvuskráð og notum við Metrabók, kerfi Ásmundar Eiríkssonar sem hefur reynst vel en vantar reyndar ansi marga þætti í það hvað varðar bókhald og allt það sem þarf að koma fram í ársskýrslum. Utlánaþáttinn höfum við notað í tæp tvö ár og hefur það gengið alveg snuðrulaust. Sem sagt hér var lokið við að tölvuskrá fyrir tæpum 3 árum og allt gott að frétta. Við erum ánægðar með lífið og tilveruna. Bestu kveðjur Steinunn Ósk og Brynja Dadda. Bókasafhið 20. árg. 1996 13

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.