Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 14

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 14
Dr. Laurel A. Clyde Heimasíða bókasafna íslendingar hafa verið mjög fljótir að tileinka sér verald- arvefinn Internetið. Netið er orðið mikilvægur miðill fyrir samskipti, endursköpun og framleiðslu upplýsinga. Bóka- söfnin í landinu endurspegla þessa þróun og sífellt fleiri bókasöfn hafa komið sér upp heimasíðu á Internetinu. Virkan lista yfir íslensk bókasöfn með heimasíðu má finna á síðu minni „Libraries in Iceland on the Inter- net“(http://www.rhi.hi.is/-anne/icelib.html) á vefsíðu Bókasafns- og upplýsingafræðinnar við Háskóla íslands. Þessi síða bíður upp á tengingu við heimasíður bókasafna af öllum tegundum, þar á meðal Landsbókasafns fslands - Háskólabókasafns, sérfræðisafna eins og RALA, Háskólans á Akureyri, almenningsbókasafna og skólasafna (Granda- skóli í Reykjavík). Fleiri bókasöfn eru með áform um að setja upp heimasíðu á þessu ári, eins og fram kemur í ný- legri könnun um bókasöfn á íslandi (rannsókn um upplýs- ingatækni á bókasöfnum State of the Art 1995/96) fyrir NORDINFO. Eftir að spurt hefur verið: „Eigum við að setja upp heimasíðu?", þá koma næstu spurningar: „Hver getur hannað síðuna?" og „Hvað ætti að vera á heimasíðunni ?“. Þróunin gæti jafnvel orðið sú að bókasafnið tæki þá ákvörðun að setja ekki einungis upp heimasíðu um þjón- ustu safnsins, heldur heilan upplýsingavef (information server) með mörgum síðum á Internetinu. Grunnatriðin eru samt sem áður mjög svipuð. Við hönnun heimasíðunnar er annað hvort hægt að leita aðstoðar utanaðkomandi sérfræðings í hönnun heimasíðna eða þá að starfsmenn safnsins geri hana sjálfir. Sérfræðing- urinn hefur menntun í að hanna og setja fram upplýsingar sem bókaverðir hafa ekki. Hins vegar er mjög líklegt að starfsmenn vilji, fyrr eða seinna, vera með m.a. vegna þess að fljótlegra er fyrir þá að uppfæra síðuna sjálfir og gera nauðsynlegar breytingar. Jafnvel þó að ráðinn sé sérfræð- ingur þá er það starfsfólk bókasafnsins sem þarf að ákveða hvaða efni á að fara á heimsíðuna. Það eru þeir, eftir allt saman, sem eru upplýsingafræðingar og þekkja sína not- endur og sitt samfélag. Heimasíðan þarfstöðugt viðhald Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að setja upp heimasíðu er ekki eitthvað sem gert er einu sinni, heldur er það stöðug vinna. Það er byrjun á ferli sem varir meðan heimasíðan er opin fyrir almenning. Þess vegna þarf að tryggja þegar veittir eru fjármunir í þetta verkefni að það er ekki bara í eitt skipti heldur til lengri tíma. Heimasíðunni verður að viðhalda og uppfæra reglulega. Athuga verður allar tengingar við aðrar síður, til að ganga úr skugga um að þær séu enn virkar, og að upplýsingar um safnið séu réttar. Allt þetta tekur tíma. Að auki er tæknilega hliðin á Internetinu síbreytileg. Með hverri nýrri útgáfu af hugbúnaði fyrir Internetið, eins og Netscape, opnast nýir möguleikar á framsetningu upplýsinga, möguleikar sem stofnanir á íslandi verða fljótar að nýta sér. Ef bókasöfn fylgjast ekki vel með og uppfæra framsetningu og uppsetn- ingu gagna á heimasíðu í takt við nýjustu forrit verður hún fljótt lítið spennandi eða áhugaverð í samanburði við aðrar síður. Undirbúningur að hönnun heimasíðu Besti undirbúningur fyrir hönnun á heimasíðu er að eyða nokkrum tíma í að skoða heimasíður annarra bóka- safna (og stofnana með svipaða starfsemi, eins og safna og lista-gallería). Þetta gefur bókavörðum m.a. innsýn í hvað er áhugavert fyrir notandann, hvað ekki og hvaða þættir það eru sem gera heimasíðuna auðvelda í notkun og skemmtilega. Einnig gæti Ieitin gefið hugmyndir um hvað mætti vera á heimasíðum íslenskra bókasafna. Annað mikilvægt atriði við undirbúning heimasíðunnar er að skilgreina markhópinn og þarfir hans. Á meðan sum- ir þættir eru nauðsynlegir á heimasíðum opinberra stofn- anna þá þurfa bókasöfn að vissu marki að ákveða hvað fer inn á heimasíðuna eftir því hverjir muni væntanlega nota hana. Undirstöðu spurningarnar eru: • Hverjum er heimasíðan ætluð? • Er heimasíðan sett upp til að leiðbeina notendum hvernig þeir geti nýtt sér gagnasöfn og þjónustu Inter- netsins? • Er heimasíðan sett upp til að þjóna stofnuninni, sem safnið er hluti af, t.d. skóli eða rannsóknarstofnun, hjál- pa starfsfólki að nýta sér sitt bókasafn og að afla sér upp- lýsinga utan þess? • Er heimasíðan notuð sem hjálpartæki í almannatengsl- um, ná til almennings, bókasafnsnotenda og annarra? Á heimasíðan að hafa víðtækara hlutverk, t.d. að kynna bæinn og hvað hann hefur upp á að bjóða? • Hvert svo sem markmið síðunnar er, er nauðsynlegt að hafa í huga að allt sem er á Internetinu er opið „heimin- um„ og notendur geta verið staðsettir hvar sem er í álf- unni? Því getur skýringa verið þörf á einhverju sem er mjög augljóst fyrir okkur sem störfum á bókasafninu, en aftur á móti ekki fyrir utanaðkomandi. Óháð því hver tilgangur bókasafnsins er með heimasíð- unni þá eru eftirfarandi atriði nauðsynleg ef hún á að vera gagnleg væntanlegum notendum. • Heimasíðan þarf að bera lýsandi titil sem birtist efst á skjánum, þessi titill er jafnframt leitarhæfur. Flest Internet leitartæki, eins og Yahoo eða WebCrawler, reiða sig á þennann dtil sem megin leitarorð. í þessu samhengi er titillinn á síðunni mikilvægari en fyrirsögn á skjalinu sjálfu. Titill og fyrirsögn geta verið þau sömu. • Grafík og ljósmyndir geta gert heimasíðuna mjög að- laðandi, sérstaklega ef þær eru valdar vandlega með til- liti til upplýsingagildis og hönnunar. Ef myndir eru of stórar, flóknar eða margar þá hægir það mjög á birtingu síðunnar á skjánum. Fyrir notendur, sem eru mjög tímabundnir eða þurfa að borga tengitíma, getur þetta atriði verið afdrifaríkt. Þar fyrir utan er leiðinlegt að bíða lengur en 30 til 60 sekúndur eftir því að síða opnist. • Heimasíðan ætti að gefa gott yfirlit yfir staðsetningu bókasafnsins, stjórnun, skipulag, o.s.frv. Fyrir notend- 14 Bókasafnið 20. drg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.