Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 15

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 15
ur utan Islands væri stutt lýsing á ensku hjálpleg, jafn- vel þótt allar aðrar upplýsingar séu á íslensku. Bóka- safnið gæti hugsanlega verið með eitthvað áhugavert efni íyrir útlendinga - í slíkum tilfellum ætti að setja upplýs- ingarnar fram á ensku, og hvar hægt væri að Ieita frekari upplýsingar. Internet notendur í leit að upplýsingum eru ekkert endilega vanir bókasöínum, því eru grunn upplýsingar um bókasafnið og stofnun þess nauðsynleg- ar, þetta á líka við um íslenska notendur. • Heimasíðan ætti að gefa gott yfirlit yfir bókasafnið og þá þjónustu sem það býður upp á. Ef síðan er sérstak- lega ætluð (eða að hluta) ekki bókasafnsnotendum þá er nauðsynlegt að setja á áhugaverðan hátt fram hvernig bókasafnið getur svarað þörfum þessa hóps. • Heimasíðan þarf að innihalda eitthvað sem vekur for- vitni eða áhuga notanda sem er að skoða síðuna í fyrs- ta skipti til að halda áfram að skoða síðuna og koma aft- ur. Það getur einfaldlega falist í því að upplýsingarnar eru svo hagnýtar að viðkomandi kemur aftur og aftur. Tengingar við aðrar Internet-lindir, sem eru líklegar til að vera gagnlegar bókasafnsnotendum, hvetur þá til að koma afitur. Einnig er hægt að vera með annað áhugavert efni, eins og leiki eða keppni. • Ef alltaf er von á einhverju nýju á heimasíðunni hvet- ur það notendur til að koma aftur. Það gæti til dæm- is verið fréttir af bókasafninu og þjónustu þess, fréttir af stofnuninni eða bæjarfélaginu, nýtt efni á safninu, starf- semi sem notendur safnsins geta tekið þátt í, bókaum- sagnir unnar af starfsfólki safnsins, sögur íyrir börnin, eða hvað eina sem myndi höíða til notenda og væntan- legra notendur safnsins. • Tengingar við aðra Internet upplýsingagjafa geta ver- ið nijög gagnlegar, en þær þarf að velja mjög vandlega; lagt hefur verið til að þær skuli valdar á svipaðan hátt og annað efni sem er keypt til safnsins. Tengingarnar eiga að vera áreiðanlegar, nýjar og tengdar þörfum notenda. Tengingar við aðrar heimasíður verður að athuga reglu- lega, til að ganga úr skugga um að þær séu ennþá starf- ræktar og innhald þeirra enn það sama. SMIÖRSALAN SF • Tenging við skrá bókasafnsins á heimasíðunni (ef hægt er) er mjög gagnleg þjónusta. Það er hægt að gera með „telnet“- eða „gopher" tengingu. Sum bókasöfn bjóða nú upp á aðgang að sínum skrám beint frá heima- síðunni. Gott dæmi um þetta er heimasíða Library and Information Service of Western Australia (LISWA), sem veitir íbúum sínum og öðrum aðgang að bókasafns- skránni gegnum heimasíðu sína (sjá: http: //www. liswa.wa.gov.au). • Heimasíðan þarf að veita aðgang að starfsfólki safns- ins, annað hvort með sérstöku eyðublaði innbyggt í heimasíðuna, með tölvupósti eða hvoru tveggja. Þessa aðferð má líka nota fyrir upplýsingaþjónustu safnsins. Sjá dærni á heimasíðu Queensland Department of Ed- ucation’s Library Services. • Aðrir mikilvægir þættir eru leiðir út úr síðunni (til dæm- is með vísun til aðalsíðu stofnunar safnsins), hvenær síð- an var síðast uppfærð og heimilisfang safnsins. „Bókasafnstengingar" (Library links) á heimasíðu Bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla Islands opnar leið fyrir bókaverðir til að skoða hvernig önnur bókasöfn nýta sér Internetið. Heimilisfangið er: http://www.rhi.hi.is/-- anne/lislinks.html Höfundur er dósent í Bókasafins- og upplýsingafrœði við Há- skóla Islands. Greinin var samin á ensku. Gunnhildur Man- freðsdóttir þýddi. SUMMARY Home Pages in Libraries Some libraries in Iceland have created a home page on the World Wide Web, and more are planning to do so in the near future. This art- icle discusses two basic questions: „Who should create the library’s home page?“; and „What should be on the library’s home page?“. The creation of a home page is just the beginning of a communication process, and time should be allocated to home page maintenance on a regular basis if the information is to be kept up to date and relevant to the needs of users. The article includes a list of features that should be incorporated in a libr- ary home page. Readers are referred to a Web page maintained by the aut- hor, „Libraries in Iceland on the Internet,, (http://www.rhi.hi.is/-anne/ icelib.html), for an interactive list of library home pages. - AC Látiö ekki óbætanleg menningarverðmæti veröa eldinum aö bráö. Brunamálastofnun ríkisins Bókasafihið 20. árg. 1996 15

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.