Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 17

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 17
Vélsleðadeild BVFÍá Skálafelli mai 1994. millisafnalánum eða á annan hátt nálgast þau skxif eða þær upplýsingar sem þeir þarfnast. í stuttu máli getur Internetið verið öflugt tæki til að rjúfa faglega einangrun bókavarða og gera þeirn kleift að fylgjast með á sínu sviði, hvort sem er í Idaho eða á ísafirði. Internetið „ útávið“ Almenningsbókasöfnum er mikið í mun að kynna sig og sína þjónustu sem flestum og þar er Internetið kjörinn vett- vangur. Nú þegar eru tugmilljónir manna með aðgang að netinu og geta þar komist í upplýsingar um bókasöfnin og þá þjónustu sem þau bjóða. Ég er ekki að segja að milljón- ir Bandaríkjamanna hópist til að skoða heimasíðu bóka- safnsins í Reykjanesbæ, en hinsvegar er þar kannski eitt- hvað að finna, sem höfðar til fleiri en þeirra sem búa í við- komandi sveitarfélagi. Að mínu viti er tvennt sem hafa ber í huga þegar al- menningsbókasafn setur upp heimasíðu. Annars vegar að hún sé skipulega upp byggð og veiti einfaldar og greinar- góðar upplýsingar um safnið og þá þjónustu sem þar er í boði. Einnig á hún að gefa upplýsingar um Internetið og leiðbeina þeim „lánþegum“ sem koma á bókasafnið á þennan hátt. Hins vegar eru upplýsingar um það samfélag sem á og rekur bókasafnið, þ.e. upplýsingar um sveitarfélagið, sveit- arstjórn og annað það sem kemur þeim til góða sem greiða fyrir þjónustu safnsins í formi skatta. Sem dæqii get ég nefnt að verið er að vinna að heimasíðu fyrir Akureyrarbæ á vegum framkvæmdanefndar um reynslusveitarfélög, þar verður að finna ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið og að sjálfsögðu tengjum við þá síðu við heimasíðu Amtsbóka- safnsins. í Borgarnesi mun þetta einnig vera raunin og í Sil- keborg í Danmörku eru menn að þreifa sig áfram með hug- mynd sem er kölluð „rafrænt ráðhús“, þ.e. að allar upplýs- ingar um sveitarfélagið er að finna á rafrænu forrni og hægt er að hafa samband við kjörna fulltrúa og embættismenn bæjarins með tölvupósti, t.d. frá netmiðlara bókasafnsins. Heimasíðan er líka andlit safnsins á þeim söfnum sem veita opinn aðgang að Internetinu. Þar er mikilvægt að síð- an gefi góða hjálp og geri notendur sem mest sjálfbjarga á ferðalögum sínum um netið. Ég man t.d. eftir einni vefsíðu á áðurnefndu bókasafni í Silkeborg, sem hafði yfirskriftina Sex. Þar stóð að það væri nokkuð til í umræðunni um klám á netinu, en þar sem bókasafnið í Silkeborg væri rekið fyr- ir almannfé fengju notendur enga leiðbeiningu varðandi þetta efni, heldur skyldu þeir finna það sjálfir. Þarna er leyst á mjög hógværan hátt viðkvæmt efni sem hefur brunnið á mörgum bókaverðinum og sýnist þar sitt hverj- urn. I Bandaríkjunum hafa menn bent á að bókaverðir hafi ekki rétt til ritskoðunar á efni, hvorki í safninu né á netinu og áður en við förum að hrópa úlfur, úlfur, dónalegur úlf- ur; vil ég benda á ameríska síðu sem veitir upplýsingar um þessi mál og er að finna undir: http://chico. rice. edu/ armadillo/Rice/Resources/acceptable.html Þetta vandamál er ekki til skoðunar hér, en að mínu viti er afarmikilvægt að bókasöfn bjóði sem fyrst upp á opinn aðgang að Internetinu fyrir notendur sína og veiti þeim þannig hlutdeild í þeim upplýsingum sem þar er að finna. Má til gamans geta þess að Clinton bandaríkjaforseti nefn- di þetta sem eitt af forgangsverkefnum þjóðar sinnar í ný- legri ræðu. Fyrir utan það að hafa heimasíðu og veita almenningi opinn aðgang að netinu þurfa bókaverðir líka að rata sjálf- ir um þetta nýja „bókasafn". Því þarf starfsfólk bókasafn- anna að vera með á nótunum og þekkja þær skrár og hjálp- artæki sem eru fyrir hendi til upplýsingaleitar á netinu. Þar má nefnilega oft fá glænýjar og glóðvolgar upplýsingar um margt sem venjulegu almenningsbókasafni á ísa köldu Iandi er ógerlegt að veita aðgang að á annan hátt.Sem dæmi get ég nefnt kvennaráðstefuna í Peking síðastliðið sumar, styrjöldina í Bosníu, nýlegar kjarnorkutilraunir Frakka og fleira. Þar að auki eru allar þær bókfræðilegu upplýsingar og gagnagrunnar sem bókaverðir geta leitað til, ýmist til að fá rit að láni með millisafnalánum, til að kaupa rit gegnurn rafrænar bókabúðir s.s. Bóksölu stúdenta (http://www. centrum.is/unibooks/), eða til að sannreyna hvort tiltekið Bókasafnið 20. árg. 1996 17

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.