Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 18

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 18
rit er yfirhöfuð til og til þeirra þarfa má nefna bókaskrá Library of Congress (http://lcweb.loc.gov/ z3950/mums. html). Þeim lukkast sem lesa — líka á Internetinu Ég get nefnt fleiri atriði sem gagnast bókavörðum nú- tímans í starfi og leik, en þetta er varla vettvangurinn fyrir bréfanámskeið í Internetnotkun fyrir bókaverði. Aðrir myndu líka gera það mun betur en ég og nokkrar bækur hafa nýlega verið gefnar út á Islandi um þetta efni. Eins hafa blöð og tímarit gert þessu nokkur skil, sérstaklega þau sem fjalla um tölvumál og upplýsingaþjónustu. Erlend fag- tímarit bókavarða hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja og hérlendis gaf fyrirtækið Lindin út eitt tölublað 1995 af net- tímariti. Ég held að við bókaverðir í almenningsbókasöfnum eig- um að hafa þekkingu og getu til þess að tileinka okkur þessa tækni okkur og stofnunum okkar til framdráttar. Ég held líka að allar vangaveltur um það hvort unglingar séu að skoða vafasamar síður á netstöðvum almenningsbóka- safna séu okkur í besta falli óþarfar og í versta falli fjötur um fót. Ef unglingarnir koma á bókasafnið þá er það gott. Við höfum verið að reyna að ná til þessa hóps og ef hann kemur á bókasafnið og les það sem þar er að fmna, hvort sem það er prentuð bók eða vefsíða á tölvuskjá, þá er hann kominn til okkar og kannski „loggaður“ inn á bókasafnið fyrir lífstíð. Ungum karlmönnum fmnst netið líka spenn- andi og þeir eru líka hópur sem við höfum ekki fengið inn til okkar í því mæli sem við gjarnan vildum. Þar er líka sóknarfæri fyrir okkur, bæði hvað varðar afþreyingu og upplýsingu. Fyrir utan allt þetta er svo sú Ijúfa skylda okkar að leit- ast við að veita öllum þegnum þessa lands auðveldan að- gang að upplýsingum, svo þeir skiptist ekki í upplýsinga- ríka og upplýsingafátæka. Hugsið ykkur bara kæru kollegar. Ef við höldurn rétt á spöðunum og nýtum okkur bókasafnið til að lesa okkur til um upplýsingtæknina, lærum að nota hana og nýtum hana síðan í okkar starfi, þá sitjum við í miðri bankahvelfingu upplýsingasamfélags 21. aldarinnar, með ótakmarkaða yfir- dráttarheimild í upplýsingabönkum heimsins. Þá verður kominn tími til að kveðja „Elsuna“ í okkur (stöðnuð ímynd bókavarðarins. Ritstj.) og smeygja sér í netbolinn eða brimbrettagallann og þá heita bókaverðir ekki bókaverðir, ekki bókasafnsfræðingar, eða upplýsinga- fræðingar, ekki heldur viskubrunnar, né heldur heimsku- banar. Við munum kalla okkur Strandverði! Höfundur er bókasafnsfraðingur og starfar á Amtsbókasafn- inu á Akureyri. HEIMILDIR: Armadillo’s WTO Server: acceptable use policies. http://chico. rice. edu/armadillo/Rice/Resources/acceptable.html Bibliotekslederforeningen. 1995. Folkebibliotekernes hándslag til In- formationssamfundet Vedtaget pa Bibliotekslederforeningens generalfor- samling, den 3. marts. Bjornshauge, Lars og Find, Soren. 1995. Lánerkort til Internettet. Politi- ken (Kroniken) 7. juli. Hrafn Harðarson. 1995. skrudda@rrhi.hi.is. Thornton, Ann og Bonario, Steve: Subject Index. http://info.lib.uh. edu/liblists/subjindx.htm Udvalg af Info-samftndet tir 2000. 1995. SBT. Welcome to Silkeborg Library Homepage. http://www.silkeborg.bib.dk/ netbib/diverse/engelsk.html SUMMARY Librarians on Net-shirts : the Use of the Internet in Public Libraries Discusses the Internet and its use in Icelandic public libraries. Ruminates if its potentialities have been overestimated or ifit is just a new toy for males. Nevertheless some people are more optimistic and proph- esy an electronic community where books, libraries and consequently also the librarians will be pushed out of the way. The author thinks that the reality lies in the midst, i.e. that the Internet will prevail and so will the librarians also if they will be ready to adopt the new technologies. Discus- ses the importance of computerization of libraries and a policy for the Icelandic Library Association regarding the information society. Makes suggestions about the use of the Internet, a.o. by recommending certain Listservs, using it for cooperation among libraries, for interlibrary loans. Stresses the usefulness of the Internet in breaktng the professional is- olation of librarians. Reasons also about the use of the Internet as a tooi to make their activities and services known to the general public, e.g. by setting up homepages. Gives recommendations about the design of homepages. Suggests that public library liome pages are interconnected with the ones for the pertinent local government. Emphasises the import- ance of libraries making an Internet access to their resources available to the users and that library personnel is able to use the Internet effectively. Points out that on the Internet the latest information on contemporary issues are often readily available, further bibliographical databases and in- formation about book stores. States that Internet access in libraries make them interesdng and attract new users, like young males. Concludes by pointing out the obligations of public libraries to make information available to all and that the time has come to change the stereotype of the librarians. 18 Bókasafnið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.