Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 22

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 22
Þorbjörg Karlsdóttir Almenningsbókasöfn og forskólabörn Það er mikilvægt að lítil börn, löngu áður en þau geta lesið, fái bækur til þess að skoða. Barn þarfnast öryggis í uppvexti og hvað er öruggara en að sitja í fangi einhvers og láta lesa fyrir sig. Áhuginn á að lesa er ekki sjálfsagður, það verður að vekja þennan áhuga og örva. Því er nauðsynlegt að bækur séu hluti af umhverfi barna og lestur þáttur í upp- eldi þeirra. Börn og bókasöfn í könnun sem Sigríður Þ. Valgeirsdóttir gerði á læsi ís- lenskra 9 og 14 ára barna, 1991, kom fram marktækur munur á læsi þeirra sem ekki fá bækur að láni á bókasöfn- um, og þeirra sem reglulega fá lánaðar bækur. Standa þau síðarnefndu sig mun betur. Því má segja að bókasöfn gegni mikilvægu hlutverki í lestraruppeldi barna, og ætti að vinna að því af miklum krafti að laða unga notendur að söfnun- um. A bókasöfnum geta börn verið á eigin forsendum. Mis- munurinn á milli bókasafna annars vegar og leikskóla og skóla hins vegar er sá, að á bókasöfnum er börnunum hvor- ki stjórnað né þau vegin og metin. Þar á að vera tekið tillit til óska þeirra og þarfa. Engin skiptir sér af bókvali þeirra, en þau geta fengið þá hjálp sem þau óska eftir. Bókavörð- unum er alveg sama hvort þau eru dugleg í skólanum og lé- leg í íþróttum eða öfugt. Og hvort þau séu einfarar eða félagslynd. Barnabókaverðir A flestum bókasöfnum hérlendis er reynt að búa vel að barnadeildum þó að ekki séu sérmenntaðir barnabókaverð- ir starfandi svo sem víða erlendis. Egon Pedersen, danskur yfir- bókavörður, gaf heldur nöturlega mynd af barnabókavörðum á ráð- stefnu sem haldin var á þeirra veg- um í Danmörku fyrir nokkru. Hann sagði þá vera með minni- máttarkennd, einangraða á eigin deildum, umgangist helst fólk af eigin sauðahúsi og megi ekki vamm sitt vita. Hann sagði að þeir tækju ekki þátt í stjórnun safnsins, gengi illa að leysa deilur, og skilja ekki nauðsyn þess að starfsfólkið sé mis- munandi. En þetta var sagt til þess að hrista upp í ráðstefnugestum og á sjálfsagt við um fleiri starfstéttir. í dönskum fagblöðum þar sem auglýst er eftir barnabókavörðum eru gerðar miklar hæfniskröfur. Hann þarf að vera góður menning- armiðill, hafa dlfinningu fyrir þörf- um notenda, útvega nýja tengiliði, Sögustund í Gerðubergi. hafa yfirsýn yfir það sem er á döfinni, og aðlaga sig hinni hröðu þróun í samfélaginu. Hlutverk hans er ekki aðeins að miðla upplýsingum og tileinka sér nýjustu upplýsinga- tækni, það er jafn mikilvægt að hann geti sniðið sína eigin starfsemi að menningarlegum þörfum samfélagsins og hin- um nýju menningarafurðum. Börn á forskólaaldri Börn á forskólaaldri koma yfirleitt ekki ein á bókasafn- ið. Þau eru háð vilja annarra, þ.e. fullorðinna, um ferðir á safnið. Þeir fullorðnu geta verið foreldrar, nánustu ættingj- ar eða að þau komi í fylgd með starfsfólki leikskóla. I dag eru flest börn á forskólaaldri í leikskólum. Með því að fá leikskólakennara á söfnin með barnahópana er hægt að ná til næstum allra barna og gera þau að bókasafnsnotendum. Þessi börn eru notendur framtíðarinnar. Bókasöfnin eiga að hvetja leikskólakennara til þess að koma í heimsóknir reglulega. Þessar heimsóknir verða að vera ánægjulegar fyr- ir alla aðila, bæði starfsfólk og börn. I hugum barnanna ættu að sitja eftir ljúfar minningar um bókasafnið eins og eftir velheppnaðar heimsóknir í leikhús, þannig að upp vaxi kynslóð þar sem bókasafnið verður sjálfsagður og ómissandi liður í daglegu lífi. Aður en ég fór að starfa á aðalsafni Borgarbókasafnsins við Þingholtsstræti starfaði ég í mörg ár sem leikskólakenn- ari, hér heima og í Danmörku. I Danmörku voru heim- sóknir á bókasafnið fastur liður í starfsemi leikskólans og saknaði ég þessarra ferða í starfsemi leikskólans míns hér heima. Astæðurnar fyrir því að ég notaði ekki bókasöfnin, voru tímaskortur og hversu langt var á næsta safn. Eflaust Myndir: Súsanna Flygenring. 22 Bókasafhið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.