Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 26

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 26
Linda Barnes: bandarísk f. 1949 Hefur skrifað bækur með karlkyns spæjara í aðalhlut- verki en síðari bækur hennar fjalla um einkaspæjarann Car- lottu Carlyle. Hún er fráskilin; býr í eigin húsi ásamt skrautlegum leigjanda sínum, á litla fóstursystur sem er frá Kólumbíu, heldur við mafíósason og ekur leigubíl þegar lítið er að gera í spæjarabransanum. í gegnum fóstursystur- ina kynnist lesandinn kjörum innflytjenda - löglegra og ólöglegra - í Bandaríkjunum og eru þær lýsingar frekar nöturlegar. Til að halda sér í formi leikur Carlotta horna- bolta. Liza Cody: bresk f. 1944 Cody er líklega þekktust fyrir bækur sínar um Önnu Lee, eftir þeim hafa verið gerðar sjónvarpsmyndir sem ís- lenskir áhorfendur hafa fengið að sjá öðru hverju sl. ár. Við viljum hins vegar vekja athygli á tveimur öðrum bókum eftir hana um aðra kvenhetju sem ekki er eins glæsileg og Anna. Sú er glímukona og er kölluð „the London Lassass- in“ í faginu, en heitir reyndar Eva Wylie. Hún er andhetja, illa gefin og seinheppin en römm að afli. Ein frumlegasta aðalsöguhetjan í þessum bókmenntum. K.K. Beck: bandarísk Beck hefur skrifað fjórar bækur um Jane Sil- ver sem neyðist til að leysa mál sem lögregl- unni hefur mistekist — sjá til þess að réttlætið nái fram að ganga — til að fá arf eftir sérvitran frænda sinn. Jane er ekki dæmi- gerður spæjari, hún hefur t.d. andstyggð á líkams- rækt, og á meðan starf- systur hennar þær Wars- hawski og Kinsey Mill- SARA PARETSKY Author ofBITTER MEDICINE VI. Warshawskl, Chicago's unbeatable female Prtvate eye, takes on friars and fínancíers to bust open a sinister case KILLING ORDERS "Its V.l.'s moral fiber, not her fists, that makes her the tongliest of the new female cops and a credit to the whole genre;' Th<* Gevel.tivl Plaln De.tloi hone eru síhlaupandi til að halda sér í formi vill hún helst hafa það náðugt og sólunda arfinum en til að svo megi verða verður hún að ráða fram úr hverju sakamálinu á fæt- ur öðru. Bækurnar eru fyndnar og skemmdlegar. Ein bók hefur komið út á íslensku eftir K.K. Beck en hún er ekki í þessum flokki. Sara Paretsky: bandarísk f. 1947 Hún hefur skrifað allmargar bækur um einkaspæjarann V.I. Warshawski sem er af ítölsku og pólsku bergi brotin. Warshawski starfar í Chicago og er lögfræðingur að mennt, faðir hennar var Iögreglumaður og hún á hauk í horni inn- an lögreglunnar þar sem gamall vinur hans er. Gamall ná- granni hennar reynist einnig betur en enginn. Warshawski er töff spæjari, stundar líkamsrækt og lendir iðulega í rysk- ingum þegar hún er að leysa málin fyrir skjólstæðinga sína. Þrjár bækur um Warshawski hafa komið út á íslensku. Tony Hillerman: bandarískur f. 1925 Við erum hrifnastar af bókum hans um Navajo indíán- ana Joe Leaphorn og Jim Chee sem starfa í lögreglunni á verndarsvæðum indíána. Hillerman blandar skemmtilega saman gömlum indíánasögnum og nútíma morðgátum í sögum sínum. Þær eru mjög spennandi og kafa oft djúpt í sálarlíf sögupersónanna. Þrjár bækur eftir Hillerman hafa verið þýddar á íslensku þar af tvær um Joe Leaphorn og Jim Chee. Colin Dexter: breskur, um sextugt Dexter og spæjari hans Morse Iögreglufulltrúi eru einna þekktasdr hér á landi fyrir sjónvarpsþætti sem sýndir hafa verið ár eftir ár. Það kveður svo rammt að þessum áhrifum að ef maður hugsar um Dexter sér maður í huganum leik- arann sem leikur Morse. Þeir renna saman í eitt, höfundur, sögupersóna og leikari. Colin Dexter er háskólagenginn og áhugamál hans eru „reading poetry, drinking good bear and playing bad bridge“ svo vitnað sé í hann sjálfan. Bæk- ur hans eru spennandi, vel skrifaðar og ekki of orðmargar. Einnig er hinn bók — og tónelski piparsveinn Morse ósköp viðkunnanlegur. Nokkrar bækur Dexters hafa verið þýddar á íslensku. P.D. James: bresk f. 1920 Aðalsöguhetjan í flestum bókum Phyllis Dorothy James, Adam Dalgliesh, starfar hjá Scotland Yard í London. Morðin í sögum P.D. James eru oft mjög hrotta- leg en Dalgliesh leysir sínar morðgátur snyrtilega og lendir sjaldan í ryskingum. í seinni bókum hennar eru sakamálin og lausn þeirra varla aðalatriðið lengur. A taste for death fjallar að miklu leyti um dauðann og í nýjustu bókinni Originalsin eru sakamennirnir í aðalhlutverki en Dalgliesh er orðin aukapersóna. Allmargar bóka P.D. James hafa ver- ið þýddar á íslensku. Sue Grafton: bandarísk f. 1940 Grafton segist hafa byrjað að skrifa sakamálasögur þeg- ar hún skildi við eiginmann sinn og gældi við ótal hug- myndir um það hvernig hún gæd komið honum fyrir katt- arnef. Hún hefur skrifað sögur urn Kinsey Millhone sem heita eftir stöfunum í stafrófmu, þ.e. A for alibi o.s.frv. Sú nýj- asta er Lfor lawless sem út kom á síðasta ári. Kinsey er töff spæjari af gamla skólanum. Hún á enga fjölskyldu og fáa vini, en eins og Warshawski á hún gamlan nágranna sem geggjaðan stjórnmála- mann sem girnist hana. Walter Mosley: banda- rískur f. 1952 Mosley er blökku- maður, fæddur í Los Angeles. Hann hefur skrifað fjórar bækur um spæjarann Ezekiel „Easy“ Rawlins. Sú fyrsta, Devil in a blue dress hefur ný- lega verið kvikmynduð og verður vonandi sýnd hér innan skamms. Sög- urnar gerast kringum 1950 og Easy sem er svartur þarf ekki einungis að berjast við glæpamenn í L.A. heldur einnig fordóma samfélagsins. Hann er einkar mann- legur spæjari og lesandinn fylgist spenntur með því hvern- ig honum gengur bæði í einkalífinu og starfi. Það jók mjög vinsældir Mosleys í heimalandi sínu þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði hann vera uppáhalds spennusagna- höfund sinn. 26 Bókasafhið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.