Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 26
Linda Barnes: bandarísk f. 1949
Hefur skrifað bækur með karlkyns spæjara í aðalhlut-
verki en síðari bækur hennar fjalla um einkaspæjarann Car-
lottu Carlyle. Hún er fráskilin; býr í eigin húsi ásamt
skrautlegum leigjanda sínum, á litla fóstursystur sem er frá
Kólumbíu, heldur við mafíósason og ekur leigubíl þegar
lítið er að gera í spæjarabransanum. í gegnum fóstursystur-
ina kynnist lesandinn kjörum innflytjenda - löglegra og
ólöglegra - í Bandaríkjunum og eru þær lýsingar frekar
nöturlegar. Til að halda sér í formi leikur Carlotta horna-
bolta.
Liza Cody: bresk f. 1944
Cody er líklega þekktust fyrir bækur sínar um Önnu
Lee, eftir þeim hafa verið gerðar sjónvarpsmyndir sem ís-
lenskir áhorfendur hafa fengið að sjá öðru hverju sl. ár. Við
viljum hins vegar vekja athygli á tveimur öðrum bókum
eftir hana um aðra kvenhetju sem ekki er eins glæsileg og
Anna. Sú er glímukona og er kölluð „the London Lassass-
in“ í faginu, en heitir reyndar Eva Wylie. Hún er andhetja,
illa gefin og seinheppin en römm að afli. Ein frumlegasta
aðalsöguhetjan í þessum
bókmenntum.
K.K. Beck: bandarísk
Beck hefur skrifað
fjórar bækur um Jane Sil-
ver sem neyðist til að
leysa mál sem lögregl-
unni hefur mistekist —
sjá til þess að réttlætið nái
fram að ganga — til að fá
arf eftir sérvitran frænda
sinn. Jane er ekki dæmi-
gerður spæjari, hún hefur
t.d. andstyggð á líkams-
rækt, og á meðan starf-
systur hennar þær Wars-
hawski og Kinsey Mill-
SARA PARETSKY
Author ofBITTER MEDICINE
VI. Warshawskl, Chicago's unbeatable female
Prtvate eye, takes on friars and fínancíers to bust
open a sinister case
KILLING
ORDERS
"Its V.l.'s moral fiber, not her fists, that makes her
the tongliest of the new female cops and a credit
to the whole genre;'
Th<* Gevel.tivl Plaln De.tloi
hone eru síhlaupandi til að halda sér í formi vill hún helst
hafa það náðugt og sólunda arfinum en til að svo megi
verða verður hún að ráða fram úr hverju sakamálinu á fæt-
ur öðru. Bækurnar eru fyndnar og skemmdlegar.
Ein bók hefur komið út á íslensku eftir K.K. Beck en
hún er ekki í þessum flokki.
Sara Paretsky: bandarísk f. 1947
Hún hefur skrifað allmargar bækur um einkaspæjarann
V.I. Warshawski sem er af ítölsku og pólsku bergi brotin.
Warshawski starfar í Chicago og er lögfræðingur að mennt,
faðir hennar var Iögreglumaður og hún á hauk í horni inn-
an lögreglunnar þar sem gamall vinur hans er. Gamall ná-
granni hennar reynist einnig betur en enginn. Warshawski
er töff spæjari, stundar líkamsrækt og lendir iðulega í rysk-
ingum þegar hún er að leysa málin fyrir skjólstæðinga sína.
Þrjár bækur um Warshawski hafa komið út á íslensku.
Tony Hillerman: bandarískur f. 1925
Við erum hrifnastar af bókum hans um Navajo indíán-
ana Joe Leaphorn og Jim Chee sem starfa í lögreglunni á
verndarsvæðum indíána. Hillerman blandar skemmtilega
saman gömlum indíánasögnum og nútíma morðgátum í
sögum sínum. Þær eru mjög spennandi og kafa oft djúpt í
sálarlíf sögupersónanna. Þrjár bækur eftir Hillerman hafa
verið þýddar á íslensku þar af tvær um Joe Leaphorn og Jim
Chee.
Colin Dexter: breskur, um sextugt
Dexter og spæjari hans Morse Iögreglufulltrúi eru einna
þekktasdr hér á landi fyrir sjónvarpsþætti sem sýndir hafa
verið ár eftir ár. Það kveður svo rammt að þessum áhrifum
að ef maður hugsar um Dexter sér maður í huganum leik-
arann sem leikur Morse. Þeir renna saman í eitt, höfundur,
sögupersóna og leikari. Colin Dexter er háskólagenginn og
áhugamál hans eru „reading poetry, drinking good bear
and playing bad bridge“ svo vitnað sé í hann sjálfan. Bæk-
ur hans eru spennandi, vel skrifaðar og ekki of orðmargar.
Einnig er hinn bók — og tónelski piparsveinn Morse
ósköp viðkunnanlegur. Nokkrar bækur Dexters hafa verið
þýddar á íslensku.
P.D. James: bresk f. 1920
Aðalsöguhetjan í flestum bókum Phyllis Dorothy
James, Adam Dalgliesh, starfar hjá Scotland Yard í
London. Morðin í sögum P.D. James eru oft mjög hrotta-
leg en Dalgliesh leysir sínar morðgátur snyrtilega og lendir
sjaldan í ryskingum. í seinni bókum hennar eru sakamálin
og lausn þeirra varla aðalatriðið lengur. A taste for death
fjallar að miklu leyti um dauðann og í nýjustu bókinni
Originalsin eru sakamennirnir í aðalhlutverki en Dalgliesh
er orðin aukapersóna. Allmargar bóka P.D. James hafa ver-
ið þýddar á íslensku.
Sue Grafton: bandarísk f. 1940
Grafton segist hafa byrjað að skrifa sakamálasögur þeg-
ar hún skildi við eiginmann sinn og gældi við ótal hug-
myndir um það hvernig hún gæd komið honum fyrir katt-
arnef.
Hún hefur skrifað sögur urn Kinsey Millhone sem heita
eftir stöfunum í stafrófmu, þ.e. A for alibi o.s.frv. Sú nýj-
asta er Lfor lawless sem út kom á síðasta ári. Kinsey er töff
spæjari af gamla skólanum. Hún á enga fjölskyldu og fáa
vini, en eins og Warshawski á hún gamlan nágranna sem
geggjaðan stjórnmála-
mann sem girnist hana.
Walter Mosley: banda-
rískur f. 1952
Mosley er blökku-
maður, fæddur í Los
Angeles. Hann hefur
skrifað fjórar bækur um
spæjarann Ezekiel „Easy“
Rawlins. Sú fyrsta, Devil
in a blue dress hefur ný-
lega verið kvikmynduð
og verður vonandi sýnd
hér innan skamms. Sög-
urnar gerast kringum
1950 og Easy sem er
svartur þarf ekki einungis að berjast við glæpamenn í L.A.
heldur einnig fordóma samfélagsins. Hann er einkar mann-
legur spæjari og lesandinn fylgist spenntur með því hvern-
ig honum gengur bæði í einkalífinu og starfi. Það jók mjög
vinsældir Mosleys í heimalandi sínu þegar Bill Clinton
Bandaríkjaforseti sagði hann vera uppáhalds spennusagna-
höfund sinn.
26 Bókasafhið 20. árg. 1996