Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 38

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 38
Kristín Bragadóttir Jón sænski Matthíasson Fyrsti prentari á íslandi £Íjj*yHy4;lendingar eru alltaf fljótir að taka við Vflira tækninýjungum. Svo var það einnig á 16. öld. 1^3 ■ Málsmetandi menn höfðu þá þegar kynnst ^ prentlistinni á ferðum sínum í útlöndum og sáu hve vel fallin hún er til að koma skoðunum á framfæri. Fyrsti prentarinn, sem prentaði hér á íslandi, var sænskur prestur sem kallaður var Jón sænski. Jón Arason biskup á Hólum sá til þess að fá hann hingað til lands. Jón sænski hafði kynnst iðninni í hámenningunni á meginlandinu og flutti þekkingu sína og áhöld til íslands, settist að í Hólastifti og prentaði þar guðsorð. Hann vann hér á mót- um tveggja siða kirkjunnar, kaþólsks siðar og lútersks sið- ar. Honum gekk ágætlega að samsama sig hér og kenndi öðrum fagið. Enginn vafi leikur á, að fyrstu ár prentunar á íslandi voru geysilega þýðingarmikil menningarlega séð. Hver var hann? Jón Matthíasson eða Jón sænski eins og hann var oftast nefndur á fslandi var einn af svo kölluðum farandprentur- um. Hann ferðaðist með allt sitt í kofforti um meginland Evrópu. Hann ferðaðist bæ úr bæ og tók að sér afmörkuð verk. Þegar Jón sænski hafði lokið verkinu flutti hann sig um set og tók við nýju verkefni. Það var þannig sem menn með hans starfsþjálfun unnu. Hann var vel lærður, kunni verk sitt vel og var eftirsóttur til allrar vinnu við prentverk. Jón var sænskur að uppruna, trúlega frá Hallandi í Svíþjóð en hafði yfirgefið ættjörð sína því þar höfðu flestir menn tekið villutrú að hans mati. Hann vildi vera sannkaþólskur og leitaði til Þýskalands. Jón Arason, síðastur kaþólskra biskupa á íslandi, sem vissi hvílíkur máttur og afl bjó með prentlistinni, þurfti nauðsynlega að fá prentara heim til Hóla og hann réri að því öllum árum að fá Jón Matthías- son að biskupssetrinu og setja á stofn prentsmiðju þar. Fræðimenn greinir á um hvort Jón biskup hafi sjálfur uppgötvað Jón sænska eða hvort það var Sigurður sonur hans. Verður ekki farið út í þær deilur hér en aðeins nefnt að í klausu í 16. aldar handriti í háskólabókasafninu í Upp- sölum kveður svo á um að þegar biskup Jón Arason hafði ríkt á stóli sínum að Hólum 5 eða 6 ár, lét hann fyrstur allra koma prentverki í notkun á íslandi. Nokkuð ljóst er að Jón biskup átti hlut að máli, hver svo sem samdi við Jón sænska um að koma norður til íslands. Handrit þetta er óhöfundargreint. Margir fræðimenn hafa lagt orð í belg um hvenær hann kom til íslands og hóf prentun. Ætla má að Myndin er af hinu þekkta korti af Norðurlöndum, Carta Marina frá 1539. Sjá umf. bls. 40. 38 Bókasafnið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.