Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 40

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 40
skrifararnir týndu tölunni. Prentað verk varð smám saman ódýrara og uppskrifir þóttu ekki lífvænlegur atvinnuvegur. Prentaðar bækur fjarlægðust nú óðum handridð að útliti og gerð. Lengi þekktist að handskreyta prentaðar bækur. Töflu- prentun hafði líka komið fram á sjónarsviðið en hún er mikilvægur liður í þróun prentlistarinnar. Hún hafði lengi verið notuð í Austurlöndum og í Evrópu var hefð fyrir töfluþrykki á efni og á spil. Letur bókanna var þá skorið í spegilmynd í trétöflu af þeirri stærð sem síðuflöturinn átti að vera. Sverta var borin á skurðflötinn og pappírinn lagð- ur þar á og þrýst að. Eftir sat svertan á pappírnum. Nokk- ur vandi fylgdi því að þrykkja spil því blokkirnar þurftu að vera 52 talsins til að ná einum spilastokk. Tréskurðar- myndir af ýmsu tagi náðu mikilli útbreiðslu og var oft mik- ið listfengi lagt í plötuna. Plöturnar var hægt að nota aftur og aftur í óbreyttu ástandi þannig að síðurnar urðu allar eins. Fyrsta bókin með prentuðum tréskurðarmyndum sá dagsins ljós árið 1461. Eftir það varð algengt, að menn skæru fagurlega upphafsstafi í tré til skreytinga fyrir prent- gripi. Þótd að þeim mikil prýði (Pétur, s. [41]). Sama máli gengdi um prentun landakorta sem urðu sívinsælli og nauðsynlegri eftir því sem menn fóru að leggjast í ferðalög í auknum mæli. Landakort voru bæði prentuð eftir tré- blokkum og með koparstungu og voru að jafnaði nokkur eintök þrykkt eftir sömu plötu. I Þýskalandi hafði Jóhann Gutenberg lagt sitt af mörk- um til menningarinnar með snildarlegri uppfinningu sinni á nýrri prenttækni. Honum hafði dottið í hug að steypa lausa stafi, svo köllað lausaletur og raða þeim saman. Hann gerði letursteyputækin úr tré og málmi og steypti stafina úr blýi. Þannig gat hann raðað stöfum í orð og málsgreinar. Með því að eiga góðar birgðir af bókstöfum var hægt að raða saman orðum eins lengi og stafafjöldinn leyfði. Marg- ar blaðsíður og heilar bækur urðu nú til á nýjan og full- komnari hátt en áður hafði tíðkast. Listgrein og iðngrein náðu saman við sköpun bóka. Prentun hafði mikla breytingu í för með sér. Hægt var að fjöldaframleiða bækur og þær urðu mun ódýrari en skrifaðar bækur höfðu verið. Nú voru það eklci bara auð- menn einir sem gátu eignast bækur heldur líka þeir sem minna máttu sín. Nú gátu menn fræðst um ýmis málefni og loks var hægt að reka markvissari áróður en nokkru sinni fyrr. Prentlistin náði skjótri útbreiðslu víða um lönd því menn sáu fljótt hver tímasparnaður og annar hagnaður var fenginn með þessari aðferð. Hún hófst í Þýskalandi um 1440 og breiddist hratt út til nágrannalandanna. Fyrir aldamótin 1500 hafði prentlistin festst í sessi í 60 þýskum borgum og þýskir prentarar fluttu tæknina til Englands, Frakklands, Hollands, Italíu og Spánar. I þessum Iöndum náði prentlistin mjög langt og þróaðist á sinn sérstaka hátt í hverju þessarra landa (Olmert, s. 122). Árið 1482 fóru menn að prenta í Danmörku og ári seinna í Svíþjóð. Talið er að Johan Snell hafi verið frumkvöðull í báðum þessum löndum. Norðmenn fóru ekki að prenta fyrr en tölvert seinna en Islendingar eða árið 1643. Menn sem kunnu að prenta urðu hvarvetna eftirsóttir verktakar. Á þeim tíma sem Jón fékkst við prentun á meginland- inu var prentlistin komin úr reifum. Oft er talað um prent- verk fyrir árið 1501 sem „vögguprent“ eða „incunabula“, en það merkir vagga eða reifar. Þróunin hefur verið geysiör. I upphafi 16. aldar eru titilblöð farin að líkjast því sem við nú þekkjum, en fyrstu bækurnar voru án titilblaðs. Allar hefðbundnar upplýsingar um bókina er nú að finna á titli- blaði. „Colophon", sem áður var greinargerð aftan við bók- ina, hverfur smám saman. Blaðsíðutal sést í síauknum mæli, en „Custodes" (verðir), sem voru leiðbeining prent- uð aftan við síðasta orð á síðu og síðan endurtekin fyrst á næstu síðu, þannig að lesandinn sá að hann var á réttri leið við lesturinn. „Custodes“ var lengi iðkað. Ymist var prent- að í dálkum eða í heilum línum yfir blaðsíðurnar. Tilraun- ir voru gerðar með að prenta í lit, þótt handlitun væri langtum algengari. Var litunin gerð eftir á og olli því að hvert eintak um sig varð einstakt. Prentarar þessa tíma þurftu að kunna ýmislegt fyrir sér. Margir þeirra voru einnig leturgrafarar og færir skrifarar. Auk þess kunnu margir latínu og önnur klerkleg fræði. I byrjun reyndu prentarar að líkja eftir skrifuðum bókum eins og þær tíðkuðust fram að þessum tíma og margar þeir- ra voru hreinustu listaverk. Þess vegna var mikið lagt í prentgripi en margir eru listilega unnir. Ekki er vitað með vissu, hvort Jón sænski lærði prentun í Svíþjóð eða í Þýskalandi. Hann mun þó hafa keypt tæki þau og tól sem hann flutti með sér til Islands á meginland- inu að öllum líkindum í Lúbeck. Út í hvað var maðurinn að fara? I Svíþjóð var almenn þekking á Islandi harla lítil á þess- um tíma. Jón Matthíasson og landar hans hafa því ekki haft mikla hugmynd um mannlífið hér né afkomumöguleika. Olaus Magnus (1490-1557), sem var kaþólskur erkibiskup gerði kort af Norðurlöndum árið 1539. Kortið er mjög þekkt og er kallað Carta Marina en það gefur athyglisverða mynd af Norðurlöndum. Þar má glögglega sjá að Island átti enn langt í land með að fá á sig raunsanna mynd í vit- und manna. Kortið er einmitt mjög skemmtilegt vegna þess að ýmsar mannlífslýsingar eru teiknaðar inn á það. Olaus skrifaði merkilegt rit um Norðurlönd, sem gefið var út í Róm 1555 eða nokkru eftir að Jón sænski kom til ís- lands. Rit þetta er sígilt og oft vitnað til þess vegna þess að það lýsir vel þekkingu þeirra tíma manna. Olaus Magnus segir í stórbrotnu verki sínu um sögu norrænna þjóða, að hann hafi fyrir satt, að á Islandi sé kalt og dimmt. Menn undri hvað hægt sé að gera í landi, þar sem yfirþyrmandi og endalaus nótt ráði ríkjum (Magnus, s. 55) Af þessari klausu má ef til vill ráða eða geta sér til um að fólk sé mikið inni við og iðki þá einhver störf, sem henti innanhúss. Því ekki bóklestur? Vissulega þarf ljós til, en fólk hafði ráð við því. Umræða af þessu tagi getur haft áhrif á Jón sænska við ákvörðun á því að taka boði biskups. Hann kann að hafa heyrt einhvers staðar að Island hafi aldrei bóklaust verið allt frá því að írskir menn voru hér fyrir landnám og allar göt- ur síðan. Ef til vill hefur þetta örvað hann. Hvað lagði hann af mörkum? Um Jón sænska má segja „veni, vidi, vici“, hann kom, sá og sigraði. Að svo miklu leyti sem hægt var á Islandi um 1530 þegar trúardeilur voru að ná hámarki, Island var of- urselt erlendu konungsvaldi og andleg og veraldleg hnign- un var í sjónmáli að lokinni gullöld. Jón var vel menntaður maður. Hann var prestlærður, sem þýddi að hann kunni latínu auk guðfræðinnar. Meira að segja er hann sagður hafa aðstoðað Jón biskup Arason við latnesk bréf og jafnvel verið hans hægri hönd við bréfa- skriftir. (Þorkell, s.[60]). Hann hafði auk þess tæknina á sínu valdi og hann kunni sig. I Annálum Björns á Skarðsá er sérstaklega til þess tekið að hann sé „skikkanlegur mað- 40 Bókasafnið 20. árg. 1996
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.