Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 46

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 46
Guðrún Karlsdóttir Úr eikarskúffum á alheimsnet Skráningardeild Landsbókasafhs Islands - Háskólabókasafns Veröld sem var Þegar stærsta safn þjóðarinnar, Landsbókasafn fslands - Háskólabókasafn, var opnað í Þjóðarbókhlöðu 1. desem- ber, 1994, átti það sér orðið talsvert langa forsögu. Margir höfðu um árabil beðið óþreyjufullir eftir tilurð þess og sumir eflaust orðnir nær úrkula vonar undir lok síðasta ára- tugar. En þá reyndust framundan ár mikilla framkvæmda í hönnunar- og byggingarlegu tilliti og ekki síður í safn- tæknilegum efnum. í gömlu söfnunum, Landsbókasafni fs- lands í Safnahúsinu við Hverfisgötu og Háskólabókasafni í aðalbyggingu Háskóla íslands, voru þrengsli orðin ótrúlega mikil og húsnæði löngu sprungið utan af safnkosti og mönnum. Nýjar víddir En samtímis því sem þrengdist um olnboga- og geymslurými tók innri starfsemi safnanna á sig nýjar vídd- ir. Á komst skipulagt samstarf til undirbúnings sameiningu og tók það að lokum til allra meginþátta starfseminnar. Markvisst var fylgst með því sem var að gerast annars stað- ar í heiminum á skyldum sviðum og það sem við átti heim- fært í þeirri mynd sem best hentaði aðstæðum og kröfum hér heima. I kjölfar sannprófunar og ákvarðanatöku á hverju sviði voru teknar saman margvíslegar verkefnislýs- ingar. Gerðar voru voru forkannanir, verk- og kostnaðará- ætlanir, áætlanir um aðstöðu-, fjár- og mannaflaþörf og söfnin gengu svo sameiginlega til margvíslegra samninga við þriðja aðila. Á þennan hátt fór t.d. í stórum dráttum fram val á tölvukerfi fyrir safnið, ákvörðun um afturvirka tölvutöku skráa, tölvuvæðingu skráningar og annarra þátta starfseminnar. Forsvarsmenn og faghópar unnu svo einnig að ítarlegum forsögnum um búnað á nýjum stað, legu og tengsl starfsþátta í fyrirheitna landinu vestan Suðurgötu. Tölvutœknin heldur innreið sina Nokkrir áfangar á leið til nútímans í nýju safni eru öðr- um minnisstæðari. Stórt framfaraskref var stigið í Lands- bókasafni íslands árið 1980, þegar farið var að vinna íslenska bókaskrá, sem er þjóðbókaskrá íslendinga, eftir tölvuskráningarlegum forsendum, en það var skráin fyrir árið 1979. Þá var fyrst farið að nota afbrigði af marksniði, þ.e. beita tölvulæsilegri skráningu (MARC = Machine Rea- dable Cataloguing) hér á landi. Margvísleg þróun hefur átt sér stað síðan, en á árinu 1995 var skráin svo fyrsta sinni unnin til útgáfu í tölvukerfinu Gegni. Á þessu fyrsta heila starfsári safnsins voru þrír árgangar hennar, fyrir árin 1992, 1993 og 1994, dregnir út úr kerfmu til prentunar sam- kvæmt þar til gerðu forriti. Stefnt er að því að skráin komi hér eftir reglulega út um mitt árið, en prentskil fyrra árs eiga að skila sér nokkurn veginn á fyrsta ársfjórðungi hvers árs. Byrjað að afrita fœrslur úr gagnagrunnum Þá má minnast þess að á árinu 1986 var tekið annað stórt stökk fram á við í tölvuvæðingar- og skráningarmál- 46 Bókasafnið 20. árg. 1996 um, þegar farið var í Háskólabókasafni að afrita erlendar færslur úr gagnasafnskerfinu BiblioFile, en það er gefið út á geisladisk- um af Library Corporation í Bandaríkjun- um. BiblioFile er einnig unnt að nota til frumskráningar og var sá möguleiki fljótlega hagnýttur í söfnunum báðum. Fyrst í stað var tölvuvinnsla skránna aðeins ný aðferð til skráningar og útprentunar spjalda og lista. Möguleikar tölvuskráningar skiluðu sér því engan veginn til fulls fyrr en færslurnar voru gerðar aðgengilegar notendum í tölvutæku formi með öllum þeim nýju leitarmöguleikum sem þá buð- ust, t.d. samsettum leitum (ítarleitum). Afturvirk tölvutaka spjaldskráa Þegar val á tölvukerfi fyrir Þjóðarbókhlöðusöfn stóð fyr- ir dyrum á níunda áratugnum var það fyrirsjáanlegt að kerfið yrði nær tómt fyrstu árin og áratugina nema sérstakt afturvirkt átak yrði gert í tölvuskráningarmálum. Við þær aðstæður var ljóst að kerfið myndi ekki nýtast nema að hluta til og ekki væri t.d. unnt að taka útlánaþáttinn í notk- un nema að takmörkuðu leyti meðan aðeins lítill hluti saf- nefnis væri tölvuskráður. Töluleg yfirlit úr kerfinu næðu þá einungis yfir hluta safnkostsins í stað þess að gefa heildar- yfirlit yfir stöðu viðfangsefna og kerfisþátta. Samið við Saztec Til þess að koma í veg fyrir að þarna skapaðist vandi og óhagkvæmni í safnrekstrinum var haustið 1988 að vel at- huguðu ráði gengið til samninga við breska bókasafnsþjón- ustufyrirtækið Saztec um tölvutöku spjaldskráa, og miðað- ist samningurinn við meginhluta spjaldskráðs erlends efnis safnanna beggja á þeim tíma, alls um 190 þúsund færslur. Handskrifuð spjöld stóðu utan við þennan ramma, svo og vélrituð og fjölrituð spjöld þar sem letur var fram úr hófi dauft og illlæsilegt. Áður en til samningsgerðar við Saztec kom var gerð verð- og gæðakönnun hjá fleiri aðilum. Þá þurfti að taka afstöðu til þess á hvaða formi væri hentugast að senda utan bókfræðilegar upplýsingar, en þar voru ýms- ir valkostir fyrir hendi sem allir voru kannaðir. Reyndist ljósritun spjaldskráa hagkvæmasti kosturinn. Verkefnislýsingfyrir tölvutöku skráa erlendis Áður en til framkvæmda kom um tölvutöku skráa var tekin saman ítarleg forsögn um verktilhögun og samvinnu Saztec við söfnin. Þar var einnig kveðið á um í hvaða formi færslum yrði skilað að loknu verki og áfangar tímasettir. Gerðar voru ýmsir hjálparskrár, svo sem íslensk-enskur listi um skammstafanir, skilgreiningar atriða í spjaldfæti og fleira. Samið var um að ensk efnisorð skyldu fylgja færslun- um úr þeim gagnabönkum sem þær yrðu dregnar út úr, en það sem ekki fyndist yrði slegið inn skamkvæmt forsögn. Keypt tölvukerfi sem hlýtur nafhið Gegnir Nú fóru hjólin að snúast hraðar. Fyrsti skammturinn af tölvutækum bókfræðifærslum frá Saztec barst eins og um var samið á segulböndum árið 1989. Sama ár var eftir ára-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.