Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 47

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 47
Gamli og nýi tíminn mœtist. (Ljósm.: Edda Sigurjónsdóttir). langa ítarlega athugun og samanburð milli helstu bóka- safnskerfa loks tekin ákvörðun um að velja breska bóka- safnskerfið Libertas fyrir þjóðarbókhlöðusöfn. Var gengið frá samningum við SLS Informadon systems Ldt. 30 apríl og innlendum aðila um kaup á vélbúnaði 10. maí 1990 og kerfið tengt neti Háskóla íslands síðar á því ári. Að undan- genginni samkeppni hlaut kerfið nafnið Gegnir hér á landi. Spjaldskráning leggst af Spjöld fyrir tölvuskráð efni voru reglulega prentuð fyrir skrár safnanna allt til 1990, er prentun var hætt úr BiblioFile nema fyrir útibú Háskólabókasafns sem enn þurftu á þessari þjónustu að halda um hríð. Disklingaskrár voru þá látnar brúa> að bilið uns almenningsaðgangur Gegnis var opnaður sumarið 1991 og var skráningarþáttur- inn svo tekinn í notkun þá um haustið. í ársbyrjun 1992 voru settir upp skjáir í mörgum útibúum og þar með voru spjaldskrár þeirra einnig úr sögunni. Færslur úr ýmsurn áttum fluttar í tölvukerfi Uppruni færslna í Gegni er af margvíslegum toga. Saztec lét draga hluta tölvufærslnanna út úr erlendum gagnabönk- um, fyrst og fremst úr UTLAS gagnabankanum (Uni- versity of Toronto Library Automated System) en einnig var leitað í öðrum gagnabönkum, svo sem OCLC (Online Computer Library Center). Það sem ekki fannst tölvuskráð var slegið inn skv. áðurnefndri forsögn sem bundin var í samningi. Fyrirtækið afhenti síðustu tölvufærslurnar á seg- ulböndum árið 1991. Allar færslurnar frá Saztec voru vél- lesnar inn í kerfið ásamt öðrum færslum safnanna í tölvu- tæku formi, svo sem úr „Ómark“, sem notað hafði verið fyrir íslenska bókaskrá, og BiblioFile. Er því verki lauk var búið að snúa meginhluta spjaldskráa um erlend rit safn- anna beggja í tölvutækt form og flytja í Gegni ásamt ís- lenskum ritauka síðasta áratugs (1979-90) og Samskrá um erlend tímarit (NOSP). Tölvutaka íslensks efnis afiur í tímann Það var augljóst frá upphafi að hagkvæmast væri að vinna að tölvuskráningu íslenska hlutans hérlendis. Vitað var að lítið myndi finnast af íslenskum færslum í erlendum gagnabönkum og auk þess yrðu þær aldrei eins vandaðar og ítarlegar og krefjast þyrfti fyrir þjóðbókasafn. Gerð var til- raun hér heima með skönnun spjaldskártexta, færslna úr Árbók Landsbókasafns íslands, íslenskri bókaskrá og Ritaukaskrá Landsbókasafns í tölvutækt form. Ymsir ann- markar á þeirri aðferð komu í ljós, spjöld höfðu verið leið- rétt með mismunandi leturgerðum, letur úr spjaldafjölrit- urum var oft of feitt, þannig að ð og ó og fleiri stafir sem líktust hver öðrum runnu saman. Og í útgefnum bóka- skrám höfðu markvisst verið notaðar ýmsar leturgerðir til þess að greina á milli bókfræðiatriða. Það reyndist því erfitt að kenna skannanum svo margháttaðan lestur sem þurfti og var horfið frá þeirri hugmynd og þess í stað ákveðið að slá handvirkt inn það sem ekki var þegar til í tölvutæku formi. Skráningarþáttur tekinn í notkun Notendatölvur voru settar upp í báðum söfnunum árið 1991 og afturvirk tölvuskráning á íslensku efni hófst þá um haustið, er skráningarþáttur kerfisins var tekinn í notkun (1. okt. 1991). Samþykki ráðuneyta hafði þá fengist til að ráða sérstakan viðbótarmannafla til þessa mikla verks og skiptu söfnin með sér verkum samkvæmt áætlun. Síðan þá hefur verið unnið óslitið að afturvirkri skráningu íslenskra rita. Nú, tæpum fimm árum síðar er búið að skrá mikinn meiri hluta íslensks efnis í samrunasafninu, en það hýsir eins og kunnugt er meginhluta íslenskrar útgáfu. Allt efni á Bókasafnið 20. árg. 1996 47

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.