Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 48

Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 48
sjálfbeina hefur verið skráð og skráningu rita þjóðdeildar skilar vel áfram. Skráning sérsafna er langskemmst á veg komin. f tímaritahaldi er unnið að því að setja staðsetningu tímarita inn í bókfræðifærslur. Beinlínuflutningur fœrslna úr gagnabönkum Aðföng safnsins eru skráð jafnóðum og þau berast í safn- ið. íslensk rit þarf að frumskrá en fyrir mikinn hluta er- lendra rita er unnt að sækja færslur tölvuleiðis í erlendan gagnabanka, OCLC, og flytja þær yfir í marksnið Gegnis með nokkrum lagfæringum. Afritun færslna úr OCLC hófst í október 1992 og lætur nærri að meðaltal leitar- heimta hafi verið fimm sjöttu þennan tíma. Öll aðildarsöfn Gegnis hafa aðgang að OCLC. Síðla árs 1995 opnuðust svo möguleikar á flutningi færslna yfir í Gegni úr fleiri gagnabönkum, m.a. á öðrum málsvæðum. Tekinn hefur verið upp samskiptastaðallinn Z39.50 og nú er t.d. unnt að tengjast gagnabanka SLS í Bristol og norska kerfinu BIB- SYS. Safnið mun í framtíðinni notfæra sér alla þá flutnings- möguleika á færslum sem bestar heimtur gefa og gerir sam- anburð á milli þeirra í því skyni. Tengsl aðfangadeildar og skráningardeildar í altölvuvæddu safni sem þessu eru mikil tengsl milli skráningardeildar og aðfangadeildar. Aðfangafærslur verða til í aðfangadeild en yfir þær er jafnharðan farið í skráning- ardeild, m.a. með tilliti til nafnmyndaskráa. Talsverð vinna fer daglega í að viðhalda nafnmyndaskrám kerfisins, þannig að nafnmyndir eintaklinga og stofnana séu ávallt notaðar á sama veg en gerðar tilvísanir frá afbrigðum. í skráningar- deild eru færslurnar fyrir nýpöntuð rit lyklaðar svo að unnt sé að fletta þeim upp í kerfinu og sjá hvaða rit eru í pönt- un eða hvar rit er á vegi statt í meðhöndlun eftir að það hef- ur borist safninu. Kjalmiðar eru prentaðir út úr Gegni. Tekin var sú ákvörðun að láta aðila utan safnsins sjá um prentun strikamiða, a.m.k. meðan safnið hefur ekki meiri mannafla á að skipa en nú er. Eintaksfierslur og strikamerkingar Samhliða tölvuskráningu í Gegni hafa rit safnsins verið strikamerkt, en hver strikamiði ber einstakt númer fyrir rit/eintak rits, þ.e. eintaksnúmer. Gerðir voru fortengdir strikamiðar móti öllum erlendum færslum sem véllesnar voru inn í kerfið, öðrum en tímaritafærslum, og voru þeir afhentir í flokkaðri röð innan hverrar safndeildar, þ.e. í sömu röð og rit sem raðað var í Deweyröð. Gekk álíming- in mjög hratt fyrir sig þar sem nákvæmlega var raðað en var seinlegri þar sem röðun var grófari, svo sem í geymslusöfn- um. Alíming strikamiða hefur nýst sem eignatalning, en ákveðið var að leggja ekki vinnu í eignatalningu fyrirfram, þar sem ekki var mannafli fyrir hendi til slíks, og auk þess talið að slík vinna yrði kostnaðarsamari í launagreiðslum en aukaeintök strikamiða á móti glötuðum ritum og reyndist það mat rétt. Gagnasafnskerfið Greinir íslenskar færslur í Gegni hafa að nokkru marki fengið efnisorð á íslensku en mun meira hefur verið lyklað með ís- lenskum efnisorðum í hliðarkerfinu Greini. Greinir er gagnasafnskerfi fyrir tímarits- og blaðagreinar og var unnið að skilgreiningu og uppsetningu á því á árinu 1992. í Greini eru fyrst og fremst skráðar afturvirkri skráningu og samtímaskráningu tímaritsgreinar úr völdum íslenskum tímaritum, en þar er einnig hafin skráning greina eftir ís- 48 Bókasafnið 20. árg. 1996 lendinga í erlendum ritum og erlendra greina um ísland og íslensk málefni. Afturvirk skráning greina er umfangsmik- ið langtímaverkefni. Ætlunin er að gefa að vissu marki for- gang skráningu greina sem tengjast tilteknum hópum sér- fræðinga, en þar er svo sem vænta mátti talsverð skörun við skráningu greina í sérfræðitímaritum. Samkvæmt þessari áætlun var hafin í ársbyrjun 1995 markviss skráning greina eftir bókasafnsfræðinga og aðra bókaverði og einnig kenn- ara og aðra háskólamenntaða starfsmenn við Háskóla Is- lands. F.kki verður kallað eftir efni í þessu skyni frá einstak- Iingum fyrr en flest hefur verið skráð sem heimildir eru finnanlegar um, en öllum ábendingum um vantanir eða ný skrif verður vel tekið hvenær sem er. Skönnun Hagkvæmni í vinnubrögðum skipdr miklu máli þar sem verkefnin eru mörg og stór miðað við mannafla. Til þess að spara innslátt í greinasafnskerfi verða útdrættir tímarits- greina skannaðir inn í Greini en lítið hefur verið gert af því ennþá. Ekki hefur verið unnt lykla samtímis það sem skráð hefur verið Greini. Grófflokkun greina og lyklun fer fram eftir á og er hvert tímarit þá lyklað í heild. Reynslan hefur sýnt að þannig næst betri yfirsýn yfir orðaforðann á hverju sviði, en þarfirnar eru mjög sérhæfðar í stóru safni með fjöl- breydlegan efniskost á öllum sviðum. Greiniskráning safn- rita fer fram í Gegni en átak á því sviði heyrir ekki til for- gangsverkefna enn. Skönnun verður beitt á fleiri sviðum, svo sem vegna skráningar mynda, korta o. fl. Þá flýtir skönnun fyrir vinnu við endurskoðun texta sem ekki eru til/handbærir í tölvutæku formi, og var þeirri aðferð t.d. nýlega beitt á íslenskan kafla í alþjóðlegri handbók sem kemur brátt út í endurútgáfu. Samruni í reynd Segja má að fyrsta starfsárið í Þjóðarbókhlöðu hafi ein- kennst af samfelldu þróunar-, samvinnu- og skipulagsstarfi. I skráningardeild var áfram unnið að átaksverkefnum sem mislangt voru á veg komin í gömlu söfnunum. Talsverð vinna fór í samræmingu á flokkun erlendra rita sem komu úr söfnunum báðum og fóru á sjálfbeina. Ekki var fengist við endurflokkun í geymslum safnsins. Við flokkun ís- lenskra rita gildir sú regla í nýja safninu, að öll eintök rits fá sömu marktölu, hvar svo sem þau eru staðsett í því, og miðast hún við alþjóðlega útgáfu DDC (Dewey decimal classification), en lengd marktölu er hæfir þörfum íslenskr- ar bókaskrár tekur mið af Flokkunarkerfi (ísl. þýðing styttr- ar útg. DDC). Við áframhaldandi endurflokkun safnkosts og samræmingu verður stuðst við 21. útg. DDC en hún er væntanleg á markað í júlí 1996. Stefnumótun og samráð Auk hefðbundinna daglegra starfa, svo sem flokkunar, skráningar og frágangs safnefnis, er nokkuð unnið að gerð kerfisbundinna efnisorðaskráa og Iyklun í deildinni. Öllu þarf að skipa í tiltekna forgangsröð og reynt hefur verið að láta ekki langtímaverkefni og framtíðarsýn drukkna í dag- legum verkefnum sem þola síður bið, en vinna jöfnum höndum að því sem ekki skilar eins auðsæilegum afrakstri fyrr en síðar. Þar sem safnið er svo ungt reynir mjög oft á stefnumótandi ákvarðanatöku. Samráðsfundir, innan deildar og með öðrunt deildum, eru því nokkuð tíðir. Samskrár Gegnis og aðildarsöfn Samvinna við önnur söfn er hluti af daglegu starfi og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.