Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 49

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 49
stefnum að því að auka hana og gera markvissari efrir því sem okkar eigin starfshefðir ná betur að mótast. Af sam- skiptavettvangi er þess helst að geta að fyrri hluta árs 1995 voru teknar saman Reglur um samskrá og hafin ókeypis samtímaskráning nýrra aðfanga frá þeim áramótum fyrir nokkur valin söfn til viðbótar við aðildarsöfn Gegnis og þau samskrársöfn sem áður höfðu látið skrá ritakost sinn afturvirkt í kerfið. Samskrá um tímarit var starfrækt á sama grundvelli sem fyrr. Fyrir aðildarsöfnin var komið upp tölvupóstmiðli til daglegra samskipta. Ætlunin er að taka saman handbók/dæmasafn um beitingu flokkunar og marksniðs, þar sem tekið er á valkostum og vafaatriðum, og geta þá þau aðildarsöfn sem vilja einnig fengið aðgang að þessum gögnum. Framtíð í dag, fortíð á morgun Þegar litið er til baka nokkur ár aftur í tímann, sést að margar þær framtíðaráætlanir sem fyrrum var óvissa um eða endalaus bið virtist eftir, hafa nú orðið að nokkuð sjálf- sögðum veruleika. Varla gerðu t.d. margir ráð fyrir því á ár- inu 1990, að skrárnar í gömlu eikarskápunum í þjóðarbók- hlöðusöfnunum yrðu leitarbærar á alheimsneti svo fljótt sem raunin varð á. Ekki er þar með sagt að svo hafi farið um allt sem einu sinni var stefnt að. Ræður þar margt um, skortur á fjármagni, breytt tækni, áherslur og stefnumið. Víst er það að við erum alltaf að stefna að einhverju nýju og lifum í þeirri trú að talsverður hluti drauma okkar í dag verði að veruleika á morgun. Ævintýri í aldarlok Við erum hluti af stærra kerfi og þurfum ávallt að hafa það í huga, m.a. með samvinnu og samráði við aðra, innan safns og utan. Alþjóðasamvinna er sífellt að aukast og hún getur styrkt okkur á ýmsa lund og fengið erlenda aðila til að skynja nýjan veruleika í samvinnunni við okkur. Tölvu- tæknin og alnetið færa aðra heimshluta inn á skrifborð til okkar að því marki sem við viljum eða þurfum. Nú er orð- ið jafn fyrirhafnarlítið að leita í skrám annarra safna og gagnabönkum af ýmsu tagi og eigin safnskrám. Erfiðleika sem tengjast notkun margra ólíkra tungumála, eins og t.d. í Evrópu, má væntanlega yfirstíga áður en langt um líður og auðvelda þannig upplýsingaleit. Líta má á marktákn sem alþjóðlegt tungumál, en fyrir flesta sem leita upplýs- inga í kerfum er leit eftir orðum miklu eðlilegri. Áætlanir eru á döfinni um samtengingu milli leitarmáls í gagna- grunnum á ýmsum tungumálum/málsvæðum, og nái þær fram að ganga ætti einhvern tíma í framtíðinni að vera unnt að leita eftir efnisorðum á íslensku í íslenskum eða er- lendum gagnabönkum og finna þannig fram færslur sem lyklaðar voru í London á ensku eða þýsku í Þýskalandi. Þá hafa tölvustýrð bókasafnskerfi gjörbreytt ntöguleikum við útgáfu bókfræðirita. Með forriti því sem nú er byrjað að nota til að draga út færslur úr Gegni vegna útgáfu íslenskr- ar bókaskrár má gefa út margvíslegar skrár úr Gegni og Greini hvort heldur er í rafrænu eða prentuðu formi. Mannauður Okkar kynslóð syngur tækninni mikið lof eins og rétt- mætt er, en eitt má þó aldrei gleymast: undirstaða hennar og annarra framfara og velferðar er fyrst og síðast hinn mannlegi þáttur. Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn þarf vissulega á fleiri starfsmönnum að halda í framtíðinni til að glíma við öll þau verkefni sem bíða eða hægar geng- ur að vinna úr en við viljum. Vinnuálagið á starfsmenn hef- ur því verið mikið á þessu rúma ári sem liðið er síðan safn- ið tók til starfa. En öllu þokar áfram og í safninu er einvala lið. Menntun og reynsla sem þar er saman komin er afar fjölbreytileg og þekkingarsviðið breitt. Frá upphafi hefur ríkt samhugur og áhugi og ég held að óhætt sé að segja að flestir starfsmenn líti björtum augum fram urn ófarinn veg. Höfimdnr er bókasafhs- og íslenskufnzÓingur með framhalds- menntun frá Strathclyde háskólanum í Glasgow. Starfar nú sem forstöðumaður skráningardeildar Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns Viðauki: Sjá einnig eftirtaldar heimildir: Einar Sigurðsson. 1990. Háskólabókasafn 50 ára. Bókasafnið 14: 56. Einar Sigurðsson. 1995. Miðsvetrarævintýri: Landsbókasafn Íslands-Há- skólabókasafn tekur til starfa. Bókasafnið 19: 44-48 Finnbogi Guðmundsson. 1980. Úr sögu Safnahússins við Hverfisgötu. Landsbókasajh íslands - Árbók, nýr flokkur 6: 5-23. Finnbogi Guðmundsson. 1993. Þjóðarbókhlaða : aðdragandi og fram- kvæmdir. Landsbókasafn íslands - Árbók, nýrflokkur 19: 19-48. Finnbogi Guðmundsson. 1981.[ásamt Einari Sigurðssyni] Þjóðarbók- hlaða : viðbúnaður og framkvæmdir frá upphafi til haustsins 1981. Landsbókasafii íslands - Árbók, nýr flokkur 7: 81-88. Gegnismál 1 -3, 1991-1995. Guðrún Karlsdóttir. 1992. Beinlínutenging við OCLC - notkun í Há- skólabókasafni. Blöðungur 11(2): 7-9. Guðrún Karlsdóttir. 1994. Greinasafnið í Gegni II. Fregnir 19(2): 3-5; sjá og leiðrctcingu í næsta tbl. Guðrún Karlsdóttir. 1994. Samskrá Gegnis. Fregnir 20(3-4): 6-8. Guðrún Karlsdóttir. 1994. Skráning tímarits- og blaðagreina í Gegni. Fréttabréf Háskóla íslands 16(5): 11-13. Heimildarmyndir Háskóla íslands. [Myndband] 3. 1988. Dr. BjörnSigfús- son fyrrverandi háskólabókavörður [Reykjavík] : Háskóli íslands. Að meginhluta viðtal Einars Sigurðssonar við Björn Sigfússon. ívar Brynjólfsson ásamt Regínu Eiríksdóttur. 1994. Landsbókasafn ís- lands : myndasyrpa. Bókasafnið 18: 13-15. Háskólabókasafii - Árskýrsla. Kaflar 7.0-9.0: Tölvuvæðing, Flokkun og skráning og Samskrá: Árið 1986, s. 16-17; 1988, s. 17-20; 1989, s. 18-21; 1990, s. 22-23; 1991, s. 16-17; 1992, s. 16-20; 1993, s. 14-18. Landsbókasafn íslands - Árbók. Kaflarnir Þjóðdeild og Deild erlendra rita: Árið 1979, s. 83-84; 1980, s. 80-81; 1981, s. 101-102; 1992, s. 91- 93; 1993, s. 152-153. SUMMARY Forrner card catalogues ofThe University and National Libr- ary of Iceland available on the Internet On Dec. lst 1994 the University Library and the National Library were amalgamated and moved into new premises on the University cam- pus. The name of the new library is the National and University Library of Iceland, and it is the largest library in the country. Extensive planning concerning the amalgamation had taken place years beforehand. Two major steps taken were the selection of a powerful automated library sy- stem, and the retrospective conversion of the library card catalogues. Through a contract (signed 1988), a great part of the retrospective con- version for foreign holdings was done by the British firm Saztec, which also undertook the production of smart, e.g. precoordinated barcode labels for the stock corresponding this share and some older automated files. Marc was first used in Iceland in 1980 for the production of the Icelandic National Bibliography 1979, and copy cataloguing, as well as original cataloguing, had started in 1986 (BiblioFile). Precoordinated bar- codes were delivered in classified sequences within categories by library branches, carrying to some extent bibliographic information leading to the items on the shelves. In 1989 the two libraries made the decision to select the British library system Libertas as their library system. The con- tract was signed in 1990, and the library system (Gegnir in Icelandic) was shortly after that made accessible to users through the University LAN, al- ready then reflecting most of the library holdings. Since late in 1993 OCLC has been used to retrieve and download into Gegnir entries for foreign acquisitions. Eight Icelandic libraries use Gegnir at present as their own library system. Gegnir also houses the Union Catalogue for Period- icals and a Union Catalogue for Monographs for a smaller number of libr- aries. Gegnir’s Article Index is housed by Greinir (another Libertas sy- stem). The first year in the new library has been demanding but fruitful, its human resources being characterized by good qualities, however still lacking somewhat in quantity. - GK Bókasafnið 20. árg. 1996 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.