Bókasafnið - 01.06.1996, Qupperneq 54
Stefanía Júlíusdóttir
Tölvuvæðing íslenskra bókasafna
Könnun á stefnumörkun og stöðu mála
Fjallað er um aðdraganda og upphaf tölvuvæðingar á ís-
lenskum bókasöfnum, kynntar helstu niðurstöður könn-
unar sem gerð var 1994 á stefnumörkun og stöðu tölvu-
væðingar bókasafna og framtíðarhorfur í tölvunotkun
bókasafna hér á landi eru ræddar.
I Inngangur
Aðdragandi og upphaf
Tölvuvæðing íslenskra bókasafna fór fremur hægt og
seint af stað, miðað við nágrannalöndin. Upphafið var
notkun tölva við útgáfu skráa, þær fyrstu voru Bókaskrá
1944-73, sem kom út 1978 á vegum Þjónustumiðstöðvar
bókasafna og íslensk bókaskrá fyrir árið 1979, sem kom út
1980 hjá Landsbókasafni íslands. Árið 1979 fengu Há-
skólabókasafn og Landsbókasafn hingað til lands fmnskan
ráðgjafa, Seppo Vuorinen, sem var forstöðumaður tölvu-
væðingar rannsóknarbókasafna í Finnlandi. Ferðin var
kostuð af Nordinfo. Vuorinen lagði til að fyrst yrði sam-
skrárefni tölvuvætt, fengið yrði til þess erlent kerfi og
vinnuhópur yrði settur á fót til að annast mál varðandi
tölvuvæðingu bókasafna (Vuorinen, 1980, s. 15). Fyrsta
bókasafnstölvukerfið var tekið í notkun á íslensku bóka-
safni árið 1982. Það var þróað sérstaklega fyrir Bókasafn
Kópavogs og síðar nefnt Bókver.
Upphafið að samstarfi um tölvuvæðingu var skipan
Samstarfsnefndar um upplýsingamál árið 1979 (Einar,
1990, s. 27), en að tilhlutan hennar var Tölvunefnd rann-
sóknarbókasafna stofnuð árið 1981 (Einar, 1990, s. 32). I
tillögum nefndarinnar frá 1981 er m.a. gert ráð fyrir:
• að myndað verði eitt kerfi fyrir bókasöfnin;
• að tölvuvinnsla hefjist í hinum stærstu þeirra og önnur söfn bætist
við síðar;
• að fyrsti áfangi tölvuvinnslu taki til skráningar” (Tölvunefnd, 1981,
s. 1)
Tölvunefnd rannsóknarbókasafna var síðar stækkuð
þannig að í henni áttu sæti fulltrúar fleiri bókasafnategunda
og bókafulltrúi ríkisins. Þá var nafni nefndarinnar breytt í
Tölvunefnd bókasafna.
Næstu ár voru þessar tillögur mótaðar nánar. Lagt var til
að á fót yrði settur svokallaður Gagnabanki bókasafna, sem
rekinn yrði sem samstarfsverkefni þriggja stærstu bókasafna
landsins. En þau voru þá Borgarbókasafn, Háskólabóka-
safn og Landsbókasafn fslands, og voru forstöðumenn
hlutaðeigandi bókasafna samþykkir tillögunum (Stefanía,
1986, s. 12). Hlutverk Gagnabanka bókasafna sem síðar
var nefndur Gagnabrunnur bókasafna skyldi verða:
• að stuðla að sem mestum vinnusparnaði við skráningu í íslenskum
bókasöfnum með því að veita afnot af þeim skráningartextum sem
til eru í gagnabankanum, í því formi sem hentar;
• að geyma og láta í té upplýsingar um íslenska bókaútgáfu;
• að efla millisafnalán og samvinnu um aðföng með því að hafa að-
gengilegar upplýsingar um hvaða efni er til í þeim bókasöfnum sem
senda skráningartexta til gagnabankans;
• að láta í té úrtak í tölvutæku formi sem notað er við tölvuvinnslu
annarra starfsþátta (t.d. útlána) (Gagnabanki, 1985, s. 1)
Kostir slíks gagnasafns hefðu orðið margir. Það hefði
m.a. jafnað aðstöðu landsmanna til öflunar bókfræðilegra
upplýsinga, sparað vinnu við skráningu, yfirsýn hefði feng-
ist yfir íslenska bókaútgáfu frá upphafi og jafnframt yfirsýn
yfir safnkost landsmanna (Stefanía, 1986, s. 12). Sú yfirsýn
er forsenda fyrir samnýtingu safnkosts með millisafnalán-
um og samvinnu um uppbyggingu safnkosts innanlands.
Snemma í starfi Tölvunefndar bókasafna var ákveðið að
hanna skráningarhugbúnað í marksniði, svokallaðan ís-
mark skráningarhugbúnað, hér á landi til þess að hægt yrði
að hefja markskráningu íslensks efnis sem fyrst og einnig til
að byggja upp þekkingu og reynslu á sviði markskráningar
hér á landi. Ekki tókst að fullgera fsmark hugbúnaðinn og
var að lokum horfið frá því ráði. Jafnframt var ákveðið að
skoða erlend bókasafnstölvukerfi og velja það sem best
hentaði fyrir Gagnabrunn bókasafna. Vorið 1986 var
Fengur (Dobis/Libis) skoðaður í boði Skýrsluvéla ríkisins
og Reykjavíkurborgar (Skýrr) af fulltrúum allra bókasafna-
tegunda, hann þótti þá koma sterklega til greina fyrir ein-
stök bókasöfn og fyrir sameiginlegan gagnabrunrt safn-
anna. Til að ganga úr skugga um þetta var kerfið prófað í
boði Skýrr í raunumhverfi, um skeið árið 1987, við vinnu
í eftirtöldum bókasöfnum: Borgarbókasafni Reykjavíkur,
Háskólabókasafni, Landsbókasafni íslands, Læknisfræði-
bókasafni Landspítalans, Safnadeild Ríkisútvarpsins, m.a. á
Filmusafni Sjónvarpsins. Meginniðurstaða þeirra prófana
var sú að Fengur var talinn vel nothæfur sem samskrárkerfi
fyrir Gagnabrunn bókasafna og sem bókasafnskerfi fyrir
einstök bókasöfn (Dobis, 1987, s. 4-7). Ástæða þótti þó til
að skoða fleiri kerfi. Auk Dobis/Libis (Fengs), voru tölvu-
kerfin INLEX, Libertas (Gegnir) og VTLS skoðuð, fyrri
hluta árs 1988, af tólf manna vinnuhópi. Meiri hlutanum
leist best á Feng fyrir Gagnabrunn bókasafna (Greinargerð,
1988, s. [27]).
Þegar til kastanna kom urðu bókasöfnin þrjú, sem stefnt
höfðu að því að reka Gagnabrunn bókasafna sameiginlega,
ekki sammála um val á tölvukerfi. Háskólabókasafn og
Landsbókasafn ákváðu í apríl 1988, að velja hvorki Feng
sem bókasafnskerfi né sem samskrárkerfi. Að svo komnu
máli voru þau ekki reiðubúin til þess að velja bókasafns-
kerfi, en voru þó hlynnt hugmyndum um samskrá. (Tölvu-
kerfi, 1988, s. 4)
Þá ályktaði stjórn Gagnabrunns bókasafna að starf
hennar þjónaði ekki lengur tilgangi, þar sem ekki yrði hægt
að ná samstöðu um val á tölvukerfi og ákvað að hætta störf-
um. (Tölvukerfi, 1988, s. 4).
Borgarbókasafn Reykjavíkur gerði 'í júní 1989 verk-
samning við Skýrr um notkun á Feng (Dobis/Libis)
(Skýrsla ..., 1996, s. [34]), Læknisfræðibókasafn Landspít-
alans gerði verksamning við Skýrr um notkun á Feng í árs-
lok 1989 (Sólveig, 1996). Á þeim bókasöfnum hafði Feng-
ur verið í notkun til reynslu frá 1987. Landsbókasafn ís-
54 Bókasafnið 20. árg. 1996