Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 56

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 56
Þróun tölvuvæðingar bókasafna Tegund kerfis I upphafi Hlutfall af 72 Árið 1994 Hlutfallaf72 Bókasafnskerfi sem safnið rak sjálft 46 64% 62 86% Bókasafnskerfi sem annar aðili rak 1 1% 7 10% Gagnasafnskerfi 13 18% 13 18% Innlögn í gagnabanka 1 1% 4 5.5% Beinlínuleidr í innlendum gagnabönkum 6 8.3% 29 40% Beinlínuleitir í erlendum gagnabönkum 7 10% 15 21% Notkun efnis á geisladiskum 4 5.5% 19 26% Bókhaldskerfi 3 4% 7 10% Annars konar kerfi 7 10% 13 18% Upphaf tölvuvœðingar bókasafna Frá 1978 til 1982 tóku 4 bókasöfn tölvutæknina í notk- un og fram til 1987 höfðu aðeins 20 (28%) bókasöfn tölvuvæðst. Hin 52 (72%) bókasöfnin, sem þátt tóku í könnuninni, tölvuvæddust á tímabilinu 1988-1993. Um 10% bókasafnanna hafði skipt um tölvukerfi þegar könn- unin var gerð. Þau bókasöfn höfðu tölvuvæðst fyrir 1990 og eru tæp 30 % þeirra. Astæður þess að skipt var um kerfi voru m.a. þær að gamla kerfið þjónaði ekki þörfum safns- ins, í sumum tilvikum hafði það ekki alla nauðsynlega þætti, það virkaði ekki sem skyldi, var of lítið eða að ekki var um eiginlegt bókasafnstölvukerfi að ræða og hafði kerf- ið, í sumum tilvikum, upphaflega verið tekið í notkun til bráðabirgða. Eitt bókasafn svaraði ekki þessari spurningu. Fyrsta tölvukerfi bókasafhsins og próun tölvu- notkunar fram til 1994 Algengt var að tölvunotkun bókasafns hæfist með notk- un fleiri en einnar tegundar tölvukerfis, á flestum bóka- söfnum var merkt við fleiri atriði en eitt. Nolckur bókasöfn hófu tölvunotkun með öðru en notkun bókasafnstölvu- kerfis, t.d. með leitum í gagnabönkum eða innlögn efnis í gagnabanka. Notkun allra tegunda tölvukerfa, að undanskilinni notkun gagnasafnskerfa, hafði aukist þegar könnunin var gerð, í upphafi árs 1994. Eitt(l%) bókasafn svaraði ekki spurningu um fyrsta tölvukerfi og 1 svaraði ekki spurningu um tölvunotkun á könnunartíma. III Samnýting á skráningarvinnu Skráningfyrir tölvuvœðingu Fyrir eiginlega tölvuvæðingu með bókasafnstölvukerfi, var frumskráning algengust. Frumskráð var á alls 58 (81%) bókasöfnum fyrir tölvuvæðingu: 33 (46%) frumskráðu á spjaldskrárspjöld og 25 (35%) í tölvu í einhvers konar kerfi. Afritun skráningarfærslna fór fram á 10 (14%) bóka- söfnum: á þremur voru færslur afritaðar af prenti og á sjö úr tölvuskrám. Aðeins 2(3%) höfðu keypt færslur frá skráningarmiðstöð, 6 (8%) höfðu fengið skráningarfærslur með öðrum hætti. Sami aðili hafði í mörgum tilvikum afl- að skráningarfærslna með fleiri en einum hætti. Spurning- unni svöruðu ekki 6 bókasöfn. Stefnumörkun við tölvuvœðingu Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar stefndu 29 bókasöfn (rúm 40%) ekki að neinum breytingum á gerð eða öflun skráningarfærslna við tölvuvæðingu. Það er at- hyglisvert þegar markmið Gagnabrunns bókasafna, um vinnusparnað við skráningu í íslenskum bókasöfnum, eru höfð í huga. Heldur fleiri eða 36 bókasöfn (50%) stefndu að breytingum í þá veru að nýta færslur frá öðrum: 34 (47%) merktu við þátttöku í skráningarsamvinnu eða skip- ti á færslum og 14 (19%) merktu við kaup á færslum frá skráningarmiðstöð. Þar að auki stefndu 10 (14%) að því að afrita aðfengnar skráningarfærslur. Sami aðilinn stefndi í mörgum tilvikum að því að nýta fleiri en eina leið við öfl- un skráningarfærslna. Athyglisvert er að um það bil fjórð- ungur, 17 (24%), bókasafna stefndi að því að frumskrá meira, en jafnframt stefndi sami fjöldi að því að frumskrá minna. Þessari spurningu svöruðu ekki 7 (10%). Tölvuvæðing skráningarfœrslna Fjöldi skráningarfærslna sem hafði verið tölvuvæddur, á könnunartíma, var um 810.000 hjá 64 aðilum. Þá áttu 47 aðilar eftir að tölvuvæða alls tæplega 600.000 færslur aftur í tímann. Spurningu um árlega viðbót svara 51 (71%), ár- legur viðauki við safnkost þeirra, sem þarf að skrá, var tæp- lega 54.000 einingar. Gróflega áætlað eru titlar í bókasöfn- um á Islandi rúmlega ein miljón. Sennilegt er að sumir þeir titlar sem bókasöfn eiga eftir að tölvuvæða séu til í rafrænu formi á öðrum bókasöfnum, en þetta er ekki vitað með vissu. Ekki er heldur hægt að sjá, í öllum tilvikum, með hvaða hætti bókasöfn, sem ekki hafa lokið við að tölvuvæða skrár aftur í tímann, hyggjast gera það. í mörgum tilvikum munu þau væntanlega fá skráningarfærslur frá þeim bóka- söfnum, sem þegar hafa tölvuvætt. Möguleikar í bókasafhstölvukerfunum til sam- nýtingar á skráningarfierslum í ljósi þess að stefnt var að því að samnýta skráningar- færslur á 36 (50%) bókasöfnum er fróðlegt að sjá að hvaða marki hægt var að flytja skráningarfærslur á milli tölvukerfa þeirra. Hjá 4 (5.5%) aðilum var merkt við að engir mögu- leikar væru í töluvkerfinu á samnýtingu skráningarfærslna, hjá öðrum 4 (5.5%) var merkt við að samnýting eigi að vera möguleg en virki illa. Hjá 39 (54%) var merkt við að flytja megi skráningarfærslur úr kerfum sömu tegundar í magni á milli og hjá 34 (47%) að flytja megi stakar skrán- ingarfærslur úr kerfum sömu tegundar á milli kerfa. 10 (14%) merktu við að auðvelt væri að flytja skráningarfærsl- ur úr kerfum annarrar tegundar á milli í magni og 12 (17%) að auðvelt væri að flytja stakar færslur úr kerfum 56 Bókasafhið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.