Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Page 59

Bókasafnið - 01.06.1996, Page 59
svarenda telur að þjóðbókasafnið eigi að hafa forgang um samvinnu við millisafnalán. Hvaða aðili ætti að þínum dómi að bera kostnað sem millisafnalán hafa í för með sér? Um þetta atriði var spurt með opinni spurningu. Bóka- söfnin sjálf sögðu 24 (33%), lánþegar sögðu 17 (24%), rík- ið sögðu 7 (10%), sveitarfélög sögðu 5 (7%), Þjóðarbók- hlaða sögðu 12 (17%). Nokkrir nefndu annað. Meirihlut- inn telur að bókasöfnin sjálf (24) eða notendur þeirra (17) eigi að bera kostnað af millisafnalánum. Þessari spurningu svöruðu 47 (65%) og var 1 svar ógilt. V Skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts Skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts fyrir tölvuvæðingu Fyrir tölvuvæðingu tóku aðeins 5 (7%) bókasöfn þátt í skipulagðri samvinnu um uppbyggingu safnkosts, meiri- hluti þeirra 58 (81%) gerði það ekki. Spurningunni svör- uðu ekki 9 (13%). A aðeins 4 (6%) bókasöfnum var merkt við að breytingar hafi verið fyrirhugaðar í þessum efnum við tölvuvæðingu, á 12 (17%) þeirra var ekki stefnt að breytingum. A meirihluta bókasafnanna 42 (58%) var spurningin talin óviðeigandi og á 14 (19%) bókasöfnum var henni ekki svarað. Á helmingi þeirra bókasafna sem hugði á breytingar við tölvuvæðingu höfðu þær átt sér stað eða hjá 2 (3%). A 7 (10%) bókasöfnum er merkt við að svo hafi ekki verið. Það er í ósamræmi við fyrra svar þar sem fram kom að aðeins var hugað að breytingum í 4 bókasöfnum. Skýringin getur legið í því að á einhverjum af þeim 14 bókasöfnum sem svöruðu ekki spurningunni urn fyrirhugaðar breytingar, hafi verið stefnt að breytingum sem ekki höfðu átt sér stað. Á 27 (38%) bókasöfnum er spurningin talin óviðeigandi og á 36 (50%) bókasöfnum er henni ekki svarað. Ástæður þess að fyrirhugaðar breytingar hafa ekki átt sér stað eru: að svo stutt er síðan tölvuvætt var, að of snemmt er að segja til um þetta atriði hjá 4 (6%) bókasöfnum og á einu (1%) bókasafni sú að tölvukerfið virkar ekki sem skyldi. Á einu bókasafni eru ástæður sagðar vera aðrar. Breytir tölvuvæðing viðhorfum til samvinnu urn upp- byggingu safnkosts? Á aðeins 8 (11%) bókasöfnum var merkt við já, á 2 (3%) þeirra hafði verið tekin upp stefna um samvinnu við uppbyggingu safnkosts eftir að tölvuvætt var og á einu (1%) þeirra hafði fyrri stefnu um samvinnu við uppbygg- ingu safnkosts verið breytt eftir tölvuvæðingu, 5 (7%) þeir- ra tilgreina ekki hver áhrifin eru. Á meirihluta bókasafna, 47 (65%) var merkt við nei. Spurningunni svöruðu ekki 17 (24%). Aðeins 11% segja að breytingar hafi átt sér stað eft- ir tölvuvæðingu og minna en helmingur stefnir á breyting- ar í þessum efnum í framtíðinni. Áhrif tölvuvæðingar á við- horf til samvinnu um uppbyggingu safnkosts geta því ekki talist mikil. Hvað ber framtíðin í skauti sér við samvinnu um upp- byggingu safnkosts? Á 31 (43%) bókasafni er merkt við að stefnt sé að mun meiri samvinnu í framtíðinni. Á 26 (36%) bókasöfnum er merkt við að svo sé ekki. Spurningunni svöruðu ekki 15 (20%). I ljósi þeirra viðhorfa sem koma fram í svörum bóka- safnanna má gera ráð fyrir því að skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts aukist að einhverju marki í framtíð- inni. Þar er þó lögð mismunandi áhersla á hvernig sam- vinnunni verði best háttað. Á 24 (33%) þeirra er merkt við að æskilegt sé að skipulögð samvinna verði milli bókasafna sömu tegundar (t.d. milli rannsóknarbókasafna), á 23 (32%) þeirra að æskilegt sé að skipuleggja erlend aðföng til landsins í heild, þannig að sem fjölbreyttastur safnkostur verði til í landinu aðgengilegur fyrir alla Iandsmenn í gegn- um samskrá og millisafnalán, á 15 (21%) þeirra að skipu- lögð samvinna sé æskileg um innkaup á dýrum sérfræðirit- um til þess að tryggja meira framboð slíkra rita innanlands, á 10 (14%) þeirra að skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts sé aðeins æskileg milli bókasafna á sama sérsviði og á 3 (4%) bókasöfnum er merkt við liðinn annað. Á að- eins einu (1%) bókasafni er talið að skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts sé óraunhæf og því óæskileg. Á suinum bókasöfnunum var merkt við fleiri en einn kost. Spurningunni svöruðu ekki 8 (11%). Hvaða aðili ætti að þínum dómi að hafa forgang um samvinnu urn uppbyggingu safnkosts? Um þetta atriði var spurt með opinni spurningu. Svör eru 51 (71%), þar af eru 2 svör ógild. 21 (29%) nefndi samstarfssöfn sömu tegundar, 16 (22%) nefndu Þjóðar- bókhlöðu, 12 (17%) nefndu stjórnsýsluembætti svo sem bókafulltrúa ríkisins eða ríkið, 2 (3%) nefndu Bókavarða- félag íslands. Nokkrir nefndu annað. Surnir nefndu fleiri en einn aðila. Þeir aðilar sem flestir telja að eigi að hafa for- gang um samvinnu við uppbyggingu safnkosts eru sam- starfssöfn sörnu tegundar og Þjóðarbókltlaða. Hvaða aðili ætti að þínum dómi að bera kostnað við samvinnu um uppbyggingu safnkosts? Um þetta atriði er spurt með opinni spurningu. Svör eru 46 (64%). Þau eru á þessa leið: bókasöfnin sjálf að dómi 24 (33%), ríkið að dómi 10 (14%), Þjóðarbókhlað- an að dómi 5 (7%), sveitarfélög að dómi 4 (6%), notend- ur að dómi 4 (6%), hver bókasafnategund (t.d. náttúru- fræðisöfn, framhaldsskólasöfn) að dómi 3 (4%). Nokkrir nefndu annað. Sumir nefndu fleiri en einn aðila. Meiri hlutinn telur að bókasöfnin eigi sjálf að bera kostnað af samvinnu um uppbyggingu safnkosts. Hvernig verður safnkostur landsmanna geymdur í fram- tíðinni? Víða um heim m.a. í nágrannalöndunum (Sundblom, 1992, Jylha-Pyykönen, 1992, Henriksen, 1992) hefur ver- ið komið upp svokölluðum geymslusöfnum (repository libraries). Misjafnt er hvernig staðið er að rekstri þeirra. Fróðlegt þótti að kanna viðhorf á íslenskum bókasöfnum til þessara mála. Á meiri hluta bókasafna 58 (81%) var merkt við að æskilegt sé að koma upp geymslusafni hér á landi. Á flest- um bókasöfnunum 27 (38%) er merkt við að hlutverk geymslusafnsins eigi að vera að taka við ritum sem bóka- söfnin hafa ekki rými fyrir, ritin yrðu eign geymslusafnsins sem hafi fullan ráðstöfunarrétt yfir þeim og útlán yrðu beint úr geymslusafninu. Á 15 (21%) bókasöfnum er merkt við að hlutverk geymslusafnsins eigi að vera það að geyma rit sem bókasöfn hafa ekki rými fyrir en vilja ekki fleygja. Ritin gætu önnur bókasöfn fengið að láni í venju- legum millisafnalánum í gegnum bókasafnið sem á ritin. Á öðrum 15 (21%) bókasöfnum er merkt við að í geymslu- safninu eigi aðeins að vera rit sem þangað eru valin sérstak- Bókasafiiið 20. árg. 1996 59

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.