Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Side 61

Bókasafnið - 01.06.1996, Side 61
bókasafnskerfi þótti, á þeim tíma, of dýr (Tölvuvæðing, 1993, s. 17). Samskrá sem bókasöfn um allt land eiga aðild að gegnir því hlutverki að sýna hvaða rit eru til í landinu og hvar þau eru staðsett. Hún er jafnframt tæki sem nýtist við samnýt- ingu á skráningarvinnu, að því tilskyldu að flytja megi færslur úr henni yfir í heimakerfi bókasafna eða nota megi samskrárkerfið sem bókasafnskerfi aðildarsafna. Og hún auðveldar samnýtingu safnkosts m.a. með millisafnalánum, best virkar samskráin til þeirra þarfa þegar hún sýnir út- lánastöðu rita og tengist millisafnalánaþætti. Nokkur mun- ur er á notagildi samskrár bóka og tímarita. Tímarit eru sjaldnar í útláni og miklu oftar eru send afrit af efni þeirra í millisafnaláni en af efni bóka. Vitneskja um staðsetningu sem flestra eintaka af tilteknum tímaritstitli skiptir því minna máli, en slík vitneskja um bókartitil, því sjaldnar þarf að nálgast tímaritið sjálft en bækur sem þörf er á úr öðru bókasafni. Augljóst er að ekki var nema að litlu leyti tekið mið af samnýtingu á skráningarfærslum við val á tölvukerfum, enda stefndi ekki nema um helmingur könnunarbókasafna að samnýtingu þeirra við tölvuvæðingu. A þeim tíma var, hjá um fjórðungi þeirra, reyndar stefnt að því að frumskrá meira. Á könnunartíma hafði samnýtingin ekki tekist sem skyldi nema hjá um helmingi þeirra sem að henni stefndu. Hér torveldar það enn frekar samnýtingu hve mörg ósam- hæfð tölvukerfi eru í notkun. í fýrsta lagi vegna þess að færslur ganga aðeins milli fárra þeirra og í öðru lagi að eft- ir því sem færri notendur eru að hverri færslu þeim mun dýrari verður hún. Það gerir kaup á færslum verri kost en vera þyrfti, þannig að færri eintök seljast og verðið hækkar enn. í sumum svörum kom einmitt fram að tilbúnar skrán- ingarfærslur væru of dýrar til þess að hægt væri að kaupa þær. Á einu bókasafni var fé til þess að greiða starfsmanni fyrir skráningarvinnu auðsóttara en fé til þess að kaupa til- búnar skráningarfærslur. Það hagræði og sá sparnaður við skráningarvinnu, sem hefði átt að vera hægt að ná með tölvuvæðingu hafði því ekki skilað sér á könnunartíma. Hér á landi er það hefð, hjá bókasöfnum í eigu opin- berra aðila, að Ieyfa utanaðkomandi aðilunt afnot af safn- kosti, á staðnum eða jafnvel með útlánum. Ef til vill má rekja þá hefð til stefnu Björns Sigfússonar fyrrverandi há- skólabókavarðar, sem var upphafsmaður bókasafnsfræði- kennslu við Háskóla íslands og menntaði marga bókasafns- fræðinga. Stefna hans var sú að allur almenningur ætti að geta fengið rit lánuð á Háskólabókasafni, þar sem fyrir þau væri greitt af almannafé. Þá torveldaði það fólki hins vegar afnot af safnkosti að ekki var til nein samskrá yfir rit ís- lenskra bókasafna og því óhægt um vik að sjá hvert ætti að snúa sér með beiðni um lán á tilteknu riti. Með hugmynd- um um stofnun Gagnabrunns bókasafna var stefnt að því að ráða bót á þessu með því að reka samskrá, sem öllum bókasöfnum stæði til boða að eiga aðild að og væri aðgengi- leg til leita fyrir alla landsmenn. Á könnunartíma merktu aðeins tveir við að sérstakur millisafnalánaþáttur væri í tölvukerfi þeirra. Á þeim tíma hafði tölvuvæðing breytt að- stæðum við samnýtingu á safnkosti hjá aðeins um þriðj- ungi bókasafna, í þá veru að gera auðveldara að sjá hvað til er í öðrum bókasöfnum. Hjá tæplega 40% breytti tölvu- væðingin engu um samnýtingu safnkosts. Sá aukni aðgang- ur að safnkosti, sem hefði átt að skapast við tölvuvæðingu hafði því ekki náðst nema að litlu leyti 1994. Enda voru nettengingar bókasafna ekki orðnar algengar þá. Það breyt- ist nú óðfluga. Skipulögð samvinna um uppbyggingu safnkosts var fá- tíð hér á landi fyrir tölvuvæðingu og áhrif hennar á þann þátt bókasafnsstarfsemi höfðu nánast engin orðið 1994. Aðeins 5 (7%) bókasöfn höfðu tekið upp slíka samvinnu fyrir tölvuvæðingu og eftir hana bættust 2 (3%) bókasöfn í þeirra hóp. Athyglisvert er að á könnunartíma hafði tölvu- væðingin ekki breytt viðhorfum hjá nema 8 (11%) bóka- söfnum til slíkrar samvinnu. Ef til vill var of stuttur tími liðinn frá tölvuvæðingu, hjá einhverjum þeirra bókasafna sem svöruðu þessu neitandi, til þess að áhrifa hennar væri farið að gæta. Miðað við niðurstöður þessarar könnunar má búast við því að samvinna um uppbyggingu aukist að einhverju marki í framtíðinni. Og þegar möguleikar á nettengingum bókasafna og áhugi menntamálaráðuneytis- ins á nettengingum íslenskra bókasafna í stafrænt upplýs- inganet (Skýrsla ..., 1996) er hafður í huga má búast við að samvinna um uppbyggingu safnkosts aukist verulega í framtíðinni. Mismunandi viðhorf ríkja þó til framkvæmd- ar þeirrar samvinnu. Á rúmlega 80% bókasafna var merkt við að æskilegt sé að komið verði á fót sameiginlegu geymslusafni, en mismunandi viðhorf ríkja til reksturs slíks safns og á 13% bókasafna var talið að rekstur geymslusafns hér á landi væri óþarfur. Ekki virðist margt hafa komið bókasafnafólki á óvart við tölvuvæðinguna því spurningunni um það var aðeins svar- að á tæplega helmingi bókasafna og hjá tæplega 40% þeir- ra með því að segja að ekkert hafi komið á óvart. Það sem helst kom á óvart var auðveldari og aukinn aðgangur að efni, en einnig hve vinnufrek tölvuvæðingin er og hve vel þarf að samræma og vanda til skráningarfærslna sem á að samnýta. Spurningu um hvort líklegt væri að þróunin yrði eins og æskilegast væri í framtíðinni svöruðu um tveir þriðju þátt- takenda. Lítil bjartsýni ríkti meðal þeirra því um tveir þriðju þeirra töldu, að fenginni reynslu, ólíklegt að þróun- in í samvinnumálum á sviði skráningar, uppbyggingar safnkosts og samnýtingar á safnkosti yrði eins og þeir töldu æskilegt næsta áratuginn. Aðeins um fimmtungur þátttak- enda taldi að svo yrði og þá vegna utanaðkomandi áhrifa, svo sem tækniþróunar, nauðsynjar vegna fjárhagsörðug- leika bókasafna eða samstarfs við aðrar Evrópuþjóðir og vegna þess að samvinna er bókasöfnum nauðsynleg til þess að halda velli í upplýsingaþjóðfélaginu. Ástæður vonleysis í samvinnumálum voru að dómi þátttakenda: ósamvinnu- þýðni, skortur á forystuaðila sem hefur bæði vald og pen- inga til þess að koma samvinnu í framkvæmd og að lands- lög gera samvinnu illframkvæmanlega. Einn aðili taldi samskrár gamaldags og dýran kost og annar að samvinna um uppbyggingu safnkosts væri ekki eins mikilvæg og áður vegna beinlínuaðgangs að skrám um allan heim og mögu- leikum á að senda gögn milli aðila á netum. Nokkur ntunur var á svörum um líklega framtíðarþró- un eftir því hvernig tölvukerfi svarendur notuðu. I svörum frá bókasöfnum sem notuðu tölvukerfi sem gáfu minnsta möguleika til samvinnu gætir mestrar svartsýni á að þróun samvinnu verði eins og þeir telja æskilegt í framtíðinni. Hafa verður í huga að könnuninni var svarað áður en nettengingar bókasafna urðu algengar. Sennilega yrðu við- horfin allt önnur nú. Framtíðin er núna A þeim tíma sem liðinn er síðan könnunin var gerð hafa orðið nokkrar breytingar á notkun helstu tölvukerfanna og verulegar breytingar hafa orðið á tæknilegum möguleikum Bókasafhið 20. árg. 1996 61

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.