Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 64

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 64
Sigrún Hauksdóttir Gegnir Inngangur Gegnir er tölvuvætt bókasafnskerfi á vegum Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns. Jafnframt nota sjö önnur söfn kerfið sem bókasafns- kerfi. Auk erlendra rita hýsir Gegnir íslenska bókaskrá, er samskrá fyrir nokkur íslensk bókasöfn og samskrá um erlend tímarit í íslenskum bóka- söfnum. Við hlið aðalskrár Gegnis er sérstakt gagnasafn, nefnt Greinir, þar sem skráð er efni í íslenskum blöðum og tímaritum. Hér verður fjall- að um helstu þætti bókasafnskerfisins Gegnis. Saga Arið 1990 var bókasafnskerfið Libertas keypt af SLS (In- formation Systems) Ltd. Eftir samkeppni um nafn á kerfið var því gefið heitið Gegnir. Nafnið var valið vegna þess að það lýsir gæðum kerfisins. Bæði er mikið gagn að bóka- safnskerfinu og eins gegnir Gegnir þeim skipunum sem fyrir hann erd lagðar, líkt og önnur tölvuvædd kerfi ef skip- anir eru á réttu formi. í desember 1991 var Gegnir opnað- ur almenningi eftir að markfærslur höfðu verið fluttar og skráðar inn í kerfið. Síðan hafa helstu þættir kerfisins verið teknir í notkun hver af öðrum, nú seinast tímaritahaldið 1995. Tœknilegar upplýsingar Vélbúnaður kerfisins er DEC 3000-600 AXP frá Digi- tal. Eitt hundrað notendur geta samtímis notað kerfið, þar af áttatíu Gegni og tuttugu Greini. Þegar Landsbókasafn Islands og Háskólabókasafn voru sameinuð fékk Gegnir nýja tölvu og samtímanotendunum var fjölgað úr 60 í 100. Auðvelt er að fjölga samtímanotendum enn frekar ef þurfa þykir. Forritið er uppfært tvisvar á ári. Framleiðandi Libertas SLS (Information Systems) Ltd., þá sem að ofan er getið, hefur aðalstöðvar sínar í Bristol í Bretlandi. Nálægt 75 bókasöfn nota kerfið. Flest eru í Bret- landi en auk þeirra bókasöfn í Svíþjóð, Spáni, Portúgal, Grikklandi og nýlega bættist Brasilía í hópinn. Þjónustu- skrifstofur eru í öllum þessum löndum nema Grikklandi og skrifstofan í Stokkhólmi er okkar tengiliður við SL.S. Z39.50 Z39.50 er leitarstaðall sem er byggður á biðlara/miðlara eða „client/server“ högun. Libertas hefur nú þegar tekið upp báða þessa hluta. Með biðlaraþættinum er mögulegt að tengjast bókasöfnum sem hafa tekið Z39.50 biðl- ara/miðlarastaðalinn í notkun. Hægt er að leita í slíkum kerfum með fyrirspurnarmáli Libertas (Gegnis) og einnig að sækja færslur. Við tengjumst nú SLS gagnagrunninum í Bristol með Z39.50 staðlinum. Þegar miðlaraþátturinn er kominn í gagnið geta önnur bókasöfn með Z39.50 leitað í Gegni á sínu fyrirspurnar- máli. Notendahópur Aðalhreyfiafl tækniþróunar Libertas bókasafnskerfisins eru notendahópar. Einn notendahópur tengist hverri svæð- isskrifstofu og tilheyrum við sænska hópnum. Notenda- hópsfundir eru haldnir tvisvar á ári, vor og haust. Á fund- unum eru kynntar helstu nýjungar í kerfinu. Mikilvægast er þó að hvert safn komi með óskalista um breytingar og viðbætur en síðan eru greidd atkvæði um mikilvægi tillagn- anna. Þessi óskalisti er að endingu sendur til aðalstöðva SLS og reyna yfirmenn og forritarar SLS að verða við ósk- unum eftir föngum. Fundur notendahóps Libertas-safna á Norðurlöndum var haldinn í Landsbókasafni 3. og 4. maí 1995. Á fundinu voru 18 kerfisbókaverðir, flestir frá Sví- þjóð, og starfsfólk frá SLS. Bókasafnskerfið I bókasafnskerfmu eru eftirfarandi þættir: Almenningsaðgangur Skráning Aðföng Tímaritahald Útlán Millisafnalán Tengingar við aðra bókfræðilega gagnabanka Skýrslugerð Greinir A Imen n ingsaðgangu r I almenningsaðgangi er hægt að leita í skrá að bókfræði- legum upplýsingum, setja inn beiðni um millisafnalán, at- huga stöðu lánþega, breyta tungumáli skjámyndar og fá upplýsingar, tilkynningar og skýringar. Hægt er að hafa skjámyndir í Gegni á 10 mismunandi tungumálum sem gerir leit einstaklega aðgengilega. Þau eru: íslenska, enska, sænska, spænska, portúgalska, velska, franska, þýska, ítals- ka og katalónska. Leit í Gegni er heimil öllum án endur- gjalds. Til að auðvelda leit og notkun Gegnis og Greinis skal bent á bæklinginn Heimildaleit í Gegni sem gefin var út af Landsbókasafni. Hann liggur frammi í öllum aðildar- söfnum Gegnis. Helstu leiðir til þess að tengjast Gegni eru þessar: - skjáir í aðildarsöfnum - um Internet (telnet saga.bok.hi.is) - með gagnaflutningsneti Pósts og síma (X-25 númer 274011723010) - með upphringisambandi 525 4748 venjulegt mótald 525 4050 háhraða mótald - um Gopher-kerfi, t.d. kerfi Háskóla íslands og íslenska menntanetsins Notendanafn fyrir Gegni er: BOKASAFN Notendanafn fyrir Greini er: TIMARIT Skráning Skráningin heldur utan um hinn bók- fræðilega þátt kerfisins. Hægt er að flytja bók- fræðilegar færslur úr gagnabönkum OCLC og SLS. Kerfið getur tekið inn færslur sem eru samkvæmt UK MARC Exchange Format. Gagnasafnið notar Libertas MARC sem er nánast það sama og UK MARC. Skráning- in var íslenskuð í ýmsum atriðum. Skráningardeild Lands- bókasafns hefur umsjón með skráningu og uppbyggingu gagnasafnsins. Hlutverk hennar er að fylgjast með að sam- ræmis sé gætt og að skera úr um vafaatriði í skráningu. 64 Bókasafnið 20. árg. 1996
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.