Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 67

Bókasafnið - 01.06.1996, Síða 67
Mynd 6 Útlán í Gegni, 1992 -1995 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 C\J CO LO CD O) CD CD CD CD CD CD Mynd 7 og almenningsaðgang. Hægt er að biðja um lán úr öðrum bókasöfnum og einnig geta önnur söfn beðið urn ián úr Gegnissafni. Notandi setur inn beiðni um rit sem ekki er til í hans safni og eftir að bókavörður færir inn formlega beiðni um millisafnalán sér kerfið um afganginn. Milli- safnalánaþátturinn prentar út ítrekanir, tilkynningar og skýrslur eftir þörfum, þar til bókinni er skilað aftur til upp- hafssafns. Allir handhafar notendakorta geta sjálfir pantað millisafnalán í almenningsaðganginum. Landsbókasafn er miðstöð millisafnalána hér á landi. Bókasafn Kennarahá- skólans notar einnig millisafnalánaþáttinn. Mynd 7 sýnir fjölda millisafnalánabeiðna í Gegni frá því að þátturinn var tekinn í notkun til desember 1995. Athyglisvert er að sjá stökkið í millisafnalánum í byrjun árs 1995 en þá var byrj- að að taka við beiðnum í gegnum kerfið frá bókasöfnum innanlands. Tengingar við aðra gagnabanka Eins og áður sagði er hægt að tengjast OCLC og SLS gagnabönkunum með Gegni. Samtals eru þetta 35 milljón- ir færslna á 369 tungumálum. Sex milljónir færslnanna eru á öðru tungumáli en ensku. SLS gagnasafnið er 10 millj- ónir færslna að stærð og er byggt upp af samskrá Libertas bókasafnanna í Bretlandi, bresku þjóðbókaskránni, Whita- ker Books in print og bóka- og tímaritaskrá Library of Congress. Við tengjumst SLS gagnagrunninum með Z39.50 staðlinum. Hægt er að flytja færslur inn í marksnið Gegnis frá báðum þessum grunnum. Fyrstu mánuði ársins 1996 var Landsbókasafnið prufusafn íyrir leitaraðgang að SLS gagnagrunninum. Þessi aðgangur er verðlagður óháð notkun, þ.e. á föstu verði. Tvær meginleiðir eru til skýrslugerðar í Gegni. I fyrsta lagi eru staðlaðar skýrslur í Libertas kerfinu. Hægt er að fá útlánatölur, greiningar um: titla, eintök, aðföng greini og fleira. Hins vegar er sérstakt skýrslugerðartól (Report Generator) þar sem hægt er að ná margs konar upplýsing- um úr Gegni og Greini. Greinir Greinir er sérstakt gagnasafn, þar sem skráð er efni í ís- lenskum blöðum og u'maritum, svo og greinar sem fjalla um íslenskt efni eða eru eftir íslenska höfunda og birst hafa í erlendum tímaritum eða blöðum. I Greini eru u.þ.b. 34.000 færslur í um 80 íslenskum tímaritum. Hluti af þess- um tímaritum hefur verið lyklaður, þ.e.einstöku fræði- greinum hafa verið gefin samræmd efnisorð. Bókasafn Kennaraháskólans sér um skráningu greina á uppeldis- og kennslusviði. Lokaorð f>að sem hæst ber í málum Gegnis þessa stundina er Z39.50 biðlara/miðlara umhverfið. Eins og áður hefur ver- ið sagt frá nýtum við staðalinn til þess að tengjast SLS gagnagrunninum. Við vonumst til þess að geta tengst ein- hverju bókasafni eða gagnagrunni á Norðurlöndum fljót- lega því mikil þörf er á að geta leitað að og flutt bókfræði- legar færslur á Norðurlandamálum yfir í Gegni. Mörg ís- lensk bókasöfn hafa sýnt áhuga á að flytja færslur úr Gegni yfir í sitt eigið kerfi. Z39.50 miðlarinn gerir tæknilega kleift að flytja færslur frá Gegni en að sjálfsögðu verða biðl- ara bókasöfnin einnig að hafa Z39.50. staðalinn. SUMMARY Gegnir tbe automated library system of the National and University Library Gegnir is the automated library system for the National and Uni- versity Library of Iceland and for 7 other libraries as well. It includes the union catalogue for these libraries and a number of other libraries, and also the union catalogue for foreign periodicals in Icelandic libraries. One of Gegnir's main functions is to house the National Bibliography. A special computer program was created to produce a printed version of the National Bibliography within Gegnir. Greinir, which is a parallel subsy- stem, is an index for Icelandic periodical articles. In 1990 the automated library system Libertas was purchased from SLS (Information Systems) Ltd. in England; the system was given the name Gegnir in Icelandic. In December 1991, the OPAC was opened to the public and, subsequently, all the other modules have been implemented. Most recently, in 1995, the serial module was taken into use. This article discusses briefly the main modules of the automated library system, namely: cataloguing, cir- culation, acquisitions, serials, interlibrary loans, external databases and reports. The Libertas system has integrated the Z39.50 client/server. The client function makes it possible for us to search and transmit bibliograp- hic records from other databases which have the server function. However, the Z39.50 server gives other libraries the opportunity to search and fetch records in Gegnir. Gegnir is currently using the Z39.50 client to access the SLS database in Bristol, England. SH Hitaveita Reykjavíkur Grensásvegi 1 Bókasafnið 20. árg. 1996 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.