Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 72

Bókasafnið - 01.06.1996, Blaðsíða 72
fræðingi erlendis (hjúkrunarfræðingurinn verður að vera íslenskur ríkisborgari og aðalhöfundur). 3. Hjúkrunarrannsóknir sem í er íslenskur rauður þráður og eru áhugaverðar fyrir stétt hjúkrunarfæðinga. Þá var komið að því að skilgreina hugtakið rannsókn. Hjúkrun með einhverjum hætti er jafngömul mannkyninu og enda þótt hjúkrunarrannsóknir megi rekja til Florence Nightingale eiga þær sér dltölulega skamma sögu og hér á landi - aðeins um 20 ár. Fulltrúaþing alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga sem haldið var í Madrid 1993 samþykkti og lét frá sér fara yfir- gripsmikla og metnaðarfulla skilgreiningu á hjúkrunar- rannsóknum. Skilgreiningin fól í sér ítarlega lýsingu á við- fangsefnum og áhersluþáttum rannsóknar, en í hana vant- aði hinn aðferðafræðilega þátt: hvernig gengið skyldi til verks, hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja til að verkið teldist rannsókn og hvaða aðferðir væru viðeigandi. Einnig vakti skilgreiningin spurningar um stöðu hjúkrunarrann- sókna í samanburði við rannsóknir á öðrum sviðum. Eru þær með einhverjum hætti öðruvísi en til dæmis í læknis- fræði? Skilgreining þingsins í Madrid 1993 var því ekki að fullu nothæf fyrir íslenska gagnagrunninn. Viðbótar var þörf. Sá kostur var valinn að bera saman í örstuttu máli rannsóknir í læknisfræði og hjúkrunarfræði og þá með sér- stöku tilliti til þeirrar áherslu sem hjúkrunarfræðin leggur á einstaklinginn og veruleika hans í heild sinni fremur en einstaka og jafnvel einangraða þætti og ennfremur að því er virðist síaukna áherslu á svokallaðar gæðabundnar (qualitative) rannsóknir fremur en magnbundnar (quantitadve). Þessu næst kom hinn aðferðafræðilegi eða vísindalegi þáttur. Þar sem óvissu virtist gæta meðal hjúkrunarfræð- inga varðandi merkingu og inntak scientific var gripið til þess ráðs að rekja merkingu og merkingarbreytingar orðs- ins í ensku (allt frá 14. öld), útskýra muninn á hagnýtur (applied) og fræðilegur (pure) og gera grein fyrir mismun- andi viðhorfi til vísinda og vísindalegra aðferða og setja fram skilgreiningar vandaðra orðabóka á hugtökunum modern science og scientific method. Að svo búnu var sett fram skilgreining á rannsókn með sérstöku tilliti til hjúkrunarrannsókna. Að lokum var henni og Madrid skil- greiningunni steypt saman og settur fram listi í 7 liðum með þeim skilyrðum sem hjúkrunarrannsóknir í íslenska gagnagrunninn yrðu að hlíta. í þessum kafla er einnig ofurlítið fjallað um það sem á ensku nefnist clinical audit og kalla má á vondri íslensku klínískt (gæða)eftirlit. í sem allra stystu máli byggist þetta eftirlit á vinnutilhögun í breska heilbrigðiskerfinu sem fólgin er í því að rannsaka með kerfisbundnum hætti þær aðferðir sem beitt er við sjúkdómsgreiningu, hjúkrun og umönnun sjúklinga, athuga hvernig fjármunum er varið og hvernig mannafli nýtist og að kanna hvaða áhrif umönnun hefur fyrir líðan og lífsgæði sjúkra. Þessu eftirliti má lýsa sem hringrás sem hefst með kerfisbundinni athugun á þeir- ri starfsemi sem fyrir hendi er, samanburði við greinargóða og skýra staðla (gæðastaðla) sem eru vísindalega unnir, en hringrásin lokast með breydngum á vinnudlhöguninni ef þær eru á annað borð taldar nauðsynlegar. Af þessari lýs- ingu er ljóst að rannsóknir á sviði heilbrigðismála skipa veigamikinn sess í þessari vinnutilhögun sem formlega var komið á fót innan heilbrigðiskerfisins breska á árinu 1992 en tveimur árum seinna var talið að þessi vinnutilhögun væri þegar farin að bera ríkulegan ávöxt og mikils mætti vænta. Það kom hins vegar í ljós í lcönnun sem gerð var 1992 að hinir bresku gæðastaðlar byggðu allir að meira eða minna leyti á bandarískum stöðlum, og að enginn þeirra hafði verið sannprófaður í Bretlandi. Ef vinnutilhögun af þessu tagi verður tekin upp í ís- lenska heilbrigðiskerfinu, er það deginum ljósara að auka þarf og stórefla þá rannsóknastarfsemi sem hér er stunduð og gera strangar kröfur til vandaðra vinnubragða. Upplýsingaþörf hjúkrunarfrœðinga Nú var komið að því að ræða um þörfina fyrir upplýs- ingar. Spurt var hver hún væri, hvers væri þarfnast og hverj- ir það væru sem þyrftu á upplýsingum að halda. Með öðr- um orðum til hvers ætti að nota þær upplýsingar sem fram koma í gagnagrunninum. Bent var á og á það lögð áhersla að allt frá árinu 1986 hafa allir íslenskir hjúkrunarfræðing- ar hlotið menntun sína við háskóla. Gerð var örstutt grein fyrir innihaldi og þýðingu háskólamenntunar, lagalegri stöðu íslenskra hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfmu og áhrifum hennar á faglega vitund og ábyrgð. Tekin voru af öll tvímæli um gagnsemi og nauðsyn rannsókna í hjúkrun- arfræðum og staðhæft að meðal annars væri hægt með rannsóknum að setja fram umönnunarstaðla, skilgreina vinnufyrirkomulag og störf í hjúkrun, til uppbyggingar náms og kennslu og stefnumörkunar í heilbrigðismálum. Einnig mætti nota rannsóknir til að fylgjast með skilvirkni og árangri heilbrigðiskefisins. Rakin var í fáum orðum saga og þróun þessara mála í Bretlandi og Bandaríkjunum sem bæði hafa fyrir löngu komið upp aðstöðu til að hjúkrunarfræðingar eigi auðvelt með að afla sér allra bestu og nýjustu upplýsinga um hvað- eina sem lýtur að hjúkrunarmálum. Fjallað var um Sigma Theta Tau í Bandaríkjunum sem stofnað var 1922 og hef- ur nú komið á fót rafrænu gagnasafni í Virginia Henderson hjúkrunarsafninu. I Bretlandi var sdklað á stóru frá 1960 til 1990 þegar við lá að INR (Index of Nursing Research) gagnagrunnurinn riðaði til falls vegna álags sökum eigin velgengni. Sýnt þótti að almenn upplýsingaþörf háskólamenntaðra íslenskra hjúkrunarfræðinga væri síst minni en félaga þeirra í vestrænum lýðræðisríkjum og enda þótt íslenskar hjúkrunarrannsóknir væru hlutfallsega fáar kynni skerfur þeirra að reynast drjúgur þegar upp væri staðið. Gagnavinnslukerfi Hér var komið að því að útskýra og skilgreina megin- hugtakið í enskum titli ritgerðarinnar, þ.e. database, enda hafði nú komið fram og gerð hafði verið grein fyrir hver væru einkenni íslenskra hjúkrunarrannsókna og hvað í þeim fælist. Valdar voru skilgreiningar þriggja fræðimanna sem allir voru taldir eiga talsvert undir sér. Allar þrjár skil- greiningarnar báru það með sér að líta mátti á gagnagrunn sem geymslu fyrir gögn sem meðhöndla mætti með rafræn- um hætti í tölvu. Þessir þrír þættir, þ.e. gögn, hugbúnaður og vélbúnaður mynda í sameiningu kerfi sem hægt er að nota til að safna saman, geyma, vinna úr og miðla upplýs- ingum til notenda. Nú vill svo til að upplýsingar eru fjöl- skrúðugar, notendur eru hver með sínu móti og hafa mis- munandi þarfir. Þess vegna hafa orðið til mismunandi gagnavinnslukerfi sem hvert um sig hefur tiltekin einkenni og eiginleika sem ráðast af þörf. Lýst er gerð og meginatrið- um þeirra fjögurra kerfa sem talið var að gagnagrunnur ís- lenskra hjúkrunarrannsókna kynni að eiga heima í. Þau eru 1) Database Management System - DBMS (venslað gagna- 72 Bókasafhið 20. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.