Aldamót - 01.01.1895, Page 34
34
hann kominn að þeirri niðurstöðu, að það væri
skynsamlegt að trúa. Hann dó skömmu síðar. En
áður en hann ljezt, hvarf hann aptur í 'fullkomi&
samfjelag við þá kirkju, sem hann til margra ára
hafði snúið bakinu við.
•
Um skáldskapinn og listina eru menn farnir að*
segja: Svo framarlega sem skáldin og listamenn-
irnir þekki engan annan heim en þessa sýnilegu
tilveru og dvelji svo þar að auki við hina ljótustu,
ógeðslegustu hlið hennar, eins og nú hefur átt sjer
stað um langan tima — engan skáldskap og enga
list!
Það er ekki langt síðan realistarnir töluðufrem-
ur borginmannlega: Þess verður víst langt að bíða^
að menn fari aptur að lifa í hinum ósýnilega heimi,.
eins og gjört hefur verið á liðnum öldum. Vjerhöf-
um snúið bakinu við honum fyrir fullt og allt.
Það lítur út fyrir, -að biðin ætli ekki að verða
svo sjerlega löng. Hin nýja stefna í skáldskapnum
og listinni hefur sökkt sjer dýpra niður i hinn
ósýnilega andans heim en nokkurn hefði fyrir fáum
árum grunað að verða mundi.
Málfræðingarnir hafa sagt, að orðið sál þýði
eiginlega afskekkt stöðuvatn upp til tjalla, sem eng-
inn hefur kannað; að eins barmarnir sjeu kunnugir.
Nýju skáldin eru aptur farin að hugsa um manns-
sálina eptir orðsins upprunalegu merkingu.
Þegar vjer horfum út yfir vatnið eða hafflötinn^
sjáum vjer að eins yfirborðið. Oss er vel unnt ,,£að
lýsa því, eins og það kemur oss fyrir sjónir i hvert
skipti.
En fyrir neðan yfirborðið liggur ómælilegur