Aldamót - 01.01.1895, Side 65
65
\im íramtíðarvonir þjóðanna og einstaklinganna eins
og heiðblá, skínandi fjöll, er risi upp í sjóndeildar-
hringnum svo eða svo langt fram undan manni.
En lengst af í sögu íslenzku þjóðarinnar hefir ekki
verið um nein þvílik fjöll að ræða. Fjöll að vísu
allt af fyrir framan menn; en þau fjöll voru allt
annars eðlis. Það voru skuggaleg, gróðrlaus, ógeng,
œgileg hamrafjöll, himinháir múrgarðar, sem byrgðu
fyrir alla útsýn og tóku burt frá mönnum, ein-
staklingunum og þjóðinni í heild sinni, alla von um
að geta nokkurn tíma komizt lengra áfram. Undir
slíkum ástœðum og lífskjörum hlaut forlagatrúin og
forlagahugsanin að lifa og glæðast í þjóðarmeðvit-
undinni. Slíkt hið sarna verður ofan á hjá öllum
þjóðum, sem með tilliti til lífskjaranna stendr eitt-
iivað svipað á fyrir eins og Islendingum lengst af
á æfi þeirra. Hugmyndin um íorlögin stendr auð-
vitað ekki alltaf í stað. Hún tekr talsverðum stakka-
skiftum eftir því, sem lífskjörin verða mildari eða
harðari. Og kemr þetta greinilega fram í sögu
þjóðar vorrar. Eftir því, sem forfeðr vorir trúðu í
heiðni, voru það þrjár kvenlegar verur, nornir, sem
réðu forlögum manna. Þær sátu við rœtr Yggdras-
ils, lífstrésins, hjá Urðarbrunni og spunnu örlaga-
þráðinn. Forn-Grikkir höfðu líkar hugmyndir; þeir
tala líka um þrjár örlagadísir. Þessar ímynduðu
yfirnáttúrlegu verur, er forlögunum ráða, líta all-
misjafnlega út eftir því, sem á tímunum stendr.
Þegar bjart er uppi yfir, er eins og þær heyri til
heimi ljósálfanna; en þegar dimmar í lofti fyrir al-
vöru, líta þær út eins og myrkraverur, nokkurs-
konar svartálfar, enda eru þá skoðaðar eins og
.grimmar refsinornir. Þessar heiðnu hugmyndir um
Aldamót Y. 6