Aldamót - 01.01.1895, Side 69
(39
skynsemin, mannleg skynsemi, byggir líka allt það,
sem hún hefir mönnunum að segja þeim til lifs og
framfara og upplyftingar á því, að þeir allir undan-
tekningarlaust hafi frjálsræði. Allar áminningar,
allar lífsreglur, allar lögmálsfyrirskipanir, sem hljóm-
að hafa í mannlegum eyrum gegn um allar aldir
sögunnar, yrði að heimskulegum, dauðum boðskap,
gabbi og táli, svo framarlega sem mennirnir, sem
þessar raddir út gengu til, hefði verið eða væri án
frjálsræðis. Og innan að, úr djúpi mannshjartans,
kemr vitanlega rödd, guðleg rödd, sem seint og
snemma vitnar um það fyrir þeim, sem það hjarta
á, að hann alveg vafalaust só vera frjálsræði gœdd.
Samvizkan leggr sjálfsábyrgðina yfir manninn út af
því, að hann hefir frjálsræði. Samvizkan vitnar
með guðlegri opinberan til endaloka mannkynssög-
unnar um það, að allir menn bafi frjálsræði. Að
neita frjálsræðinu getr engum manni komið til hug-
ar, svo lengi sem hann heldr óskertu ráði. I orði
kveðnu geta menn neitað þvi. I orði kveðnu hafa
menn neitað því. En sú neitan er að eins f orði
kveðnu. Þegar út í lífið kemr, þegar menn eiga að
fara að sýna trúna sína í verkinu, í samlífinu við
annað fólk, þá kemr það út svo greinilega sem orðið
getr, að allir trúa á tilveru frjálsræðisins, ganga út
frá frjálsræði hjá öðrum mönnum svo sem nokkru
sjálfsögðu.
Eg hefi nú afdráttarlaust sagt, að eg trúi bæði
á forlög og frjálsræði, og eg hefi jafnframt lýst yfir
því, að allir aðrir menn gangi lika með þá viðr-
kenningu í hjarta sínu, að þetta hvorttveggja sé til,
að hver einasti fullvita maðr trúi nauðugr viljugr
—og hafi æfinlega trúað—á tilveru bæði foriaga og