Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 150
150
tómt. Því þess verður ekki langt að bíða, að meira
eptirlit verði haft með þeim andlega varningi, sem
frá Kaupmannahöfn berst inn í laudið.
Rithöfundar, sem enga ábyrgð-
Heljarslóðaroruxtu- artilfinnig hafa gagnvart lesend-
still. um sínum fyrir það, sem þeim
þóknast að rita, heldur láta allt
jafngott heita og laga rithátt
sinn helzt eptir tali ölvaðra manna, er allan þrem-
ilinn láta fjúka, sem þeim kann í hug að koma, eru
ein hin lakasta pest í bókmenntum hverrar þjóðar
sem er.
Og nú er einmitt sá gállinn á sumum hinum
yngri íslenzku rithöfundum, helzt Kaupmannahafnar-
mönnunum. Þá langar til að rita fjörugt mál. En
það fjör, sem þeir hafa helzt hugmynd um, er öl-
æðisfjörið. Svo verður stíliinn eptir því, — Heljar-
slóðarorustu-stíll. Hann getur verið góður eitt skipti
fyrir öll á Heljarslóðarorustu. En hann verður al-
veg óþolandi, þegar á að fara að apa hann eptir,
og koma honum alstaðar að.
Hve nær skyldu annars þeir tírnar renna, að
vjer eignuðumst eins fullkomið form á óbundnu máli,
eins og það, sem vjer þegar höfum eignazt á bundnu
máli? Öll áherzlan hefur verið lögð á skáldskapar-
málið. En miklu minni rækt hefur óbundna málinu
verið sýnd Það er langt á eptir.
En áður en sá stíll myndast, þarf einhverjum
að hafa verið heitt innanbrjósts af einhverjum sann-
leika, sem engan frið lætur hann hafa, fyrr en hann
hefur hrópað hann með öllu afli sannfæringar sinn-