Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 121
121
viðgangur verið meiri en á yfirstandandi tíð. Og
hvers vegna? Af því trúin er eitthvað œðra og
meira en hin dauða sögulega trú, er vjer nú höf-
um talað um. Af því að hún er guðleg en ekki
mannleg. Af því að hún er af guði gefin og af guði
varðveitt.
Hvað er þá trúin? Hvernig er heimur trúar-
innar? Það er einn maður, sem öllum raönnum
betur hefur útskýrt eðli trúarinnar. Það er hinn
mikli guðsmaður, Páll postuli. Engum mun bland-
ast hugur um það, að sá maður hafi dvalið í heimi
trúarinnar og sje því fær um að lýsa, hvernig þar
hagar til. I brjefi sínu til Rómverja hefur postulinn
með guðs anda krapti útlistað efni þetta og tekizt
hefur honum þar að gjöra skiljanlegt þetta annars
torskilda atriði. Brjefið til Rómverja hefur inni að
halda hina dýpstu sálarfræði um leið og það út-
listar hina háleitustu trúarlærdóma. Páll skýrir
þar áhrif guðdómsins á mannssálina og sýnir sam-
band guðs anda og mannsandans. En það er eina
með þetta og hvert annað sálarfræðislegt atriði, að
sannleikur þess verður að eins metinn af þeim, sem
hjá sjálfum sjer finna til þeirra andans áhrifa, sem
lýst er. Mörg mannssálin er svo sljó og óþroskuð,
að hún kannast eigi við ýmislegt af því, sem lýst er
af þeim mönnum, er mest hafa lagt sig eptir að
rannsaka eðli og eiginlegleika sálarinnar. Eins er
lika margur maðurinn svo óþroskaður, að hann skil-
ur eigi áhrif trúarinnar, nje kannast við þau áhrif
guðs anda á hugskot sitt, sem trúnni eru samfara.
Trú og trúarlegar útskýringar skilur að eins hinn
trúaði maður til hlítar, maður, sem snortinn hefur
veiið af guðs anda og lífi sínu lifir í samfjelagi við