Aldamót - 01.01.1895, Side 81
81
■eftir ástœðum þess og umheimi í œskunni. Gott
barnauppeldi er andleg votrygging á framtíðarlífi
manna, hin mesta og áreiðanlegasta, sem fengizt
getr. Þeir, sem gengið hata í eitthvert svo kallað
lífsábyrgðaríélag, vita, að það er stór munr á þvi,
hvort maðr er ungr eða gamall, þegar hann á þenn-
an hátt leitar tryggingar á lífi sínu. Það er tiltölu-
lega mjög létt að fullnægja skilyrðum lífstrygging-
arinnar, ef byrjað er á því á ungum aldri, í saman-
burði við það, ef á því er fyrst byrjað eftir að maðr
er orðinn svo og svo roskinn. Og vitanlega eru
lífsábyrgðarskilyrðin ekki sett af félögum þessum
af handahófi, heldr hnitmiðuð niðr eftir nákvæmum
og eðlilegum útreikningi. Félögin vita, með öðrum
orðum, stórkostlega mikið fyrir um forlög manna,
geta sagt bæði sér og öðrum fyrir með áreiðanlegri
vissu, hve mikil eða hve lítil dauðaáhætta vofir yfir
mönnum á því og því aldrsskeiði. Og eftir því haga
þau útreikningi sínum með tilliti til skilyrða lifsá-
byrgðarinnar. En sama lögmálið ræðr einnig að
því, er snertir líf manna í andlegu tilliti. Eftir því,
sem lengr líðr á mannsæfina, eftir því vex hættan
meir og meir fyrir því, að hið andlega iíf mannsins
geti ekki orðið votryggt. Súvotrygging þá eðlilega
lang-auðveldust á ungum aldri. Og slík votrygging
eða lífsábyrgð á þá auðvitað að geta fengizt með
góðu og vitrlegu barnauppeldi.
En út af iífsábyrgðinni minnist eg þá líka þess,
að það stendr ekki á sama, hvar á hnettinum eða í
mannlegu félagi maðr er staddr. Það vofir meiri
dauðahætta yfir mönnum á einu ákveðuu svæði hér
í þessu landi, þar sem gula »pestin« svo kallaða
á heima, sunnarlega í Bandaríkjunum, heldr en •
Aldamót V. 6