Aldamót - 01.01.1895, Side 106
106
dórainn. Fengjust ámælendur hans til þess að koma
og sjá sjálfir, kynnast honum, sem segir: komið og
sjáið ! myndi þeim óefað fækka töluvert. Jesú vill
að vjer öflum oss reynslunnar sjálfir. Það er ein-
mitt það, sem hann býðr oss upp á.
Er nokkuð að þvf boði ? Eða er hægt að bjóða
betr þeim sem vill sannfærast, en að gefa honum
tækifæri til þess að sannfæra sjálfan sig um sann-
leika kristindómsins ? Tækifærið gefst hverjum,
sem leitar; þvi við hann er sagt: kom þú og sjá !
JA, sjerstaklega við hvern þann, semleitar. Þvi
hver sá, sem ekki leitar, vill ekki. Og hver sá
sem ekki vill, liirðir ekki um boðið, Honum stendr
á sama.
Lestu seittni partinn af 1. kap. Jóh. guðspj.
Það er getið um 2 menn þar, sem Jesús segir þetta
við: komið og sjáið ! Hvernig stóð á fyrir þessum
tveimr mörtnum ? Þekktu þeir Jesúm ? Varla
gat það heitið. Þeir hötðu að eins sjeð hann til-
sýndar og heyrt um harm talað. Jóhannes skírari
hafði talað um hann við þá. Hann hatði benf þeirn
á Jesúm og sagt: «sjá það Guðs iamb, sem ber
heimsins synd*. Þeir skiidu, að hann átti við Mess-
ías. Jóhannes hafði opt talað við þá um Messías.
En þeir þekktu ekki Messías, ekki nema tyrir orð
Jóhannesar. En Jóhannes hafði opt talað við þá
um fleira en um Messías, enda meira um það en
um ltann. Sjerstaklega hafði hann talað við þá um
synd. Og hann bafði talað á þann hátt við þá um
syndina, að þeir lærðu ekki að hugsa um syndina
að eins sem hverja aðra hugmynd og dogmatiskt
að skilja hana og gera grein fyrir henni — jeg
held skírarinn hafi ekki lagt neina stund á að