Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 58
58
lind til nýrra hugsana út af hinum andlegu spurs-
málum tilverunnar. Þessi uppsprettulind var og er
kristileg kirkja eða liin kristilegu opinberunarsann-
indi, sem kirkjan æfinlega hefir meðferðis. En það
var að all-miklu leyti frosið fyrir þá uppsprettulind.
Kirkjan var ekki nema með hálfu lífi. Lifsspurs-
mál kristindómsins fóru að miklu leyti fram hjá
þjóðinni. Menn sóttu við og við helgar tíðir, héldu
uppi sinni kirkjugöngu, lásu jafnvel eftir fornri venju
guðs orð f heimahúsum, létu skira og ferma börn-
in sín — eftir fyrirskipaðri kirkjulegri og kristilegri
reglu. Og að sjálfsögðu hafði þetta alveg vafalaust
í mörgum tilfellum blessunarríka þýðing fyrir ein-
staklingslífið. Guðs ríki hélzt við hjá þjóðinni fyrir
bragðið. En nýjar andlegar lífsglœðingar náði ís-
lenzka kirkjan, eins og þá stóð á fyrir henni, ekki
að skapa í landinu. Og nýjar andlegar hugsanir
náði hún ekki að vekja heldr. Það var steinhljóð,
algjör dauðaþögn þá meðal hins íslenzka almennings
um öll æðri andleg spursinál, kirkjunnar og tilver-
unnar eigin brennandi spursmál, — að einu einasta
spursmáli undanteknu, og þetta einasta spursmál,
sem þá virtist vera uppi í hugum manna og hjört-
um, fyrir þá sök, að það var einmitt eina andlega
umtalsefnið, sem á loft var haldið af alþýðu, það
var þetta — um forlögin. Það var spursmálið um
það, hvort forlög væru virkilega til eða ekki.* Það,
að meun spuiðu að því, hvort forlög væru í raun
ug veru til, gat í fljótu bragði virzt benda á, að
svo og svo margir neituðu tilveru forlaganna. Enda
sögðu sumir blátt áfram, að þeim dytti ekki í hug
að trúa á nein forlög, staðhæfðu mjög borginmann-
lega, að forlög væru áreiðanlega ekki til. En það