Aldamót - 01.01.1895, Side 48
48
En svo eiga þeir nú lífið að mestu leyti eptir,
þessir menn. Og lifið er þyngsta þrautin. Það er
lítill vandi að vera mikill í munni. Lífið gjörir opt
lítið úr æskugortinu. Og gæfuvegur guðlastarans
hefur opt orðið tæpur og endasleppur.
Það getur naumast hjá því farið, að menn fái
fyr eða síðar megna óbeit á þeim, sem helzt hafa
þær frjettir að segja af sjálfum sjer, að þeir sjeu
trúlausir og finnist það einna mest frægðarverk, að
níðast á því, sem öðrum mönnum er heilagt.
Ekki er það óhugsandi, að slíka menn fari að
daga uppi eins og nátttröllin forðum einnig meðal
vor. Ekki er það óhugsandi, að hinn ríkjandi hugs-
unarháttur hinna yngri íslenzku menntamanna í trú-
arlegu tilliti eigi fyrir höndum að taka töluverðum
stakkaskiptum.
Því þegar hinar eilifu hugsjónir mannsandans,
sem um stund hafa hulizt af öfugstreymi mannlegra
hugsana, eru aptur farnar að birtast eins og blik-
andi stjörnur á andans himni, er ekki vonlaust að
birta þeirra kunni að skína gegnum einhverja ís-
lenzka rúðu og gjöra mörgum heitt um hjartað.
Og þegar menn víðsvegar um heiminn eru apt-
ur farnir, í nýjum myndum og frá nýjum sjónarmið-
um, að leggja rækt yið hugsjónina, idealið, andann
— í listinni, heimspekinni, bókmenntunum, er þess
ekki að örvænta, að það kunni að hafa heillavæn-
leg áhrif á hinn andlega gróður vors islenzka þjóð-
lifs.
Ef sól trúarinnar fer aptur að verma og hugga
þann hluta mannfjelagsins, sem dregið hafði glugga-
tjöld sín mður fyrir henni, eru þá ekki nokkrar lík-