Aldamót - 01.01.1895, Page 47
47
maður til. Jeg þykist þess fullviss, að þjer muni^
nú allir óska þess með mjer, að hið sama teikn tím-
anna væri sýniiegt á hinum andlega himni hins litla
þjóðlífs vors. Hve nær ætli það verði?
Það er sannarlega þess vert að gjöra sjer það
Ijóst, að það vantrúar glamur, sem nú er uppi með-
al þjóðar vorrar beggja megin hafsins, er að ganga
úr móð, verða úrelt, gamaldags og komast i fyrir-
litning á föðurlandi sínu, Frakklandi. Og að mennt-
uðustu mönnunum þar þykir það eins mikil óhæfa
að ætla sjer að setja kreddur vísindalegrar heim-
speki í stað trúarbragðanna eins og t. d. oss, Vest-
urheimsprestunum íslenzku.
Það er þess vert. Því þeir halda það sje ákaf-
lega fínt, t. d. sumir Kaupmannahafnar Islending-
arnir nú á dögum, að guðlasta. Þeir halda augsýni-
lega, að þeir standi í fremstu fylking framfaramann-
anna með guðleysið sitt. A hverjum blaðsnepli, sem
þaðan kemur, sjást fingraförin. Það er opt og tíð-
um helzta hugmyndin, sem þeir hafa á boðstólum.
Þeir ættu að standa býsna vel að vígi með að »dis-
putera« fyrir doktorsnafnbót þar við háskólann í
þeirri grein. Það litur út fyrir, að þeim finnist það
einn allra-helzti vegurinn til framtara í heiminum
þar sem þeir virðast leggja meira kapp á, að kom-
ast langt í því en nokkru öðru.
Manni koma stundum ósjálfrátt í hug dreng-
hnokkarnir, sem þykjast vera orðnir menn, þegar
þeir eru farnir að blóta og spýta mórauðu. I því
ljósi mundu þeir nú, eptir því sem Vogué segir,
verða skoðaðir af hinni yngri kynslóð menntaðra
manna á Frakklandi, ekki síður en annarsstaðar í
heiminum.