Aldamót - 01.01.1895, Side 124
124
og helgunar. Þannig myndast trúarlifið samkvæmt
kenningu Páls postula.
En byrjunin ein er eigi nóg. Þetta nýa líf er
nú falið varðveiílu hvers einstaklings út af fvrir
sig, og hver maður verður að bera ábyrgð á með-
ferðinni á því. Maður getur látið það deyja út hjá
sjer, án þess það nái þroska og vexti, fyrir trúleysi,.
spilling og synd, og fer maður þá á mis við ávexti
þá, er það ber. En líka getur maðurinn fyrir guðs
náð varðveitt og eflt það, svo það fái borið hjá
honum ávexti bæði til tímanlegs og eiiifs lífs. 0g
tii þess hefur guð stofnað sín önnur náðarmeðul. I
heilögu orði sínu leggur hann niður reglurnar fyrir
hið andlega líf, og gegn um það flytur guðs andi hinu
jiýa lífi sífellt nýa næring, svo það glæðist og við-
haldist. Og eins og vjer erum fyrir heilaga skira
gróðursettir sem lifandi greinar á Kristi, eins er oss
í því líf'sins sambandi viðhaldið með heilögu sakra-
menti kvöldmáltíðarinnar, sem líka er tilsett af guði
sjálfum og hefur í sjer fólginn hulinn og yflrnáttúr-
legan krapt til trúar og helgunar. Fyrir sakramenti
þetta eflist og styrkist samband sálarinnar vib
skapara hennar og frelsara; því stofnunum guðs
fylgir lítskraptur, og þó hanu sje óskiljanlegur og
ómælanlegur, er hann eigi að síður sannur. Enda.
er það alls ekki óskiijaalegt, að eigi er unnt að
meta eða mæla helgidóma drottins, þar sem þeir
eru samskonar eðlis og guð sjálfur — yfirnáttúrlegir.
Afleiðing þessara verkana orðsins og sakramentanna
verður sú, að í sálu mannsins myndast og viðhelzt
samfjelag við guð. Og afleiðing slíks samfjelags
verður aptur lielgun lífernisins — fullkomnara sið-
ferðislegt ásigkomulag mannsins; því enginn getur