Aldamót - 01.01.1895, Page 113
113
Ef frelsisþráin er vöknuð hjá raanninum, af því
»ð hann þekkir synd sína, og frelsi sálar hans er
honum dýrmætara en nokkuð annað, þá kemr hann
og sjer, að hjá Jesú Kristi er frelsið að finna og að
hjarta hans á heima hjá honum. Hann fær sjálfs.
Teynslunnar vissu fyrir því, að hann á heima bjá
Jesú Kristi. En þótt maðrinn sje ekki kominn svo
langt á veg, að hann hafi meðvitund um frelsisþrá
sína eða geti gert sjer verulega grein fyrir þvf, í
hverju sannleikrinn er fólginn, sem hann leitar að,
'þá kemr hann og sjer eins og hinir, svo sannarlega
sem hann vill einlæglega læra að þekkja Jesú Krist,
eins og hann er, og sannfærast um það, hver hann
•er. Jesús talar við hann. Og hann talar við hann
á þann hátt, að frelsisþráin vaknar og maðrinn
fer að finna til þess, hversKonar sannleika hann um
fram allt þarfnast. Og því betr sem hann kynnist
Jesú, þvi betr fullvissast hann um það, að þennan
sannleika er einmitt að finna hjá honum.
En hvar er Jesú að hitta? Hvar er hægt að
dvelja hjá honum og kynnast honum? I Guðs orði.
Þar á hann heima og þar býðr hann mönnunum
að kynnast sjer; enda er hægt að kynnast honum
þar, þá sjerstaklega í guðspjöllunum. »Getr nokk-
uð gott komið frá Nazaret?« spyrja óefað sumir,
sem efaðir standa gagnvart Guðs orði. En Natana-
el spurði svo, þegar Filippus sagði honum frá því,
að þeir væru búnir að finna Messías, Jesúm Jósefs-
son frá Nazaret. Filippus svaraði engu öðru en
þessu: »Kom þú og sjá!« Og Natanael kom og sá.
Annað er heldur ekki hægt að segja við hina efuðu
eða að minnsta kosti hygg jeg það vera hið bezta,
sem hægt er að segja við þá, þetta: komið og sjáið,
Aldamót Y. 8