Aldamót - 01.01.1895, Side 112
fundið það, sem þeir ieituðu að. En hvers leituðu
þeir? Hvað möttu þeir mest? Það er sannarlega
takandi til greina, þegar um vonbrigði er að ræða.
Það er vissulega ósanngjart að heimta að sjá þaðt
sem mönnum hefir aldrei verið boðið upp á að sjá,
eða að fá það, sem aldrei hefir verið lofað. Ef far-
ið er inn í iyfjabúð, til þess að kaupa fatnað, er lyt-
salanum ekki um að kenna, þótt vonirnar bregðist
með að fá fatnaðinn. Eða ef farið er til læknis og
hann beðinn að koma lagi á sláttuvjel, er líklegt að
vonirnar bregðist. En er lækninuin um að kenna?
Það væri heidr en ekki ósanngjarnt af þeim ástæð.
um að segja um lækninn, að hann væri ónýtr.
Öllu sanngjarnara mun það naumast vera, að fara
að tala um vonbrigði og kenna frelsaranum um,
þótt ekki fáist það hjá honum, sem hann hefir eng-
um manni heitið. Ef annars er leitað hjá honum en
þess, sem hann býðr manninum að koma og sjá,
eru vonbrigðin vís. Þau eru eins eðlileg eins og hitt
var eðlilegt, að vonir hinna tveggja rættust — að
þeir i sannleika lcomu og sáu. Ef allt öðruvísi stendr
á, má búast við, að maðrinn komi og sjái ekkert.
Og svo er nú það sjálfsreynsla þess manns! Hvers
leituðu höfðingjar Gyðinga hjá Jesú? Það er al-
kunnugt. Hvað sáu þeir? Guðlastara og svikarar
Töluverð vonbrigði! Og þeir þóttust hafa reynsluna
fyrir sjer.
Komið og sjáið allir þjer, sem leitið sannleikans
einlæglega. Kynnizt sjálfir Jesú. Kristi og sannfær-
izt um, að hann er sannleikrinn. Það er hœgt að fá
fullvissu um það. Hann segir: »Komið og sjáið! •=
Og vegrinn er að kynnast honum.