Aldamót - 01.01.1895, Side 122
122
guð. Trúin er af guði gefin en eigi af manninum
sjálfum höndluð. Maður eignast hana ekki á sama
hátt og vísindalega þekking á líkamlegum hlutum.
Trúin er samband mannssálarinnar við skapara sinn
-og með henni birtir guð manni hinn ósýnilega heim,
sem hann sjálfur býr í, en aldrei verður án hans
opinberunar sjeður eða rannsakaður; því til hms
guðlega og eilífa ná aldrei kraftar hins mannlega og
takmarkaða til rannsóknar.
Hvernig er þá þessu trúarsambandi varið?
Hvernig myndast og viðhelzt það? Vjer skulum
halda oss við útskýringar hins mikla postullega
kennimanns, er vjer þegar höfum nefnt, og bera hans
*orð fyrir oss. Hann gjörir grein fyrir myndun
þessa trúarlífs á þann hátt, að »vjer sjeum greptrað-
ir með Kristi fyrir skírnina til dauðans, svo að eins
og Kristur upp reis frá dauðum fyrir dýrð föðursins,
svo eigum vjer einnig að ganga í endurnýungu lífs-
ins«. (Róm. 6, 4).
Vart munu þessi postullegu orð skiljanleg þeim
tnönnum, sem eigi eru fyrir trú endurfæddir til æðra
skilnings á andlegum hlutum; en um sannleika þeirra
getur hver sá borið, sem reynslu hefur fyrir sjer
úr eigin lífi sínu í þessu efni. Hjer með vill postul-
inn sagt liafa, að fyrir Jesúm Krist, dauða hans og
upprisu, sje í heiminn komið nýtt, andlegt og guð-
legt afl, mönnunum til viðreisnar í andlegu lífi
,þeirra. Kenning hans er, að Jesús hafi verið sann-
ur guð og starfa hans hafi fylgt guðlegur kraptur
og friðþæging hans fylgi yfirnáttúrlegar afleiðingar
fyrir alla þá, sem fyrir guðs anda áhrif færa sjer
hana í nyt. Með Jesú og fyrir hann byrji nýtt líf
í sálum trúaðra manna. Þetta nýja líf sje fólgið í