Aldamót - 01.01.1895, Blaðsíða 53
53
þjóðar vorrar, — að kalla á þau, svo þau verði
fleiri og fleiri, og — himininn að lokum alstirndur.
Og leyfa oss að verða ætíð eitt af þeim!
Baráttan, sem drottinn hefur varpað oss út í,
hefur orðið oss til lifs. Það er enginn vafl á þvi.
En nú eru teiknin í loptinu að breytast aptur. Storm-
inn er að lægja. Sá vantrúar ofsi, sem logað hefur
hvervetna kring um kirkjufjelag vort, er nú að bæl-
ast niður. Honum eru farnar að leiðast sínar eigin
hamfarir. Olætin eru farin að verða nokkuð hlægi-
leg.
Og nú er sú hætta fyrir hendi, að láta hjer
staðar numið, leggja hendur i bát, lifa á þvi, sem
þegar hefur gjört verið og — lognast svo út af.
Jeg bendi á hættuna, — ekki af því jeg vilji
gjöra of mikið úr henni, heldur af því jeg veit, að
hún er fyrir hendi. Og allir þurfum vjer að hafa
opin augun. Annars göngum vjer út í opinn dauð-
ann.
Hinn kyrrláti vöxtur, inn á við og út á við,
ætti nú að taka við. Vjer erum komnir svo und-
ur skammt, og — takmarkið er svo undur hátt.
Og vjer, sem leiða eigum aðra áfram og láta þá
vaxa, verðum að muna eptir því að vaxa sjálfír.
Sá, sem ekki hefur lífsteiknið drottins í innra
manni sínum, honum er eigi unnt að kveikja ljós í
kring um sig.
Guðs orð talar um mannaþrældóm. Hann er
innifalinn í því, að vera hræddur við aðra, — þora
ekki að standa við sannfæringu sína, — hafa ekki
hug til að segja það, sem manni býr í brjósti og
veit að ætti og þyrfti að segjast, af þeirri ástæðu,
að það kunni að koma í bága við aðra, -- hafa