Aldamót - 01.01.1895, Qupperneq 119
119
Hin kristilega trú festir dýpri rætur í hjörtum mann-
anna og greinar hennar ná lengra út í hið hvers-
dagslega lií þeirra en nokkuð annað, er vjer þekkj-
nm. Kristindómurinn er þeim hæíileikum búinn, að
■leggja hug og hjarta þess, sem trúir, undir sig, svo
það breytist og verði nýtt frá rótum. Þetta afl
’kristinnar trúar er fólgið í yfirburðum hennar yfir
öll önnur trúarbrögð, fólgið í hinum guðlega upp-
runa og eðli hennar.
En sá maður, sem aldrei hefur staðið undir valdi
þessarar trúar, veit ekki, hvert gildi hún hefur, nje
hvað hún er í sjálfu sjer. Það heyrist opt á því,
hvernig andvigismenn trúarinnar lýsa henni, að þeir
hafa aldrei átt hana nje þekkt hana; þeir skoða
hana því allt annað en hún í rauninni er. Væri
hún eins og hún hefur komið þessum mönnum fyrir
sjónir, væri hún sannarlega ekki þess verð, að
henni væri haldið við. Trúin er heimur út af fyrir
sig, guðlegur, heilagur heimur. Sá, sem aldrei hef-
ur þangað komið, getur ekki lýst ástandinu þar.
Kú eru margir, sem ímynda sjer, að þeir hafi þang-
að komið og þar dvalið, sem alls ekki hafa þangað
komið. Það er því ekki hægt að taka lýsing þeirra
til greina. Það eru margir, sem álíta, að þeir hafi
trúað, sem, þegar að er gætt, aldrei hafa trúað og
aldrei hafa þekkt ávexti trúarinnar. Hvað er það
að trúa? Er það trú, trú í þeim skilningi, sem átt
er við, þegar talað er um hina kristilegu trú, að
trúa hinum sögulegu atriðum, sem frá er sagt í helg-
um fræðum? Að trúa bibliusögunni á sama hátt og
menn trúa mannkynssögunni og hinum einstöku við-
burðum hennar? Að trúa á sögulegan áreiðanleik
guðs orðs á sama hátt og annara bóka? Nei, slíkt